Ég er að hugsa um að leggja í það að setja saman mína fyrstu HTPC en þar sem ég hef mjög takmarkað vit á hvaða íhlutir eru góðir (eða nógu góðir fyrir htpc) og hverjir virka vel saman þá leita ég til ykkar
Það sem ég er kominn með er:
Móðurborð: Gigabyte FM1 GA-A75N-USB3 (http://tolvutek.is/vara/gigabyte-fm1-ga-a75n-usb3-modurbord)
Örgjörvi: FM1 Vision A4-3300 Dual örgjörvi, HD6410D skjákjarni (http://tolvutek.is/vara/fm1-vision-a4-3300-dual-orgjorvi-hd6410d-skjakjarni-retail)
Vinnsluminni: Mushkin 4GB DDR3 1333MHz (2x2GB) Stiletto vinnsluminni CL9 (http://tolvutek.is/vara/mushkin-4gb-ddr3-1333mhz-2x2gb-stiletto-vinnsluminni-cl9)
Harður diskur: Seagate Momentus 5400.6 500GB SATA2 (http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1904)
Ég valdi þennan harða disk einungis vegna þess að ég á hann nú þegar úr gömlu tölvunni minni og mun hafa stýrikerfið sett upp á honum. Allt efni verður geymt á utanáliggjandi hörðum disk.
Er ekki rétt að ég þyrfti ekki auka skjákort með þessum örgjörva þar sem það er HD6410D skjákjarni á honum?
Þá vantar mig kassa utan um herlegheitin og það sem ég hef séð og líst best á í fljótu bragði er http://www.computer.is/vorur/5090/ eða http://www.computer.is/vorur/7090/, einfaldlega vegna þess að þeir eru litlir og ódýrir. Ef þið vitið um eitthvað betra endilega deilið. Til viðbótar myndi ég vilja bæta blu-ray drifi við þetta.
Er eitthvað fleira sem ég þyrfti fyrir þetta setup, eins og viftur eða annað eins? Og er eitthvað sem þið mynduð skipta út og af hverju þá?
Vantar aðstoð við val á íhlutum í HTPC
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 39
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Vantar aðstoð við val á íhlutum í HTPC
Síðast breytt af snosig á Mán 26. Nóv 2012 15:55, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 39
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar aðstoð við val á íhlutum í HTPC
Ég ætlaði að segja upp XBMC og reiknaði með að nota bara Android síma og iPad til að stjórna því. Svo kaupa mér Logitech K400 þráðlaust lyklaborð með touchpad (http://tolvutek.is/vara/logitech-k400-t ... d-touchpad).
Í framtíðinni er svo planið að kaupa Logitech Harmony fjarstýringu og þá líka IR-receiver ef ekki innbygt í kassann.
Í framtíðinni er svo planið að kaupa Logitech Harmony fjarstýringu og þá líka IR-receiver ef ekki innbygt í kassann.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 39
- Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 10:58
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Vantar aðstoð við val á íhlutum í HTPC
Hvað segið þið, hafið þið sérfræðingarnir enga skoðun á þessari samsetningu?