Vesen með subtitle skrár í sjónvarpi yfir net
Sent: Þri 18. Sep 2012 21:26
Ég er með sjónvarpið mitt tengt við heimanetið og hef verið að horfa á slatta af drasli af tölvunni með hjálp PSM en ef ég vil sjá texta með þá klikkar allt saman sama hvort ég er að spila .avi, .mp4 eða .mkv skrár Það sem gerist er að textinn kemur alveg en þegar ég er búinn að hafa myndefnið í gangi í nokkrar mínútur þá hoppar myndin áfram um einhverjar mínútur og sama hvað ég reyni að spóla til baka þá annað hvort spólast bara til baka á sama stað og myndin hoppaði á eða ég enda bara aðeins aftar. Einhver lent í þessu? Eins og ég sagði þá hef ég lent í þessu með .avi, .mp4 og .mkv skrár og sama gerist líka ef ég prófa einhverja transcoded útgáfu af sama myndefni.
Ég er ekki búinn að prófa önnur media server forrit fyrir utan Serviio sem var bara með einum of mikla flokkun og virkaði svo ekki almennilega. En svo fór media sharing í Windows 7 hjá mér allt í einu að virka (hafði ekki séð neitt áður nema bara PSM þegar ég fór í "Your network" í sjónvarpinu) og þar get ég leikandi létt spilað sama myndefni nema það kemur enginn texti með. Virkar kannski ekki að nota texta þar? Finnst það svoldið silly þar sem það virkar mjög vel ef ég set sama myndefni með textaskrá á usb og tengi við sjónvarpið.
Einhverjar hugmyndir? Eitthvað annað media server forrit sem ég ætti að prófa?
Ég er ekki búinn að prófa önnur media server forrit fyrir utan Serviio sem var bara með einum of mikla flokkun og virkaði svo ekki almennilega. En svo fór media sharing í Windows 7 hjá mér allt í einu að virka (hafði ekki séð neitt áður nema bara PSM þegar ég fór í "Your network" í sjónvarpinu) og þar get ég leikandi létt spilað sama myndefni nema það kemur enginn texti með. Virkar kannski ekki að nota texta þar? Finnst það svoldið silly þar sem það virkar mjög vel ef ég set sama myndefni með textaskrá á usb og tengi við sjónvarpið.
Einhverjar hugmyndir? Eitthvað annað media server forrit sem ég ætti að prófa?