Ronad skrifaði:Ég var nú að pæla að fara að fjárfesta mér í LED tæki 46 - 50 tommu búinn að vera að skoða þetta örlítið en veit ekki alveg muninn eins og á 300hz tæki og 600hz tæki o.s.f.v er einhver sjáanlegur munur og er eitthvað ákveðiið sem betra er að hafa í huga en annað við val á svona tæki?
svo ég svari nú spurningunni þinni um muninn á 300hz og 600hz...
Þetta er í rauninni endurnýjunartíðnin á myndinni í tækjunum. Ódýrustu tækin eru yfirleitt skráð með 50Hz og aðeins dýrari með 100Hz og það þýðir einfaldlega að 100Hz tækið sýnir 2 ramma fyrir hvern 1 sem 50hz tækið sýnir á sama tíma.
400Hz tæki sýnir þess vegna 8 sinnum fleirri ramma en 50Hz tæki á hverjum tíma.
Þetta er hinsvegar ekki alveg samanberanlegt milli Plasma og LCD. 600Hz í Plasma er mjög svipað og 100Hz í LCD og í rauninni byrjuðu Plasma framleiðendur ekki að flassa 600Hz tölunni fyrr en að LCD framleiðendur fóru að hækka sig jafnt og þett úr 50Hz.
Það er munur á t.d. 100Hz tæki og 400Hz tæki í hreyfingum, en þú sérð hann nánast bara ef tækin eru hlið við hlið í búð. Ert voða lítið að fara að taka eftir þessu þegar þú ert kominn heim og ert bara með eitt tæki.
Svo kalla framleiðendurnir þetta mismunandi nöfnum. T.d. samsung tala aldrei um Hz. Tækin hjá þeim eru 50 CMR, 100 CMR, 200 CMR, 400 CMR eða 800 CMR þar sem CMR stendur fyrir Clear Motion Rate.
Þeir tóku upp CMR fyrir um 2-3 árum og samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá aðilum frá Samsung þá vinna örgjörvinn, panelinn og myndvinnsluvélin mun betur saman í tækinu saman til að mynda það. Þeir segja einnig að CMR jafnist við Hz töluna fyrir ofan. 50 CMR = 100hz. 200 CMR = 400Hz.....
Annað sem þú þarft að pæla í er skerpan eða "Contrast" og er yfirleitt táknuð með tölum einn á móti einhverju... 1:1000
Því hærri sem seinni talan er því meiri á munurinn á milli svarta og hvíta litarins að vera.
Skerpan eða "Contrast" er mæld með að mæla muninn milli svarts og hvíts þegar venjuleg mynd er í gangi.
Hins vegar fyrir nokkrum árum byrjuðu framleiðendur að mæla muninn með bara svartan á skjánum og svo bara hvítann og fóru því allt í einu að fá miklu hærri tölur, þá er talað um "Dynamic Contrast" og er yfirleitt svona 5-10 sinnum hærri tala.
Stuttu eftir það fóru framleiðendur eins og Samsung að hætta sýna tölur á sínum tækjum og tala þá um "High-, Mega- eða Ultra Contrast".
Besta leiðin til að skoða skerpuna er að fara einfaldlega í búðir og fá að sjá tækin. Biddu um að fá að sjá tækin Calibrate'uð eitthvað til að sjá svarta litinn sem best. Forstilltu stillingarnar sem koma með tækjunum og er yfirleitt verið að nota í búðunum eru yfirleitt crap. Myndin mun ekki looka eins Vivid við þetta en mundu að bjartast og skýrast er ekki alltaf réttast. Þú vilt hafa litina eins raunverulega og hægt er en ekki ultra bjarta.
Í dag færðu yfirleitt bestu skerpuna í tækjum frá Samsung, Panasonic og Sharp Elite tækjunum.
Pioneer Kuru tækin eru enn í dag þau tæki sem hafa náð svartasta svarta litnum en þau eru ekki lengur í framleiðslu.
ég er örugglega að gleyma einhverju...