Ég hef þónokkra reynslu að setja upp diska bæði á höfuðborgarsvæðinu og útá landi.
Ég hef nokkrum sinnum lent í því að uppsetning er ekki möguleg vegna tráa á höfuðborgarsvæðinu en þá er því yfirlett reddað með því að saga niður tréin.
Hærri stöng getur virkar en hafa ber í huga að tréin vaxa, aspir geta held ég vaxið hátt í 2 metra á sumrin.
Stundum geta fjöll skyggt á geislann og þá er lítið hægt að gera.
Best er auðvitað bara að prufa en þessi siða sem playman stíngur uppá ætti að gefa þér hvaða lámarkshæð tré í 60m fjarlægð mega vera.
http://www.dishpointer.com/ slærð inn heimilsfangið þitt og velur "show obstacle" og færir síðan stikinu í 60 metra fjarlægð og færð hæðina á trjánum.
Ert kannski að tala um 7-8 metra plús hæðin sem diskurinn er í sem tréin mega vera há.
Bottom line er að ef þú ert með tré beint fyrir geislann þá ertu ekki að fara að nota diskinn þinn í neitt.
jardel skrifaði:Semsagt fjarlæðin skiptir engu bara hæðin
Bæði skiptir máli, því lengra í burtu sem aðkotahlutirnn er því hærri getur hann verið og öfugt.