Síða 1 af 1
Breyta DNS í router frá Símanum
Sent: Mán 10. Des 2012 17:02
af Sera
Ég finn ekki möguleikann á að setja inn DNS fast í routerinn frá símanum, ég er með ljósnet og routerinn er Technicolor TG589vn v2 hefur einhver sett inn fastan DNS í þessa routera ? Hefur það einhver áhrif á sjónvarpið að setja inn USA dns ?
Ég er búin að setja inn DNS í AppleTV og virkar fínt en vil helst setja þetta bara í routerinn svo spjaldtölvur og önnur tæki fái aðgang að Netflix líka án þess að þurfa að breyta DNS á client.
Re: Breyta DNS í router frá Símanum
Sent: Mán 10. Des 2012 17:56
af AntiTrust
Ég er nokkuð viss um það að þessi router leyfi það ekki - getur þó athugað með því að fara í Technicolor gateway - Configuration - Configure í hægra horninu. Rámar þó að það séu bara Time serverar sem maður getur valið.
Re: Breyta DNS í router frá Símanum
Sent: Mán 10. Des 2012 18:19
af Sera
AntiTrust skrifaði:Ég er nokkuð viss um það að þessi router leyfi það ekki - getur þó athugað með því að fara í Technicolor gateway - Configuration - Configure í hægra horninu. Rámar þó að það séu bara Time serverar sem maður getur valið.
Rétt munað hjá þér, það eru bara time serverar. Þetta er þá líklega ekki valkostur í þessum routerum
Re: Breyta DNS í router frá Símanum
Sent: Mán 10. Des 2012 20:42
af herb
Prófaðu eftirfarandi í telnet (fyrir Google DNS)
dns server route add dns=8.8.8.8 metric=5 intf=Internet
kv,
Óli
Re: Breyta DNS í router frá Símanum
Sent: Mán 10. Des 2012 20:57
af BugsyB
herb skrifaði:Prófaðu eftirfarandi í telnet (fyrir Google DNS)
dns server route add dns=8.8.8.8 metric=5 intf=Internet
kv,
Óli
Google DNS er ekki að virka fyrir netflix