Síða 1 af 1

Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 18:47
af TruZZer
Sælir, keypti mér sjónvarp hjá þeim og lendi strax í vandræðum að tengja það við PC vélina kom bara No signal á HDMI tenginu og HDMI/DVI er með Gigabite 7750 kort. Fer daginn eftir og nefni þetta við sama sölumanninn en fæ bara tölvan þín er biluð attitude....Spurði hann hvort 7 daga DOA gilti um þetta eins og símana þá kom bara ha? Engin málamiðlun eða hugmyndir að lausn, spurði hann um HDMI handshake vandamál sem er þekkt samkvæmt Google en þá kom bara ha? veit ekki. Hélt að svona topp sjónvörpum(40") ætti að fylgja topp þjónusta. Er bæ the vey mjög ánægður með gripinn en veit ekki hvort að ég nenni að eltast við þetta nota bara VGA tengið í PC.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 18:55
af worghal
þetta á að virka plug and play.
farðu inn í catalyst og gáðu hvort að sjóvarpið komi upp sem skjár.
einnig geturu prufað að nota DVI - HDMI. ég var að nota þannig um daginn og það var bara plug and play.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 19:00
af TruZZer
Tölvan finnur sjónvarpið en kemur bara No signal á því, búinn að reyna allar stillingar, gamla drivera fyrir kortið og alles.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 19:18
af DJOli
Farðu aftur til þeirra og heimtaðu vöru sem inniheldur ekki sömu galla og fyrri vara.
Ef þeir neyta þá er lítið mál að kvarta í neytendasamtökin.

Öll fyrirtæki á Íslandi sem selja raftæki eru bundin tveggja ára raftækjaábyrgðar.
Þetta er framleiðslugalli sem ég myndi telja innan raftækjaábyrgðarinnar, therefore: frítt replacement.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 19:21
af hagur
Búinn að prófa annað hdmi tengi á sjónvarpinu?

HDMI getur því miður verið ansi quirky og oft ekki við einn ákveðinn búnað í keðjunni heldur er þetta oftast samspil tækja sem klikkar.

Búinn að prófa annan kapal? Búinn að prófa að slökkva/kveikja á tölvunni með TV í gangi og öfugt?

Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu því oftar en ekki er glatað að finna út hvað nákvæmlega veldur.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 19:31
af worghal
hefuru aðra tölvu til að prófa þetta með ?

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 19:54
af jodazz
Þetta er einfaldlega ekki þjónusta, þetta er einnota sölumennska. Þeir fara fljótt á hausinn ef þetta er raunin.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:00
af hagur
Jodazz og djoli, rólegir ... Er búið að staðfesta að þetta sé bilun í tækinu sjálfu?

Á meðen svo er ekki þá er ekki margt sem Samsungsetrið getur gert.

OP: ertu búinn að prófa að tengja eitthvað annað við tækið í sama HDMI tengið? Ef það er klárt að tengið virki alls ekki þá er þetta auðvitað allt annað mál.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:04
af lukkuláki
:popp

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:08
af TruZZer
hagur skrifaði:Búinn að prófa annað hdmi tengi á sjónvarpinu?

HDMI getur því miður verið ansi quirky og oft ekki við einn ákveðinn búnað í keðjunni heldur er þetta oftast samspil tækja sem klikkar.

Búinn að prófa annan kapal? Búinn að prófa að slökkva/kveikja á tölvunni með TV í gangi og öfugt?

Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu því oftar en ekki er glatað að finna út hvað nákvæmlega veldur.


Búinn að prufa. Eina HDMI tækið sem sjónvarpið sýnir er Amilo afruglari.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:09
af AncientGod
Ætti fyrirtækið ekki byðja um að fá sjónvarpið í skoðun ? finnst smá leiðinlegt að sölumaður hoppa strax á þá niðurstöðu að þetta sé tölvan.

en eins og allir segja ertu búin að prófa tengja eithvað annað í HDMI tengið í sjónvarpinu ? hvað með tölvunna ? gæti verið að skjákortið sé með bilað tengi.

:popp

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:18
af TruZZer
AncientGod skrifaði:Ætti fyrirtækið ekki byðja um að fá sjónvarpið í skoðun ? finnst smá leiðinlegt að sölumaður hoppa strax á þá niðurstöðu að þetta sé tölvan.

en eins og allir segja ertu búin að prófa tengja eithvað annað í HDMI tengið í sjónvarpinu ? hvað með tölvunna ? gæti verið að skjákortið sé með bilað tengi.

:popp


Þegar ég fékk þetta attitude þá fór ég bara. Sölumaðurinn var helv. fínn daginn áður og seldi mér sjónvarp á 20.000 kr afslætti. 179,990. Sem starfsmaður þjónustfyrirtækis reyni ég allt til að bæði gera við tækin sem ég fæ og útskýra fyrir viðskiptavininum hvað er að og hvað hann gæti gert, það er góð þjónusta, þetta er það ekki.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:22
af lukkuláki
TruZZer skrifaði:
hagur skrifaði:Búinn að prófa annað hdmi tengi á sjónvarpinu?

HDMI getur því miður verið ansi quirky og oft ekki við einn ákveðinn búnað í keðjunni heldur er þetta oftast samspil tækja sem klikkar.

Búinn að prófa annan kapal? Búinn að prófa að slökkva/kveikja á tölvunni með TV í gangi og öfugt?

Það er hundleiðinlegt að lenda í þessu því oftar en ekki er glatað að finna út hvað nákvæmlega veldur.


Búinn að prufa. Eina HDMI tækið sem sjónvarpið sýnir er Amilo afruglari.



:-k Sannar það ekki bara að HDMI tengið á tækinu ER í lagi en þú ert það ekki ?
:popp :popp

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:30
af TruZZer
Ha ha minni baukur meiri maður. Þetta snýst um þjónustu ekki hvort við erum í lagi. Sleppa næsta bjór Láki.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 20:50
af lukkuláki
TruZZer skrifaði:Ha ha minni baukur meiri maður. Þetta snýst um þjónustu ekki hvort við erum í lagi. Sleppa næsta bjór Láki.


Ha ha ha
Mér sýnist þetta bara snúast um einhverja fýlu í þér vegna þess að þeir komu ekki með þér heim að kenna þér að tengja þetta rétt og stilla.
Það er þjónusta sem þú ættir að geta fengið einhvernstaðar en hún er ekki ókeypis.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 21:01
af TruZZer
Þó mig langi ekki að svara þessu, stilla plug and play? Farðu að sofa bjáni.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 21:36
af Hargo
Ef að sjónvarpið sér myndlykil sem er tengdur með HDMI, þá ættirðu að prófa að tengja tölvuna við sama HDMI tengi og myndlykillinn var tengdur í á sjónvarpinu og með sama kapli. Ef ekkert gerist þá myndi maður halda að það væri líklegra að vandamálið væri bundið við tölvuna þína en ekki sjónvarpið.

Hefurðu tök á að prófa aðra tölvu við sjónvarpstækið, eins og t.d. fartölvu með HDMI tengi?

Þú getur líka örugglega skutlað tækinu til þeirra og þeir prófað þetta fyrir þig til að ganga úr skugga um að allt virki eðlilega á sjónvarpinu.

Ég lenti einu sinni í því að HDMI tengið á minni fartölvu hætti allt í einu að virka. Fékk annað hvort bara svartan skjá þegar ég tengdi hana við sjónvarpið eða eitthvað litarugl. Ég byrjaði á að uppfæra skjákortsdriverinn án árangurs. Ég uppfærði BIOS-inn og eftir það virkaði allt eðlilega aftur.

Re: Samsungsetrið,þjónusta

Sent: Fim 12. Apr 2012 21:38
af GuðjónR
Truzzer bannaður fyrir að vera með double account og dónaskap!

Þræði læst!