Síða 1 af 1
Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 17:33
af karvel
Er nögulleiki fyrir mig að taka upp efni í gegnum Amino myndlykil inn á videotæki? Þarf ekki fyrst að breyta stafrænni útsendingu yfir í hliðræna þannig að það virki? Vonandi hafa einhverjir vaktarar reynslu af svona æfingum og geta verið svo elskulegir að miðla til mín
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 17:36
af Blackened
það er s-video tengi á lyklinum.. getur pottþétt bara fengið þér svideo í scart snúru og plöggað í vídjóið og tekið upp
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 18:08
af hagur
Mæli frekar með því að þú notir mini-din yfir í SCART snúruna sem á að fylgja myndlyklinum (ef ekki, þá geturðu farið í vodafone og fengið hana).
Með þeirri snúru færðu plain old composite+L/R audio merki í gegnum SCART tengi eins og *ÖLL* vídeotæki taka við.
Myndi ekki blanda S-Video í þetta, nema VCR-ið þitt hafi S-Video inngang
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 18:13
af Blackened
hagur skrifaði:Mæli frekar með því að þú notir mini-din yfir í SCART snúruna sem á að fylgja myndlyklinum (ef ekki, þá geturðu farið í vodafone og fengið hana).
Með þeirri snúru færðu plain old composite+L/R audio merki í gegnum SCART tengi eins og *ÖLL* vídeotæki taka við.
Myndi ekki blanda S-Video í þetta, nema VCR-ið þitt hafi S-Video inngang
Öhm.. já.. ég var víst að tala um Mini-din tengið.. ótrúlegt að ég hafi aldrei rekið mig á það.. þarsem að ég vinn við að setja þetta dót upp
Aldrei talað um annað en svideo í scart í vinnunni.. jæja.. maður lifir og lærir
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 21:07
af karvel
Notaði snúruna sem ég fékk frá Vodafone þ.e. Mini-din í Skart. Næ að taka upp en afspilunin er í svart/hvítu
Er líka með Skartsnúru tengda úr AV1 úr VCR í sjónvarpið. Getur verið eitthvað "conflict" í gangi
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 21:24
af gutti
þarft sennilega að stilla í myndlyklinum til fá lit eða á vídeotæki langt síðan mar hefur nota vídeotæki
hvering vídeotæki ert með bara forvitni
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 21:34
af karvel
JVC HR-S7500
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Fös 20. Apr 2012 23:58
af beatmaster
1. Tengdu loftnetsnúru úr tengi merkt nr. 2 á myndinni í RF-in á VHS tækinu (þú þarft að nota F-Tengi á myndlykils-endann en ekki venjulegt RF tengi á Coax kapalinn)
2. Stilltu inn Amino 140 rásina á vídeotækið
3. notaðu þá rás til að taka upp
4.?????
5. Profit
Re: Upptaka á videotæki af Amino 140 mýndlykli?
Sent: Lau 21. Apr 2012 10:42
af hagur
Þetta á að virka fínt með Amino SCART snúrunni, litaleysið er líklega af því að hann er stilltur á að senda út Y/C merki (S-Video), sem skilar sér ávalt út svarthvítt í gegnum SCART nema móttökubúnaðurinn "kunni" að taka á móti S-video merki í gegnum SCART tengið, sem er frekar sjaldgæft.
Þú þarft líklega bara að fara í valmyndina og stillingar og velja Composite A/V útgang (Ekki Y/C eða S-video).