Síða 1 af 1

forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 00:12
af jardel
Veit einhver hérna um gott forrit til að finna gervihnetti fyrir utan dishpointer forritið.
Þarf að geta mælt stefnuna út af trjám sem skyggja á suma hnetti.

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 01:15
af jardel
...

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 10:02
af konice
Fer eftir hvað trén eru há.
dishpointer gefur þér horn notar píthagóras til að sjá hvort trén skyggja á.
Bara eitt smá vanadamá sem þarf að hafa í huga, tré vaxa.

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 19:37
af jardel
Veit einhver um gott forrit hérna fyrir pc eða t.d iphone?

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 19:40
af hfwf
jardel skrifaði:Veit einhver um gott forrit hérna fyrir pc eða t.d iphone?


Færð aldrei forrit í þetta nema viðkomandi hafi tenginu við GPS-kerfið og frá þ´vi eru til mörg 3rd party forrit þekki ekki iphone en nóg til bókað það eins og á android og symbian, em á windows( desktop) nei

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Lau 20. Okt 2012 21:53
af playman
Hér er eitthvað sem ég fann.

http://www.n2yo.com/
https://itunes.apple.com/us/app/gosatwa ... 46718?mt=8

Einnig er þessi síða áhugaverð. Þar sem að það virðist vera hægt að setja inn hluti sem að geta blokkað á sendinguna t.d. tré.
http://www.dishpointer.com/

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Sun 21. Okt 2012 14:34
af jardel
Haldið þið að tré í 60 metra fjarlægð hefur áhrif á mótöku?

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Sun 21. Okt 2012 17:47
af JReykdal
jardel skrifaði:Haldið þið að tré í 60 metra fjarlægð hefur áhrif á mótöku?

Fer eftir hæðinni á þeim.

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Sun 21. Okt 2012 19:12
af jardel
Semsagt fjarlæðin skiptir engu bara hæðin

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Sun 21. Okt 2012 19:22
af axyne
Ég hef þónokkra reynslu að setja upp diska bæði á höfuðborgarsvæðinu og útá landi.

Ég hef nokkrum sinnum lent í því að uppsetning er ekki möguleg vegna tráa á höfuðborgarsvæðinu en þá er því yfirlett reddað með því að saga niður tréin.
Hærri stöng getur virkar en hafa ber í huga að tréin vaxa, aspir geta held ég vaxið hátt í 2 metra á sumrin.
Stundum geta fjöll skyggt á geislann og þá er lítið hægt að gera.

Best er auðvitað bara að prufa en þessi siða sem playman stíngur uppá ætti að gefa þér hvaða lámarkshæð tré í 60m fjarlægð mega vera.
http://www.dishpointer.com/ slærð inn heimilsfangið þitt og velur "show obstacle" og færir síðan stikinu í 60 metra fjarlægð og færð hæðina á trjánum.

Ert kannski að tala um 7-8 metra plús hæðin sem diskurinn er í sem tréin mega vera há.

Bottom line er að ef þú ert með tré beint fyrir geislann þá ertu ekki að fara að nota diskinn þinn í neitt.

jardel skrifaði:Semsagt fjarlæðin skiptir engu bara hæðin


Bæði skiptir máli, því lengra í burtu sem aðkotahlutirnn er því hærri getur hann verið og öfugt.

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Mán 22. Okt 2012 02:28
af jardel
Þetta eru mjög háar aspir i 60 metra fjarlægð heldur þú að sé möguleiki að ná astra 2 fyrir þeim?

Re: forrit til að finna gervihnetti.

Sent: Mán 22. Okt 2012 03:08
af fallen
Shit. "Mjög háar aspir í 60m fjarlægð" segir engum neitt.

Gerðu það sem axyne segir með dishpointer.com, þá færðu nákvæma tölu sem segir þér hversu há tréin meiga vera áðuren þau blokka merkið. Það er enginn að fara svara þessu nema þú sjálfur með nákvæmar upplýsingar um þína staðsetningu og hæð á því sem gæti verið fyrir.