Síða 1 af 1

Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Fös 10. Ágú 2012 23:10
af Aimar
http://www.samsungsetrid.is/vorur/419/

Hafa menn einhverja reynslu af þessu tæki?

Er að fara að uppfæra hjá mér og first impression á þessu tæki er góð.

Er að fara í setrið á morgun og spjalla við þá, vil bara ekki verða heilaþveginn af sölumanni. hehe

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Lau 11. Ágú 2012 02:54
af Saber
Ef við gefum okkur að spennirinn og magnararásirnar í þessu séu með að hámarki 80% nýtingu (mikil bjartsýni), þá ætti þessi græja að draga 1250W sem gera u.þ.b. 5.5A á 230V við hámarkskeyrslu. Einnig ætti bara magnarahlutinn í þessu að vera a.m.k. 5 kg. m.v. aðra magnara sem skila 1000W (og það er fyrir utan alla processing DSPa, bluray spilunar hluti, útvarp o.fl.)

Getur haft þetta í huga þegar þú skoðar þetta.

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Lau 11. Ágú 2012 10:10
af Aimar
Þetta er nátturulega bara færeyska sem þú ert að útskýra hérna :megasmile

Er þitt álit sem sagt að það sé mjög hæpið að þessi græja skili því sem framleiðandi setur fram með styrkinn?

Fyrir míg þarf ég bara aðalega mjög hreint og fínt ljóð.

Spurning hvort allir þessi aukafítursar virki?

Þráðlausir hátalarar, tenging við netið , (wifi) - hægt að stríma beint úr tölvu?

Hvað þýðir 3D sound? Er það eitthvað öðruvísi en 2D sound?

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Lau 11. Ágú 2012 10:36
af AntiTrust
Ég átti Sony kerfi með ótrúlega svipuðum spekkum, 1200W uppgefið, þráðlausir hátalarar, etc. Það er alveg ótrúlega þægilegt að vera með þráðlausa bakhátalara og alltaf þægilegt að kaupa all-in-one setup þar sem kaupandinn þarf lítið að pæla í samsetningunni.

Hinsvegar - fyrir þetta verð gæti ég aldrei réttlætt að fara ekki í heimabíó með proper magnara og full-size hátölurum. Það er svo miklu meiri dýpt og tærleiki í hljóðinu, en það veltur auðvitað allt á því hvaða setup þú tekur. That being said þá hef ég ekki heyrt í nákvæmlega þessu kerfi svo ég get lítið dæmt. En þetta Allshare DLNA dæmi er mjög random með hvort eða hvenær það virkar, ekkert sem þú ert að fara að nota til að streyma HD myndum yfir í tækið. Hinsvegar er þetta SmartHub tæki og því líklegt að þú getir installað Plex á það, hugsanlega e-ð sem þú gætir skoðað og sett upp PlexMediaServer á borðtölvunni/servernum.

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Lau 11. Ágú 2012 12:10
af Aimar
Fær það a 90 kall. Þess virði?

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Þri 14. Ágú 2012 18:22
af Saber
Besta heilræði sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar að kemur að hljómtækja kaupum er einfaldlega "hlustaðu áður en þú kaupir". 1000W af hljóði er alveg ofsalega mikið af hljóði, en 1000W og 1000W er sjaldnast jafn mikið þegar að kemur að uppgefnum tölum frá framleiðendum á "consumer" græjum í dag. Það stendur oftast aftan á græjum hvað þær draga mikið rafmagn, annaðhvort í wöttum eða amperum. Þar geturu tékkað á þessu sem ég var að tala um. Svo er náttúrulega bara gamla góða mælingin, prófa að lyfta græjunni og finna þyngdina, "too good to be true" á vel við í þessu.

Ef þú fílaretta, kauptidda. ;)

Re: Samsung Heimabíó 5.1 3D 1000W HT-D5550- vantar skoðun

Sent: Þri 14. Ágú 2012 19:34
af DJOli
Sjálfur er ég í miklum pæleringum í að skipta út þessu kerfi sem ég er með núna, en það samanstendur af Pioneer VSX-608rds magnara (15 ára gömlum heimabíómagnara sem ég fékk fyrir 12þús kall í fyrra) og tveim Aiwa hátölurum (staðan í augnablikinu).
Miðað við reynslu mína af þessum Pioneer magnara þá myndi ég hiklaust halda í næsta nývera Pioneer VSX sem á markaðnum er, en það væri þá að öllum líkindum Pioneer VSX921-K.
Einnig ætla ég að miðla reynslu minni af JBL áfram.
Magnararnir eru ekkert bestir, en þeir gera alveg mergjaða hátalara, hátalarasettið mitt væri því frá Jbl, og magnarinn frá Pioneer.

Bara mínar tvær krónur.