Síða 1 af 1

Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:19
af appel
Rakst á þessa mynd í SkjáBíó, ákvað að horfa á hana, virtist áhugaverð.

Virkilega fín mynd, og frábært dæmi um hvað er hægt að gera með "low budget" myndir, á borð við The Man from Earth (http://www.imdb.com/title/tt0756683/). Stundum þarf maður ekki mikið til að gera góða mynd, bara góða leikara og góða sögu.

8 manns, lokaðir í herbergi og þurfa að taka próf sem stendur yfir í 80 mínútur. Þetta er svona "mind games" mynd, með smá scifi keim. Allavega, ætla ekkert að segja mikið frá þessu, þið bara kíkið á þetta :)


Exam (2009)
http://www.imdb.com/title/tt1258197/

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:25
af Gúrú
Í hlutfalli við budget var þetta eflaust stórfín mynd en mér fannst hún ekki það góð. :?

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:36
af AntiTrust
Horfði á þessa mynd fyrir nokkru, ágætis ræma en ekkert í líkingu við The Man from Earth (IMO).

Horfði svo á "The Fourth Kind" í kvöld - Kom verulega á óvart, mjög spennuþrungin, mæli hiklaust með henni.

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:39
af J1nX
fourth kind fannst mér líka mjög góð :D

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:40
af Kristján
Cool ætla að ná mér í þessa

The killing room

Svipuð mynd 4 sett í herbergi og svo einhverjar spurningar settar fyrir þau
Gerist bara inni þessu herbergi og er frekar góð að mer fannst

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:50
af appel
AntiTrust skrifaði:Horfði á þessa mynd fyrir nokkru, ágætis ræma en ekkert í líkingu við The Man from Earth (IMO).

Horfði svo á "The Fourth Kind" í kvöld - Kom verulega á óvart, mjög spennuþrungin, mæli hiklaust með henni.

Tja, lík að því leyti að þetta eru mjög ódýrar myndir í framleiðslu. Bara eitt herbergi, einn kofi, og dialoggar milli leikaranna.

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 03:08
af AntiTrust
appel skrifaði:Tja, lík að því leyti að þetta eru mjög ódýrar myndir í framleiðslu. Bara eitt herbergi, einn kofi, og dialoggar milli leikaranna.


Já, ég átti nú bara við að The Man from Earth þætti mér alveg með yfirburðum betri mynd :) En það er auðvitað bara smekksatriði.

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 07:05
af worghal
the man from earth er mín uppáhalds mynd :D

hlakka smá til að kíkja á Exam :)

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 23:35
af stebbi23
Mæli með Saints and Soldiers http://www.imdb.com/title/tt0373283/
Kostaði undir 1 milljón $ og þeir fengu t.d. fullt af ekta dóti frá WW2 lánað við gerð hennar...

er svo að koma önnur Saints and Soldiers: Airborne Creed í ágúst...
http://www.youtube.com/watch?v=LV7wza7aJ1E

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 23:36
af GuðjónR
Set Exam á dagskrá hjá mér...
Annars þá horfði ég á Lockout.UNRATED.1080p í gær.
Ágætis mynd, engin óskar þar á ferð en ágæt afþreying :popp

Svo var ST2 að auglýsa nýja sériu sem þeir ætla byrja á í haust og sýndu trailer.
The Newsroom en þeir fá 8.8 í einkun og það eru komnir tveir þættir á torrxxxhóst leiguna.

Re: Exam (kvikmynd)

Sent: Mán 02. Júl 2012 23:40
af AntiTrust
Mæli líka með Das Experiment/The Experiment. Önnur þýsk og Hollywood endurgerðin ensk vitanlega. Báðar góðar, get ekki gert upp á milli en vekur mann til umhugsunar um mannlegt eðli undir pressu.