Vantar aðstoð við val á HTPC
Sent: Mán 03. Sep 2012 16:54
Sælt veri fólkið.
Þannig er mál með vexti að ég er með WDTV Live spilara og 2 TB harðan disk tengdan í það. Ég er hins vegar spenntur fyrir því að breyta til. Bæði vantar mig heimilistölvu (ekki öfluga fyrir leiki og þess háttar) og svo er ég spenntur fyrir því að setja upp XBMC á einhverju tæki og spila beint af harða disknum í því.
Eftir því sem ég best veit eftir rannsóknarvinnu mína er besta lausnin að losa mig við WDTV Live og kaupa einhverja HTPC sem ég get tengt með hdmi tengi í sjónvarpið og usb í flakkarann og setja upp xbmc þar. Einnig myndi ég þá nota þá tölvu fyrir allt niðurhal (aðeins löglegt að sjálfsögðu ) sem og að fara á internetið, tengjast tölvupóstinum, streama video af netinu og allt sem maður gæti þurft venjulega tölvu í.
Allsstaðar sem ég fer á netinu er mælt með því að setja saman sína eigin HTPC tölvu sem uppfyllir þær kröfur sem maður hefur. Nú er ég temmilega tæknisinnaður en ekki svo að ég sé að fara að kaupa stakt móðurborð, skjákort, CPU og þess háttar og púsla því öllu saman á réttan hátt. Því vantar mig ráðleggingar, er ekki hægt að kaupa tilbúna HTPC eða fá einhvern til að græja svona pakka fyrir mann fyrir litla umbun?
Ég hef ekki fundið mikið af tilbúnum svona tölvum til sölu, eina sem ég sé á landinu núna er Xtremer Ultra sem er til sölu hjá Advania (https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... b8be82b6ed). Hefur einhver reynslu af þessari græju? Svo hef ég heyrt að Acer Revo RL100 sé svaka græja en ég sé hana ekki til sölu hér á landi sem stendur.
Öll aðstoð er vel þegin!
kv. snosig
Þannig er mál með vexti að ég er með WDTV Live spilara og 2 TB harðan disk tengdan í það. Ég er hins vegar spenntur fyrir því að breyta til. Bæði vantar mig heimilistölvu (ekki öfluga fyrir leiki og þess háttar) og svo er ég spenntur fyrir því að setja upp XBMC á einhverju tæki og spila beint af harða disknum í því.
Eftir því sem ég best veit eftir rannsóknarvinnu mína er besta lausnin að losa mig við WDTV Live og kaupa einhverja HTPC sem ég get tengt með hdmi tengi í sjónvarpið og usb í flakkarann og setja upp xbmc þar. Einnig myndi ég þá nota þá tölvu fyrir allt niðurhal (aðeins löglegt að sjálfsögðu ) sem og að fara á internetið, tengjast tölvupóstinum, streama video af netinu og allt sem maður gæti þurft venjulega tölvu í.
Allsstaðar sem ég fer á netinu er mælt með því að setja saman sína eigin HTPC tölvu sem uppfyllir þær kröfur sem maður hefur. Nú er ég temmilega tæknisinnaður en ekki svo að ég sé að fara að kaupa stakt móðurborð, skjákort, CPU og þess háttar og púsla því öllu saman á réttan hátt. Því vantar mig ráðleggingar, er ekki hægt að kaupa tilbúna HTPC eða fá einhvern til að græja svona pakka fyrir mann fyrir litla umbun?
Ég hef ekki fundið mikið af tilbúnum svona tölvum til sölu, eina sem ég sé á landinu núna er Xtremer Ultra sem er til sölu hjá Advania (https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... b8be82b6ed). Hefur einhver reynslu af þessari græju? Svo hef ég heyrt að Acer Revo RL100 sé svaka græja en ég sé hana ekki til sölu hér á landi sem stendur.
Öll aðstoð er vel þegin!
kv. snosig