Síða 1 af 1

Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Mán 30. Apr 2012 00:48
af gormur2
þar sem ég er nýr hér og veit ekkert um kaup á sjónvarpstækjum ](*,) ætla ég að leita til ykkar, en ég er að leita að sjónvarpi sem ég get notað við Blu-ray og tölvuleikja spilun. ætlaði alltaf að kaupa plasma tækið [S30] en varð efins því menn sögðu að led tækin væru almennt betri.
Sjálfur er ég ekki viss og spyr ykkur vaktarana hér hvort sé betra og ef önnur tæki á 150 -180 budgeti séu betri en þessi:
Plasma
http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42S30Y eða http://sjonvorp.is/vara/42-Tommu-Panaso ... a-Sjonvarp
Led
http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=40PFL5606H

Re: Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Mán 30. Apr 2012 03:50
af spankmaster
gæti hjálpað þér að lesa þennan þráð

spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=47&t=47266

Re: Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Mán 07. Maí 2012 20:09
af Mr. President
Ef einhver segir þér að 'LED tæki' sé betra en plasma þá getur þú útilokað að sá aðili viti nokkuð um hvað hann sé að tala. Valið stendur á milli LCD og plasma, en LED vísar einungis í tegund baklýsingar á bak við LCD filmuna og segir annars lítið til um myndgæðin úr tækinu. Ennfremur eru til mismunandi tegundir LED ('edge-lit' LED, 'local dimming' LED, auk flúorljósa) og af þeim tækjum sem þú nefnir er LCD tækið 'edge-lit' sem og er versta tegundin. Plasma tæknin er ekki gallalaus heldur (sérstaklega ef þú situr mjög nálægt tækinu) en ég myndi segja að hún hafi töluvert fleiri kosti þegar kemur að myndgæðum.

Sjálfur er ég alla vega mun hrifnari af plasma en LCD og get vel vottað fyrir þessi Panasonic tæki. Mitt G20 hefur staðið sig eins og hetja við Playstation vélina mína. En ef þú ætlar að taka LCD (sem hafa vissulega sína kosti líka) þá myndi ég samt hafa í huga að 'LED tæki' er rugl hugtak.

Re: Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Þri 08. Maí 2012 23:48
af littli-Jake
Mr. President skrifaði:Ef einhver segir þér að 'LED tæki' sé betra en plasma þá getur þú útilokað að sá aðili viti nokkuð um hvað hann sé að tala. Valið stendur á milli LCD og plasma, en LED vísar einungis í tegund baklýsingar á bak við LCD filmuna og segir annars lítið til um myndgæðin úr tækinu. Ennfremur eru til mismunandi tegundir LED ('edge-lit' LED, 'local dimming' LED, auk flúorljósa) og af þeim tækjum sem þú nefnir er LCD tækið 'edge-lit' sem og er versta tegundin. Plasma tæknin er ekki gallalaus heldur (sérstaklega ef þú situr mjög nálægt tækinu) en ég myndi segja að hún hafi töluvert fleiri kosti þegar kemur að myndgæðum.

Sjálfur er ég alla vega mun hrifnari af plasma en LCD og get vel vottað fyrir þessi Panasonic tæki. Mitt G20 hefur staðið sig eins og hetja við Playstation vélina mína. En ef þú ætlar að taka LCD (sem hafa vissulega sína kosti líka) þá myndi ég samt hafa í huga að 'LED tæki' er rugl hugtak.



:popp

Re: Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Sun 13. Maí 2012 03:55
af Frikki11
http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G30Y
endaði með því að taka þetta tæki, gæti ekki verið sáttari

fór einmitt yfir þennan þráð http://www.spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=47&t=47266 og ákvað út frá honum að velja plasma tæki frekar en lcd/led
takk :happy

Re: Sjónvarpskaup plasma vs led

Sent: Sun 13. Maí 2012 15:41
af svanur08
Frikki11 skrifaði:http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G30Y
endaði með því að taka þetta tæki, gæti ekki verið sáttari

fór einmitt yfir þennan þráð http://www.spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=47&t=47266 og ákvað út frá honum að velja plasma tæki frekar en lcd/led
takk :happy


Til hamingju með nýja tækið ;)