Síða 1 af 1

Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Fös 23. Nóv 2012 21:54
af hardbox
Ég er á höttunum eftir góðum sjónvarpsflakkara sem tekur 3,5 tommu HDD. Var hrikalega óheppin síðast þegar ég fjárfesti í svona grip en það var Mediagate flakkari sem gerði ekki annað en að bila :thumbsd.

Er ekki að leita eftir neinu dýru heldur bara góðu solid tæki.
Þarf að styðja flestar gerðir skráa, subs etc.
Vil hafa hann nettengdan svo ég geti flutt skjöl þráðlaust úr tölvunni.
Aðrir online fítusar eru plús en ekki nauðsyn.

Þigg allar ábendingar! Takk :D

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Fös 23. Nóv 2012 22:17
af DJOli
Frændi minn á einn svona sem hann ber einungis góðar sögur af:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9e164abad5
Faðir minn er búinn að nota einn svona í þónokkurn tíma án þess að hann (spilarinn) valdi vandræðum eða láti leiðinlega:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 9e164abad5

Báðir eiga spilararnir sameiginlegt að vera 'hágæða' og að styðja m.a. mkv (matroska) sem er brautryðjandi container í dag, og búið að vera það fyrir háskerpumyndefni síðustu ár.

Varðandi það að geta flutt efni yfir á flakkarana í gegnum netið þá hef ég ekki séð það mögulegt. Hinsvegar getur allavega sá sem faðir minn á tekið efni úr öðrum tölvum yfir netið, svo lengi sem kveikt sé á þeim, og spilað. Spilararnir geta það eflaust báðir.

Takk fyrir mig. Þetta voru mín 'tvö sent'.

Bætt við: Svo virðist vera sem sá ódýrari geti einnig virkað sem NAS eða þú ættir þá semsagt að geta flutt skrár úr tölvunni yfir á hann.

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Fös 23. Nóv 2012 22:24
af hardbox
Takk fyrir þetta innlegg, Líst vel á lýsinguna á þessum seinni ;)

P.s. hefur einhver reynslu af þessum: http://www.tolvutek.is/vara/2tb-lacie-l ... ar-spilari

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Fös 23. Nóv 2012 22:29
af FuriousJoe
http://nordar.is/details/traxdata-margm ... lari-1080p

Þessi spilar mkv og tengist netinu - samt enginn HDD sem fylgir

LaCie gaurinn er líka flottur, þetta er farið að spila alltsaman í dag :)

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Lau 24. Nóv 2012 00:16
af DJOli
Það þarf að undirskrifa það fimmþúsundsinnum að spilarinn *verði? að spila mkv.
Ef hann gerir það ekki, þá er hann rusl.

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Lau 24. Nóv 2012 00:36
af hardbox
Takk takk, já auðvitað er mkv spilun algjört basic!

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Lau 24. Nóv 2012 00:44
af hfwf
Gæti bent þér á android mini pc( bara usb lykill sem þú tengir í t.d sjónvarp, í hann geturu tengt flakkara og mini pc-ið er t.d með wifi þannig þar er lausn því. Getur einnig fengið þér wd tv live, spilar bókstaflega hvað sem er (mkv t.d) og hann er þráðlaus og með hdmi og usb þannig þar er það leyst.

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Lau 24. Nóv 2012 01:56
af BugsyB
raspberry pie - með xbian

Re: Góður sjónvarpsflakkari???

Sent: Lau 24. Nóv 2012 13:53
af svanur08
hardbox skrifaði:Takk fyrir þetta innlegg, Líst vel á lýsinguna á þessum seinni ;)

P.s. hefur einhver reynslu af þessum: http://www.tolvutek.is/vara/2tb-lacie-l ... ar-spilari


Ég ætla fá mér þennan þegar ég fæ mér sjónvarpsflakkara ;)