Síða 1 af 1

Sjónvarp með einu scart tengi

Sent: Mið 22. Ágú 2012 18:43
af steg
Ég er með gamalt túpusjónvarp með einu scart tengi og þarf að tengja við það DVD spilara og myndlykil frá Vodafone, hvoru tveggja með scart tengi.

Ég prófaði að nota Y-tengi (scart), en það virkaði ekki vel því myndlykilinn virtist alltaf trufla DVD spilarann, jafnvel þó slökkt væri á myndlyklinum með fjarstýringu. Hins vegar virkaði myndlykillinn fínt þegar slökkt var á DVD spilara.

Eru til einhverjar lausnir á þessu eða er það bara að uppfæra græjurnar :) ? Hvorki myndlykilinn né DVD spilarinn eru með Scart-input tengi og ég get reyndar tengt myndlykilinn með loftnetssnúru, en þá eru gæðin einhverra hluta vegna léleg.

Re: Sjónvarp með einu scart tengi

Sent: Mið 22. Ágú 2012 18:47
af audiophile
SCART fjöltengi, þar sem svissað er á milli merkja. Fæst í flestum betri raftækjaverslunum.

Re: Sjónvarp með einu scart tengi

Sent: Mið 22. Ágú 2012 18:48
af Kosmor

Re: Sjónvarp með einu scart tengi

Sent: Mið 22. Ágú 2012 18:55
af steg
Takk ég prófa þetta. Fjöltengið sem ég var að nota gaf ekki möguleika á að svissa á milli merkja.

Re: Sjónvarp með einu scart tengi

Sent: Mið 22. Ágú 2012 19:28
af hagur
Kosmor skrifaði:http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=107428&serial=HQSS0026&ec_item_14_searchparam5=serial=HQSS0026&ew_13_p_id=107428&ec_item_16_searchparam4=guid=434b032c-d560-4574-875b-91b9107eba5f&product_category_id=782&ec_item_12_searchparam1=categoryid=782


Hann þarf akkúrat öfugt. 2x (eða fleiri) input og 1 output, svo hægt sé að svissa á milli.

Þetta ætti að duga: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... goryid=782