Sónvarp tíðni
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 330
- Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 17:03
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Sónvarp tíðni
Halló ég er með digital sjónvarp. SHARP RC 1910. Heitir það og ég hef oft látið sjónvarpið skanna inn stöðvar. En Einu sinni var ég að skanna þá komu sjónvarpsstöðvar frá Símanum. Það kemur yfirleit stöðvar frá Vodafone. En ég hefði viljað fá sjónvarpstöðvar Símans aftur. Ég er búin að reyna leita að hvaða tíðni þeir senda en finn ekkert. Nú erum við ekki með áskrift hvorki hjá Símanum né Vodafone. En samt var slatti af opnum stöðvum og ég er búin að sjá það lika hjá fleyrum. Sema eru ekki með áskrift bara með digital afruglara. Ekki eru þið svo fróð að vita þetta. Ég var búin að Google þessu og líka leita á http://www.fjarskiptahandbokin.is/index ... e&Itemid=1 . En ég fann ekkert að viti kannski er maður bara svona tegáfaður.En ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina og hvar ég get feingið uppl um þetta. Með fyrir fram þökk um skjótt og jákvæð viðbrögð
BÖNNUÐ GÆÐI BRAGÐAST BEST
Re: Sónvarp tíðni
Sko... fyrir það fyrsta þá heitir sjónvarpið þitt ekki Sharp RC 1910... það er bara týpan af fjarstýringunni
En ef þú lætur tækið leita þá kemur það upp með allar stöðvar sem eru í boði, þær stöðvar sem þú ert væntanlega að leita að eru mjög líklega læstar stöðvar.
En ef þú lætur tækið leita þá kemur það upp með allar stöðvar sem eru í boði, þær stöðvar sem þú ert væntanlega að leita að eru mjög líklega læstar stöðvar.
Re: Sónvarp tíðni
Síminn er ekki með neinar stöðvar sem venjulegt sjónvarp getur "leitað" að.
Þeir voru með breiðbandið sem sum sjónvörp gátu náð (þau sem eru með dvb-c tunera) en það er að detta út frekar hratt í skiptum fyrir "Ljósnetið".
Það er "fræðilegur" möguleiki að rangar loftnetstengingar hjá einhverjum með breiðbandið hafi snúið signali við og látið kerfið fara að útvarpa því en frekar ólíklegt með stafrænt merki.
Stutta svarið er: Vodafone eru einu sem eru með stafrænar sendingar í loftinu.
Þeir voru með breiðbandið sem sum sjónvörp gátu náð (þau sem eru með dvb-c tunera) en það er að detta út frekar hratt í skiptum fyrir "Ljósnetið".
Það er "fræðilegur" möguleiki að rangar loftnetstengingar hjá einhverjum með breiðbandið hafi snúið signali við og látið kerfið fara að útvarpa því en frekar ólíklegt með stafrænt merki.
Stutta svarið er: Vodafone eru einu sem eru með stafrænar sendingar í loftinu.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.