Moquai skrifaði:OLED? Hver er munurinn á því og ordinary LED?
Léttara, þynnra, bjartara, orkunýting. aðalmunurinn er samt contrast ratio, á að skila svarta litnum MUUN betur. svo tæknilega þarf OLED ekki gler í sjónvarpið. svo er stærra view angle á OLED.
Re: OLED HD TVs
Sent: Mán 25. Jún 2012 18:51
af stebbi23
Komið OLED tæki frá LG og von á 55" tæki frá Samsung seinna á þessu ári.
Re: OLED HD TVs
Sent: Mán 25. Jún 2012 21:08
af hjalti8
Moquai skrifaði:OLED? Hver er munurinn á því og ordinary LED?
LED tækin sem þú ert að hugsa um eru í rauninni bara hefðbundin LCD tæki með LED baklýsingu. LED baklýsingin hefur nánast ekkert fram yfir hefðbundna baklýsingu og er eiginlega bara marketing trick.
OLED skjáir hafa hinsvegar enga baklýsingu því að pixlarnir eru ljósdíóður sem gefa frá sér nægilega birtu til að sýna mynd. Þegar oled skjár þarf að sýna svarta mynd þá slekkur hann bara á þeim díóðum sem ekki eiga að gefa frá sér birtu og þess vegna hafa oled skjáir fullkominn contrast(hægt að skoða þetta á símum með amoled skjái) og engin baklýsingar vandamál. Einnig eiga oled skjáir að hafa sjúkan response time sem gefur allt að 100.000 hz refresh rate.