Þarf að endurnýja sjónvarpsflakkarann minn ráðleggingar?
Sent: Mán 28. Maí 2012 09:51
Gamli Tvix HD-4100SH flakkarinn minn virðist vera búinn að gefa upp öndina. Þegar ég kveiki á honum kemur í fyrsta lagi engin mynd á front panelið á honum. Þar að auki kemur engin mynd á skjáinn þannig að ég dæmi hann dauðann nema einhver hafi lent í svipuðu og reist hann upp frá dauðum. Þá kemur að minni megin spurningu, hvað eru bestu kaupin í dag? *Hafa ber í huga að ég streamaði mest megnis efni í gegnum tölvuna á tvixinum, ég vil hafa möguleikann á að hafa einhverja internet fítusa þó ekki væri meira en að streama tónlist. Diskur í flakkaranum eða ekki skiptir engu höfuðmáli. Performance góð hd mynd gott valmynda kerfi og virkt support frá framleiðanda og ekki skemmir fyrir ef hann getur tekið upp en það er langt niðri á forgangs listanum allar tillögur og ráðleggingar væru mjög vel þegnar.