simmi2 skrifaði:svo var ég að spá hvernig er ips alpha í samanburði við LED og Plasma, veit það einhver?
ips panelar henta því miður ekkert sérlega vel fyrir stóra skjái. Það er vegna þess að þeir hafa
ips glow og lélegt black-level/contrast. T.d. er svört mynd á ips skjá 10-20 sinnum bjartari en svört mynd á panasonic ST50.
simmi2 skrifaði: mér er nokkuð sama hvernig display tækið er með, bara að leita að því besta fyrir peninginn
Það sem er aðallega betra við plasma tækin er black level og panel uniformity. Bestu lcd(VA panelar) tækin frá sony og samsung hafa c.a. 5 sinnum lélegra black-level heldur en ST50 en eru samt með ca 2-4 sinnum betra black level heldur en ips panelar. Svo nota samsung og sony edge-backlighting á bestu týpunum sem getur verið
mjög ójöfn (getur verið mismunandi á milli sjónvarpa þó svo það sé nkv. sama týpa). Svo hafa plasma panelar betri viewing angles heldur en bæði VA og IPS panelar(en IPS hefur betri viewing angles heldur en VA panelar).
Það sem er verra við plasma er að þeir geta fengið burn-in og hafa image retention. LCD skjáir geta jú líka fengið burn-in en það er nánast ómögulegt við eðlilega notkun. IR(image retention, googlaðu þetta ef þú vilt útskýringu á þessu) er að mínu mati ekkert til að hafa áhyggjur af þar sem það er ekki permanent. En burn-in er stærra vandamál, t.d. ef þú horfir á sömu sjónvarpsstöðina 24/7 með hvítu sjónvarpsmerki í horninu þá munu þessir pixlar sem þurfa alltaf að sýna hvítt eyðast hraðar en hinir og á endanum verða þeir dekkri en aðrir og þá muntu sjá skugga af þessu sjónvarpsmerki ef þú lætur sjónvarpið sína alveg hvíta mynd(og við eðlilega notkun við ákv. aðstæður, getur farið eftir litum ef sjónvarpsmerkið er litað). Sennilega mun þú aldrei taka eftir þessu þar sem nýju tækin eru orðin mjög góð í sambandi við þetta, nema kannski IR sem hverfur hvort eð er þegar þú spilar mynd á hreyfingu, en ég vildi bara vara þig við þessu því þetta getur verið vandamál ef þú ferð ílla með tækið.
Svo eru LCD skjáir líka bjartari og svo hafa líka betri týpur frá samsung og sony mjög góða glossy filtera svo að í mjög björtu herbergi geta þeir jafnvel litið út fyrir að hafa betra black-level heldur en panasonic plasma en í dimmu herbergi gera þeir lítið gagn.
annars eru panasonic ekki eini framleiðandinn sem gerir góð plasma sjónvörp heldur eru samsung orðnir mjög góðir núna(reyndar bara í stærri skjáum 60"+ sem hafa betra black level heldur en minni skjáir). e6500 og e8000 eru bestu týpurnar hjá þeim.
ég mæli líka með því að þú lesir þig betur til um þetta.
Þetta er að mínu mati lang besta review síðan(ef reviewin eru gerð af David Mackenzie), annars er voðalega lítið sýnt myndrænt á henni svo þú verður að lesa og bera saman sjálfur