Síða 1 af 1
Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:19
af appel
Rakst á þessa mynd í SkjáBíó, ákvað að horfa á hana, virtist áhugaverð.
Virkilega fín mynd, og frábært dæmi um hvað er hægt að gera með "low budget" myndir, á borð við The Man from Earth (
http://www.imdb.com/title/tt0756683/). Stundum þarf maður ekki mikið til að gera góða mynd, bara góða leikara og góða sögu.
8 manns, lokaðir í herbergi og þurfa að taka próf sem stendur yfir í 80 mínútur. Þetta er svona "mind games" mynd, með smá scifi keim. Allavega, ætla ekkert að segja mikið frá þessu, þið bara kíkið á þetta
Exam (2009)
http://www.imdb.com/title/tt1258197/
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:25
af Gúrú
Í hlutfalli við budget var þetta eflaust stórfín mynd en mér fannst hún ekki það góð.
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:36
af AntiTrust
Horfði á þessa mynd fyrir nokkru, ágætis ræma en ekkert í líkingu við The Man from Earth (IMO).
Horfði svo á "The Fourth Kind" í kvöld - Kom verulega á óvart, mjög spennuþrungin, mæli hiklaust með henni.
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:39
af J1nX
fourth kind fannst mér líka mjög góð
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:40
af Kristján
Cool ætla að ná mér í þessa
The killing room
Svipuð mynd 4 sett í herbergi og svo einhverjar spurningar settar fyrir þau
Gerist bara inni þessu herbergi og er frekar góð að mer fannst
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 02:50
af appel
AntiTrust skrifaði:Horfði á þessa mynd fyrir nokkru, ágætis ræma en ekkert í líkingu við The Man from Earth (IMO).
Horfði svo á "The Fourth Kind" í kvöld - Kom verulega á óvart, mjög spennuþrungin, mæli hiklaust með henni.
Tja, lík að því leyti að þetta eru mjög ódýrar myndir í framleiðslu. Bara eitt herbergi, einn kofi, og dialoggar milli leikaranna.
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 03:08
af AntiTrust
appel skrifaði:Tja, lík að því leyti að þetta eru mjög ódýrar myndir í framleiðslu. Bara eitt herbergi, einn kofi, og dialoggar milli leikaranna.
Já, ég átti nú bara við að The Man from Earth þætti mér alveg með yfirburðum betri mynd
En það er auðvitað bara smekksatriði.
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 07:05
af worghal
the man from earth er mín uppáhalds mynd
hlakka smá til að kíkja á Exam
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 23:35
af stebbi23
Mæli með Saints and Soldiers
http://www.imdb.com/title/tt0373283/Kostaði undir 1 milljón $ og þeir fengu t.d. fullt af ekta dóti frá WW2 lánað við gerð hennar...
er svo að koma önnur Saints and Soldiers: Airborne Creed í ágúst...
http://www.youtube.com/watch?v=LV7wza7aJ1E
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 23:36
af GuðjónR
Set Exam á dagskrá hjá mér...
Annars þá horfði ég á Lockout.UNRATED.1080p í gær.
Ágætis mynd, engin óskar þar á ferð en ágæt afþreying
Svo var ST2 að auglýsa nýja sériu sem þeir ætla byrja á í haust og sýndu trailer.
The Newsroom en þeir fá 8.8 í einkun og það eru komnir tveir þættir á torrxxxhóst leiguna.
Re: Exam (kvikmynd)
Sent: Mán 02. Júl 2012 23:40
af AntiTrust
Mæli líka með Das Experiment/The Experiment. Önnur þýsk og Hollywood endurgerðin ensk vitanlega. Báðar góðar, get ekki gert upp á milli en vekur mann til umhugsunar um mannlegt eðli undir pressu.