hannesstef skrifaði:Þetta lookar mjög vel en ég skil ekki alveg hvernig það virkar, hvernig nota ég þetta til að vista upplýsingar um þætti ?
Prófaði þetta forrit í gær eftir ábendingun hjá Vaska, og eftir að hafa prófað það í 1-2 klst þá fann ég nokkra annmarka:
1) GUI er mjög mjög ónotendavænt, maður er lengi að fatta hvernig það virkar, og ég þurfti í rauninni að fara á youtube of sjá eitthvað video af notkun þess til að skilja hvað væri í gangi.
2) Ef það er conflict á tv þáttum þá er maður LENGI að vinna úr villinum, laga þær þannig að allt renni smooth. Þetta á sérstaklega við ef þú vilt renama heilu sjónvarpsþættinu í einu. Td ef það er sample skrá með video skránni þá kemur conflict því Filebot vill renama þær í sama nafnið, það er alveg glatað að geta ekki stillt þetta, en best er bara að gera global search á "sample" og deleta þeim áður en maður notar Filebot.
3) Það renamar bara video fælana en ekki möppuna sem þeir eru í. FileBot er með scripting engine sem ætti að vera hægt að nota til að renama bæði þættina og möppuna sem þeir eru í, en mér finnst óskiljanlegt að það er ekki boðið upp á þann möguleika í GUI. Annar fídus sem er ekki til staðar er að FileBot búi til folder structure fyrir hvern Tvshow þannig að allir þættir í hverji seríu verði sjálfkrafa færðir í möppu sem heita S01, S02, etc.
4) Sækir ekki neitt metadata annað en titil. Þetta finnst mér óskiljanlegt, af hverju getur Filebot ekki sótt metadata eins og coverart/screenshot og vistað það í möppunni. TheTVdb og TheMovieDB hafa báðir fínan API með uppl eins og plot, coverart (oft sér coverart per episode), ár, leikarar, imdbid, etc.
5) Fídusar sem önnur öpp gera mun betur er troðið inní FileBot. T.d að downloada subtitles notar filenafn en ekki hash þannig að það er ekki hægt að downloada þeim sjálfkrafa, einnig er SFV/MD5/SHA1 reiknir settur inn í GUI sem ég er ekki alveg að skilja af hverju er þarna (hefði haldið að svona fídus ætti frekar heima í þessu scripting engine sem Filebot er með í stað þess að vera troðinn inn í GUI)
Að mínu mati er FileBot ágætt til að renama videoskrár (movie/tv) en rename virknin er mjög takmörkuð og falin á bakvið messí GUI sem reynir að gera allt of margt í einu. En ef þú vilt renama videoskrár og hefur ekki áhuga á öðru metadata en filenafni og ert tilbúinn í að sætta þig við að hún renami ekki möppur þá gerir FileBot svosem það sem það segir.
Hehe, ég ætlaði að skrifa 1-2 setningar um Filebot en ég hafði víst sterkari skoðun á þessu forriti en ég átti von á.