Síða 1 af 1

Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 18:47
af C2H5OH
Góða kvöldið
ég er með smá spurningu fyrir ykkur sérfræðinganna.
Ég er með aðgang að ljósleiðara hjá foreldrum mínum, ég er var að spá í að setja upp smávegis server sem verður beintengdur í ljósleiðaraboxið.
Ég er búinn að vera að skoða plex forritið og finnst það vera algjör snilld, þar sem það getur steamað fyrirlestrum og öðrum skólagögnum og skýrslum yfir í ipadinn og fleiri tæki.
serverinn verður mögulega líka notaður í sickbeard og coutchpotato og þann pakka.

Það sem mig langaði að spurja, Plex serverinn auglýsir sjálfan sig á local netinu, og þeir sem eru þar þurfa ekki nein sérstök leyfi til að hafa aðgang að efninu.
En hvernig er það með þegar serverinn er beintengdur í ljósleiðaraboxið?
Myndi annað fólk sem er líka beintengt í ljósleiðaraboxið hjá sér sjá og hafa aðgang að plex serverinum hjá mér, eða fer hann ekkert lengra en boxið hjá mér?
(Veit ekki alveg hvort þetta sé skiljanlegt)

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 19:09
af Kristján Gerhard
Það var nú einhverntíman sem að smb share voru að sjást á GR netinu ef vélarnar voru beintengdar við GR boxið.

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 21:44
af tdog
Hann er á Internetinu ef þú ferð beint í boxið

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 22:41
af C2H5OH
Kristján Gerhard skrifaði:Það var nú einhverntíman sem að smb share voru að sjást á GR netinu ef vélarnar voru beintengdar við GR boxið.


já það var akkurat það sem ég var að pæla, minnir líka að fólk sjái aðra ef þeir fara í network discovery þegar þeir eru beintengdir.

Hefur einhver reynslu af þessu, sem er með Plex uppsett, eða eru kannski allir með þá bakvið router?
og veit einhver hvort það sé hægt að stoppa Plex serverinn við að auglýsa sig á local network?

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 22:56
af hagur
Settings -> Network Discovery

Disable Bonjour og GDM (Veit ekki hvað það er samt en hugsa að það sé einhverskonar broadcast)

Ætti að leysa þetta.

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Þri 18. Des 2012 23:22
af viddi
Myndi henda plex uppá linux box og nota IPtables. :happy

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Mið 19. Des 2012 09:37
af C2H5OH
hagur skrifaði:Settings -> Network Discovery

Disable Bonjour og GDM (Veit ekki hvað það er samt en hugsa að það sé einhverskonar broadcast)

Ætti að leysa þetta.


Ég er neflilega búinn að gera tilraunir með það bara bakvið routerinn heima með að slökkva á Bonjour og GDM, en þegar ég set Plex mediacenter upp á hinum tölvunum á networkinu þær finna serverinn samt. :dissed

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Mið 19. Des 2012 09:38
af C2H5OH
viddi skrifaði:Myndi henda plex uppá linux box og nota IPtables. :happy


já ætla að reyna að firka mig áfram í því :) (er ekki sá allra færasti í linux)

Re: Plex uppsetning á beintengdum server

Sent: Mið 19. Des 2012 11:01
af Kristján Gerhard
Af hverju viltu ekki hafa hann bakvið router?

Sent from my GT-N7000 using Tapatalk 2