Síða 1 af 1

Dolby Digital vs Dolby TrueHD, DTS vs DTS HD MA

Sent: Mið 28. Mar 2012 19:51
af svanur08
Einhver sem hefur prufað muninn og getur sagt mér hvort sé munur á DVD version og blu-ray version á hljóðinu, ekki á blaði heldur sem maður heyrir.

Re: Dolby Digital vs Dolby TrueHD, DTS vs DTS HD MA

Sent: Mið 28. Mar 2012 20:36
af hagur
Já, það er munur. Hversu vel maður heyrir hann fer auðvitað eftir græjunum sem maður er með. Það er til lítils að vera með heimabíómagnara með Dolby TrueHD og Blu-Ray spilara ef maður er svo með einhverja algjöra dollu hátalara.

Re: Dolby Digital vs Dolby TrueHD, DTS vs DTS HD MA

Sent: Mið 28. Mar 2012 20:39
af svanur08
hagur skrifaði:Já, það er munur. Hversu vel maður heyrir hann fer auðvitað eftir græjunum sem maður er með. Það er til lítils að vera með heimabíómagnara með Dolby TrueHD og Blu-Ray spilara ef maður er svo með einhverja algjöra dollu hátalara.


Hvernig munur? Ef þú getur lýst því eitthvað nánar.

Re: Dolby Digital vs Dolby TrueHD, DTS vs DTS HD MA

Sent: Mið 28. Mar 2012 21:05
af AntiTrust
Ég er með nýlegan mid-range Pioneer magnara, DTS-HD MA og TrueHD hæfur og munurinn á DTS og HD-MA getur oft á tíðum verið svipaður og munurinn á DVD og Bluray. Þetta fer samt rosalega eftir því hversu góða heyrn þú ert með, hversu góðar græjur (hátalarar/magnari) og fer líka hreinlega eftir myndum/myndefni hversu vel þessi munur nær að njóta sín.

En svo eru bara alls ekki allir sem hafa eyra fyrir hljóðgæðum og eiga í erfiðleikum með að skynja á milli. Ég á líka Bluray myndir / rip sem eru með bæði DTS og DTS-HD MA rásum og blindandi á ég stundum erfitt með að skilja á milli, en svo eru myndir þar sem munurinn er augljós eftir að hafa hlustað á bæði. En svo er líka alveg gígantískur munur á DTS-MA og Dolby TrueHD, alveg eins og það er mikill munur á Dolby og DTS.

En að reyna að lýsa því e-ð nánar fyrir þér hver munurinn er, er eins og að reyna að lýsa muninum á mismunandi litum. Maður verður bara að fá að skynja þetta sjálfur til að átta sig á muninum.

Re: Dolby Digital vs Dolby TrueHD, DTS vs DTS HD MA

Sent: Mið 28. Mar 2012 23:26
af svanur08
AntiTrust skrifaði:Ég er með nýlegan mid-range Pioneer magnara, DTS-HD MA og TrueHD hæfur og munurinn á DTS og HD-MA getur oft á tíðum verið svipaður og munurinn á DVD og Bluray. Þetta fer samt rosalega eftir því hversu góða heyrn þú ert með, hversu góðar græjur (hátalarar/magnari) og fer líka hreinlega eftir myndum/myndefni hversu vel þessi munur nær að njóta sín.

En svo eru bara alls ekki allir sem hafa eyra fyrir hljóðgæðum og eiga í erfiðleikum með að skynja á milli. Ég á líka Bluray myndir / rip sem eru með bæði DTS og DTS-HD MA rásum og blindandi á ég stundum erfitt með að skilja á milli, en svo eru myndir þar sem munurinn er augljós eftir að hafa hlustað á bæði. En svo er líka alveg gígantískur munur á DTS-MA og Dolby TrueHD, alveg eins og það er mikill munur á Dolby og DTS.

En að reyna að lýsa því e-ð nánar fyrir þér hver munurinn er, er eins og að reyna að lýsa muninum á mismunandi litum. Maður verður bara að fá að skynja þetta sjálfur til að átta sig á muninum.


Ok takk fyrir þetta ;)