Síða 1 af 5

Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 18:15
af appel
Er að horfa á hann, kominn svona 20 mín inn og þurfti að pása af spenningi og fá mér smá te :)

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 18:38
af AciD_RaiN
Eru þetta eitthvað spennandi þættir? Var að sækja fyrstu seríu í gær en hef ekki komist í að horfa á þetta :P

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 18:57
af appel
AciD_RaiN skrifaði:Eru þetta eitthvað spennandi þættir? Var að sækja fyrstu seríu í gær en hef ekki komist í að horfa á þetta :P


wtf....?? get outta here!!! :D


Ok, búinn að horfa á fyrsta þáttinn... holy brutality sem þessir þættir sýna... nú munu einhver samtök segja eitthvað :wtf

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 19:17
af AciD_RaiN
appel skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Eru þetta eitthvað spennandi þættir? Var að sækja fyrstu seríu í gær en hef ekki komist í að horfa á þetta :P


wtf....?? get outta here!!! :D


Ok, búinn að horfa á fyrsta þáttinn... holy brutality sem þessir þættir sýna... nú munu einhver samtök segja eitthvað :wtf

Ok ég skal byrja að horfa á þetta áður en þú hendir mér út :crying

Kíki á þetta í kvöld. Sá bara einhverja umræðu hér á vaktinni minnir mig þannig ég ákvað að kíkja amk á þetta :P

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 19:18
af worghal
pff, my little pony er betra :D

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 19:24
af GuðjónR
Yeahhh....
Fyrri serían var snilld :)
Það verður spennandi að horfa á framhaldið í kvöld.

Svo var að koma framhald á "The Killing" ... byggt á dönsku þáttunum Forbrydelsen
Algjör snilldarsería.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mán 02. Apr 2012 20:23
af razrosk
1. sería.. snilld... þáttur 1 í 2. seríu.. lofar góðu..

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 01:02
af GrimurD
Haha svo gaman að hafa lesið bækurnar og vita hvað á eftir að gerast ;) En uppröðunin eftir því hvaða bækur mér finnst bestar er svona Bók 3 > Bók 2 > Bók 1 > Bók 4 (ekki buinn með bók5 ennþá). Vona innilega að Season 2 og 3 nái koma efninu vel til skila því bækur 2 og 3 eru það góðar að mér fannst bók 1 vera prolouge fyrir þær þegar ég var búinn að lesa þær. Hef ekki upplifað neina aðra sögu í neinum miðli sem hefur fengið mig til að tárast einn kafla og svo öskra af gleði í þeim næsta, ég get bara ekki lýst því hversu góðar mér finnst þessar bækur vera.

Vildi samt óska þess að það væru fleiri en 10 þættir per season, að hafa 12 eða 14 þætti myndi breyta helling. Finnst plottinu vera rushað aðeins of mikið. Það sem ég sakna samt mest úr bókunum er að maður veit ekki hvað karakterarnir eru að hugsa og það breytir rosalega miklu. Fólk getur t.d. ekkert áttað sig jafn vel á því hversu óendanlega pro gaur Tyrion er. En hefði verið nánast impossible að gera það nema hafa narration og ég held að það hefði ekki komið vel út.

En verið ready því það sem gerðist í season eitt var bara smámál miðað við það sem gerist seinna í season 2!

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 14:42
af dori
GrimurD skrifaði:Haha svo gaman að hafa lesið bækurnar og vita hvað á eftir að gerast ;) En uppröðunin eftir því hvaða bækur mér finnst bestar er svona Bók 3 > Bók 2 > Bók 1 > Bók 4 (ekki buinn með bók5 ennþá). Vona innilega að Season 2 og 3 nái koma efninu vel til skila því bækur 2 og 3 eru það góðar að mér fannst bók 1 vera prolouge fyrir þær þegar ég var búinn að lesa þær. Hef ekki upplifað neina aðra sögu í neinum miðli sem hefur fengið mig til að tárast einn kafla og svo öskra af gleði í þeim næsta, ég get bara ekki lýst því hversu góðar mér finnst þessar bækur vera.
Meh... Þetta eru engar fagurbókmenntir. Svolítið eins og sápuópera í medieval fantasy umhverfi. Ég er búinn með allar 5 bækurnar sem eru komnar út og stór hluti af ástæðunni fyrir því að ég entist svo lengi er af því að ég vil vita hvernig þetta endar. En núna er ég nokkuð viss um að verða fyrir vonbrigðum með það.

Það er ekki saga ef þú endar hana aldrei. Þetta átti upprunalega að vera trílógía en svo er höfundurinn búin að teygja þetta yfir í 5 og núna 7 planaðar bækur (7. á að vera lokabókin en hann er búinn að gefa upp að hann hugsanlega standi ekki við það). Annað vandamál við söguna er hvað hún er rosalega dreifð og það skín í gegn í þáttunum. Það er alveg skemmtilegt að hafa fleiri en einn sögumenn en það sem hann bíður upp á er eiginlega allt of mikið. Nokkuð sem skín í gegn í þáttunum en þeir gerast rosalega hægt því að það voru t.d. alveg 5-7 mismunandi "sögusvið" í 201, sum heimsótt oftar en einu sinni.

En þættirnir eru góðir, þeir vinna allavega vel úr því sem þeir hafa og eru rosalega flottir.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 14:56
af GrimurD
dori skrifaði:
GrimurD skrifaði:Haha svo gaman að hafa lesið bækurnar og vita hvað á eftir að gerast ;) En uppröðunin eftir því hvaða bækur mér finnst bestar er svona Bók 3 > Bók 2 > Bók 1 > Bók 4 (ekki buinn með bók5 ennþá). Vona innilega að Season 2 og 3 nái koma efninu vel til skila því bækur 2 og 3 eru það góðar að mér fannst bók 1 vera prolouge fyrir þær þegar ég var búinn að lesa þær. Hef ekki upplifað neina aðra sögu í neinum miðli sem hefur fengið mig til að tárast einn kafla og svo öskra af gleði í þeim næsta, ég get bara ekki lýst því hversu góðar mér finnst þessar bækur vera.
Meh... Þetta eru engar fagurbókmenntir. Svolítið eins og sápuópera í medieval fantasy umhverfi. Ég er búinn með allar 5 bækurnar sem eru komnar út og stór hluti af ástæðunni fyrir því að ég entist svo lengi er af því að ég vil vita hvernig þetta endar. En núna er ég nokkuð viss um að verða fyrir vonbrigðum með það.

Það er ekki saga ef þú endar hana aldrei. Þetta átti upprunalega að vera trílógía en svo er höfundurinn búin að teygja þetta yfir í 5 og núna 7 planaðar bækur (7. á að vera lokabókin en hann er búinn að gefa upp að hann hugsanlega standi ekki við það). Annað vandamál við söguna er hvað hún er rosalega dreifð og það skín í gegn í þáttunum. Það er alveg skemmtilegt að hafa fleiri en einn sögumenn en það sem hann bíður upp á er eiginlega allt of mikið. Nokkuð sem skín í gegn í þáttunum en þeir gerast rosalega hægt því að það voru t.d. alveg 5-7 mismunandi "sögusvið" í 201, sum heimsótt oftar en einu sinni.

En þættirnir eru góðir, þeir vinna allavega vel úr því sem þeir hafa og eru rosalega flottir.

Sammála því að í nýrri bókunum eru allt of margir POV karakterar og það þynnt aðeins of mikið út. Einnig að hann var 4 ár að skrifa fyrstu 3 bækurnar og svo 10 ára að skrifa seinustu 2 sem er alltof langt, sérstaklega miðað við hvað karlinn er orðinn gamall. Maður er bara hræddur um það að hann gefi upp öndina áður en hann nær að klára þetta, amk ef hann heldur áfram að bæta við bókum.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:09
af dori
GrimurD skrifaði:Sammála því að í nýrri bókunum eru allt of margir POV karakterar og það þynnt aðeins of mikið út. Einnig að hann var 4 ár að skrifa fyrstu 3 bækurnar og svo 10 ára að skrifa seinustu 2 sem er alltof langt, sérstaklega miðað við hvað karlinn er orðinn gamall. Maður er bara hræddur um það að hann gefi upp öndina áður en hann nær að klára þetta, amk ef hann heldur áfram að bæta við bókum.
Hann áttaði sig líka á því. Stóð í formálanum að 4. eða 5. bókinni að núna ætlaði hann sko að hætta að bæta við sögumanna karakterum (nema einhverjir sem væri svona einn og einn kafli). En já, ég hef það líka semi á tilfinningunni að þetta verði útþynnt og flækt í vitleysu og svo klárist þetta aldrei. Eða ekki fyrr en það er of seint og fólk búið að missa áhuga.

Svona eins og 90% af drama sjónvarpsþáttaröðum.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:18
af Pandemic
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað morðin á börnunum gekk útá?

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:22
af dori
Pandemic skrifaði:Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað morðin á börnunum gekk útá?

Þetta voru bastarðar Robert Baratheons (kóngsins sem var drepinn af villisvíninu). Þau hefðu s.s. átt meira tilkall til krúnunnar en Joffrey og það er eitthvað sem Cersei vildi ekki.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:25
af Demon
dori skrifaði:Meh... Þetta eru engar fagurbókmenntir. Svolítið eins og sápuópera í medieval fantasy umhverfi. Ég er búinn með allar 5 bækurnar sem eru komnar út og stór hluti af ástæðunni fyrir því að ég entist svo lengi er af því að ég vil vita hvernig þetta endar. En núna er ég nokkuð viss um að verða fyrir vonbrigðum með það.


Fyrstu þrjár bækurnar eru amk frekar vel skrifaðar.
Myndi nú ekkert vera að taka af þeim þó svo að þetta haldi ekki dampi í bók 4-5.
Segi það samt með þér það er óþolandi þegar góð saga er teygð út í stað þess að enda hana almennilega.

Er bara búinn með fyrstu þrjár sjálfur annars.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:49
af Gerbill
Já er að lesa A Dance With Dragons núna og finnst vanta eitthvað í hana, þó það séu góðir kaflar inná milli.

Annars held ég að hún sé að byggja dáldið upp fyrir sjöttu bókina sem vonandi mun verða dáldið epísk :)

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 15:53
af Tiger
Varð nú bara fyrir vonbrigðum með fyrsta þáttinn í seríu 2..... :S Var svo spenntur eftir spenandi enda á fyrri seríu... kannski of miklar væntingar.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Þri 03. Apr 2012 16:07
af Gerbill
Tiger skrifaði:Varð nú bara fyrir vonbrigðum með fyrsta þáttinn í seríu 2..... :S Var svo spenntur eftir spenandi enda á fyrri seríu... kannski of miklar væntingar.


Málið er held ég það að það eru svo margar nýjar persónur að koma inn í einum þætti að þessi þáttur var eiginlega bara kynning á þeim.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mið 04. Apr 2012 01:33
af ViktorS
Vonandi verður þetta jafn gott og fyrsta sería, er bara nýbúinn að horfa á hana og var alveg hooked og kláraði hana á 2-3 dögum.

Er ég samt sá eini sem vildi sjá meira af Drogo?

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mið 04. Apr 2012 01:51
af halldorjonz
ViktorS skrifaði:Vonandi verður þetta jafn gott og fyrsta sería, er bara nýbúinn að horfa á hana og var alveg hooked og kláraði hana á 2-3 dögum.

Er ég samt sá eini sem vildi sjá meira af Drogo?



Já drogo var svakalegur, hefði viljað það

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mið 04. Apr 2012 01:54
af appel
ViktorS skrifaði:Vonandi verður þetta jafn gott og fyrsta sería, er bara nýbúinn að horfa á hana og var alveg hooked og kláraði hana á 2-3 dögum.

Er ég samt sá eini sem vildi sjá meira af Drogo?


Drogo var svalur, hans dauði var dálítil vonbrigði. Karakter Drogo var byggður upp og svo bara hann bara drepinn fyrir enga augsjáanlega ástæðu.
Ólíkt t.d. dauða Eddard Stark, en hans dauði skipti söguna svo miklu máli. Drogo bara gufaði upp og skilur ekkert eftir sig. Reyndar finnst mér öll þessi saga þarna hjá hestafólkinu ansi skrýtin og ótengd hinum atburðunum.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Mið 04. Apr 2012 02:09
af Halli13
appel skrifaði:
ViktorS skrifaði:Vonandi verður þetta jafn gott og fyrsta sería, er bara nýbúinn að horfa á hana og var alveg hooked og kláraði hana á 2-3 dögum.

Er ég samt sá eini sem vildi sjá meira af Drogo?


Drogo var svalur, hans dauði var dálítil vonbrigði. Karakter Drogo var byggður upp og svo bara hann bara drepinn fyrir enga augsjáanlega ástæðu.
Ólíkt t.d. dauða Eddard Stark, en hans dauði skipti söguna svo miklu máli. Drogo bara gufaði upp og skilur ekkert eftir sig. Reyndar finnst mér öll þessi saga þarna hjá hestafólkinu ansi skrýtin og ótengd hinum atburðunum.


Hún tengist hinu af því að þetta er forsaga Daenerys og núna ábyggilega í season 2 er hún að fara að ráðast inní Westeros, og þá byrjar allt að gerast, War of the Five Kings, White Walkers og Drekar. En í staðinn fyrir að standa saman eins og George R. R. Martin orðaði það, þá eru þeir að berjast um The Iron Throne án þess að átta sig á tveimur mun stærri ógnum, annarsvegar White Walker og svo drekarnir.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Fim 05. Apr 2012 20:51
af appel
Þáttur 2 er kominn á netið :dontpressthatbutton

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Fim 05. Apr 2012 20:58
af vesley
appel skrifaði:Þáttur 2 er kominn á netið :dontpressthatbutton



Hann bætti alveg töluvert upp 1 þátt að mínu mati. Maður var ekki alveg 100% á því hvað var á seyði eftir 1 þátt.

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Fim 05. Apr 2012 21:22
af Halli13
appel skrifaði:Þáttur 2 er kominn á netið :dontpressthatbutton


link?

Re: Game of Thrones, Season 2 premiere (expect spoilers)

Sent: Fim 05. Apr 2012 21:48
af Sucre
Halli13 skrifaði:
appel skrifaði:Þáttur 2 er kominn á netið :dontpressthatbutton


link?

veit ekki hvort þetta megi en http://deildu.net/details.php?id=46661