Síða 1 af 1
Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Mið 05. Des 2012 19:47
af gRIMwORLD
Sælir verið þið,
ég hef verið að skoða sjónvörp í dágóðan tíma og hef nokkurn veginn ákveðið að fara í Panasonic TXP42ST50Y hjá Sjónvarpsmiðstöðinni/Heimilistækjum.
Helsta ástæðan er mjög gott verð á tækinu í dag og svo öll review sem ég hef lesið á netinu segja að hérna sé svakalega flott tæki á ferð.
Mig langar líka að kaupa mér heimabíómagnara. Vil helst fara í stakan magnara með option á að velja hátalara. Ég á gamla Warfdale hátalara sem ég myndi byrja með þannig að það er bara spurning hvaða magnara maður á að velja.
Verðbilið sem ég hef í huga er ca 100-140 þús max.
Það er svo spurning hvort maður geri betri kaup á netinu og flytji magnara inn. Einhverja hugmyndir?
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Mið 05. Des 2012 19:52
af hagur
Það er mjög mikið úrval á þessu verðbili. Eins og hefur áður komið fram hérna, þá er ég mikill Yamaha fan. Þessi t.d:
http://www.hataekni.is/is/vorur/6000/6010/RXV673/ á 120þús kall.
Varðandi að kaupa á netinu og flytja inn sjálfur, þá hreinlega efast ég um að það sé hagstæðara. Magnararnir eru auðvitað mikið ódýrari t.d í USA, en þar sem þetta eru oft á tíðum hátt í 20kg HLUNKAR þá er shipping mjög dýrt. Svo er þetta tollað til andsk**** :-)
Ég skoðaði að flytja inn sjálfur á sínum tíma þegar ég keypti minn og fékk það út að ég myndi spara voða lítið. Fór bara frekar í Hátækni og verslaði einn þar.
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Mið 05. Des 2012 20:06
af svanur08
Gott sjónvarpstæki þarna á ferð, en með magnara myndi ég fá mér Onkyo eða Pioneer annanhvorn þennan:
Onkyo:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=761Pioneer:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=761
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Mið 05. Des 2012 21:25
af playman
Er harma kardon ekkert að gera sig í mögnurum í dag?
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Fim 06. Des 2012 01:13
af gRIMwORLD
Líst vel á Yamaha og Onkoyo tækin, gæti meira segja tengt bassaboxið úr Z5500 kerfinu nú þegar það liggur bara ónotað eftir að ég seldi turninn.
Einhver sem getur skoðað með mér samanburð á Yamaha RX-V673 og Onkoyo TX-NR515? virðist vera soldið close match
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Fim 06. Des 2012 02:34
af svanur08
Ég er mest fyrir Onkyo átt nokkra þannig magnara aldrei klikkað fyrir mig, en af þessum tveim virðist Yamaha fá betri dóma samkvæmt What Hi-Fi valinn magnari ársins 2012, getur séð þá báða hér:
Onkyo:
http://www.whathifi.com/review/onkyo-tx-nr515Yamaha:
http://www.whathifi.com/review/yamaha-rx-v673Hinsvegar færðu aðeins 6 HDMI inputs og 1 HDMI output með Yamaha en 8 HDMI inputs og 2 HDMI outputs með Onkyo.
Re: Panasonic TXP42ST50Y en hvaða heimabíómagnara???
Sent: Fös 07. Des 2012 10:00
af gRIMwORLD
Fór og keypti sjónvarpið í gær, get ekki verið ánægðari