Síða 1 af 1

Spila tónlist gegnum heimabíó með slökkt á TV

Sent: Mið 01. Ágú 2012 18:07
af appel
Ég er með tölvuna mína tengda með hdmi kapli við heimabíóið mitt, og svo heimabíóið við sjónvarpið.

En ég er að spila tónlist oft úr tölvunni og vil heyra í heimabíóinu. Hinsvegar virðist sem heimabíógræjan spili ekki neitt ef slökkt er á sjónvarpinu!

Fullkomlega retarded þessi nýaldardigitaltækni, að geta ekki bara drullast til að spila. Vitiði um einhverja leið til að láta þetta drasl virka? Ég hef áður heyrt af svona vandamálum en ekki rekist á neina lausn.

takk takk.

Re: Spila tónlist gegnum heimabíó með slökkt á TV

Sent: Mið 01. Ágú 2012 18:17
af mundivalur
Man ekki alveg en þarftu ekki að fara í power settings og stilla á turn of display= never

Re: Spila tónlist gegnum heimabíó með slökkt á TV

Sent: Mið 01. Ágú 2012 18:21
af AntiTrust
Hvernig TV ertu með?

Þetta virkar allavega hjá mér, þurfti ekkert að eiga við neinar stillingar. Kemur 3-5sek audio loss á meðan ég slekk eða kveiki á TVinu og magnarinn er að detecta HDMI signalið aftur.

Re: Spila tónlist gegnum heimabíó með slökkt á TV

Sent: Mið 01. Ágú 2012 18:29
af appel
Heyrru, afsakið froðuna í mér, fékk þetta til að virka núna!

Þurfti bara að fara í sound manager og setja hljóðið aftur á TV!