Síða 1 af 1

Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 12:47
af tlord
Sjónvarpsáskrift í dag byggir æ meira á þjónustu sem krefst móttökubúnaðar. Það sem drífur hana áfram eru möguleikar áskrifenda til að geta valið það
sjónvarpsefni sem þeir vilja sjá á þeim tíma sem hentar. Þeir vilja geta horft á sjónvarpsþætti á öðrum tíma en þegar þeir eru sendir
út. Það er þessi þörf sem Síminn er að uppfylla og til þess þarf áskrifandinn að hafa móttökutæki og gagnvirka sjónvarpstengingu,“ segir Tryggvi G. Guðmundsson hjá
Sjónvarpi Símans – heildsölu, þar sem hann svarar Ásbirni R. Jóhannessyni, forstöðumanni rafiðnaðarsviðs Samtaka iðnaðarins,
sem hann segir hafa gefið í skyn í síðasta tölublaði Fréttatímans að ekki þyrfti móttökutæki nema fyrir útsendingar gegnum
fjarskipt alagnir. Ásbjörn sagði það algengan misskilning að ekki væri hægt að taka á móti stafrænni sendingu gegnum loftnet auk þess sem
greint var frá umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Landssambands útvegsmanna til Alþingis þar sem hvatt
var til þess að hagkvæmasti kosturinn til móttöku hljóðvarps- og sjónvarps yrði ekki fyrir borð borinn.
Tryggvi mótmælir ýmsu því sem haft var eftir Ásbirni, meðal annars því að Síminn hafi lokað Breiðbandinu. „Síminn lokaði
ekki Breiðbandinu,“ segir hann, „heldur var það uppfært í gagnvirkt IP flutningskerfi. Það eina sem lokaðist var hliðræn útsending
RÚV. Öll önnur þjónusta var áfram í boði og mikið af nýrri þjónustu bættist við án aukakostnaðar.“ Þá andmælir Tryggvi því
að aukakostnaður vegna sendinga um símalagnir sé mannréttindabrot. „Það er sami kostnaður fyrir áskrifendur hvort þeir eru
með Breiðbandslykil eða IPTV myndlykil,“ segir Tryggvi og bætir því við að skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafi ekki bannað loftnet á húsum vegna Breiðbandsins. Þau hafi
bannað loftnet á þeim húsum sem tengdust kapalkerfi sem sveitarfélagið stóð sjálft að. Það bann hafi verið sett á 15 árum áður en
Síminn lagði sínar fyrstu Breiðbandslagnir.Tryggvi vísar einnig til þess sem sagði í fréttinni að betur sé staðið að málum hjá
365, sem hann segir hvorki reka né setja upp senda fyrir. „365 rekur sjónvarpsstöðvar sem dreift er á kerfum Símans og Vodafone. Vodafone rekur umtalað sendakerfi en
það streyma áskrifendur frá loftnetakerfum yfir í IP kerfin vegna þeirrar þjónustu sem gagnvirkt sjónvarp yfir fjarskiptalagnir býð-
ur upp á. Ástæðan er augljós því kostnaðurinn er sá sami en þjónustan mun meiri.“ „Það efast enginn um,“ bætir Tryggvi við,
„að hægt sé að taka við stafrænu sjónvarpsmerki með loftneti. En það er hins vegar erfiðara að veita gagnvirka þjónustu gegnum
loftnet þar sem fólk getur til dæmis pantað sjónvarpsefni utan útsendingartíma. Þess vegna eru loftnetin að fara halloka á þeim
svæðum sem fólk getur valið milli lotnets og fjarskiptalagna.“ Tryggvi segir enn fremur að sjófarendur geti ekki reitt sig á loftnet enda sé þar notuð
gervihnattadreifing. Ágæt lausn sé hins vegar að reka loftdreifingu á strjálbýlum svæðum en það stöðvi ekki þróunina í þéttbýli.


Þessi grein var í blaði (frettatiminn) í dag. er það rétt sem hann segir um kostnað. er hægt að horfa á rúv á IP án þess að borga nokkur þús auka fyrir net og leigu á móttakara?
móttaka með loftneti og tv með digital móttakara er ekki að kosta neitt mánaðargjald nema afnotagjald til rúv, ekki rétt?

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 12:57
af dori
Taktu eftir enginn aukakostnaður. Þá er gert ráð fyrir að þú sért með þjónustu hjá þeim fyrir.

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 13:06
af tlord
dori skrifaði:Taktu eftir enginn aukakostnaður. Þá er gert ráð fyrir að þú sért með þjónustu hjá þeim fyrir.


ok, en allavega þeir sem voru bara að horfa á rúv og misstu það þegar breiðbandinu var lokað þurfa að fá sér loftnet eða
borga símanum nokkur þús á mánuði, ?

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 14:16
af dori
Já. Þú getur samt ennþá horft á RÚV með venjulegri greiðu sem kostar klink. Það eru samt engin gæði í þeirri útsendingu. Þú getur líka tekið á móti DVB með örbylgjuloftneti. Það þarf samt tuner sem styður það (innbyggt í sum en ekki öll sjónvörp) og auðvitað ekkert alltaf auðvelt að koma upp slíku loftneti.

Fólk vill alltaf fá meiri gæði í sjónvarpið sitt og það vill líka ekki að það detti út þegar það kemur smá rigning. Það er svo alltaf spurning hvað er eðlilegt að sjálfsögð mannréttindi kosti. Kapall kostar líka alls staðar í kringum okkur er það ekki? Svo er reyndar önnur spurning hvort þessi gagnvirkni sé eitthvað sem fólk vill fá í sjónvarpið sitt. Ég trúi því eiginlega að svo sé ekki, en það má auðvitað reyna að troða því inn á fólk.

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 14:35
af tlord
hmm, það er nú ekki rosa gæðamunur miðað við að allt sé að virka og í góðu lagi, hvort það er analog, dvb eða ip,
ip er nú alveg að frjósa og detta út.

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 14:39
af dori
tlord skrifaði:hmm, það er nú ekki rosa gæðamunur miðað við að allt sé að virka og í góðu lagi, hvort það er analog, dvb eða ip,
ip er nú alveg að frjósa og detta út.

Má vera, ég nota ekki sjónvarp að neinu viti svo að það eina sem ég er með eru loftnet (venjulegt og örbylgju) og DVB er nóg fyrir mig. Mér finnst samt eins og það sé stundum vesen. S.s. í vissum veðuraðstæðum. Kannski er það rugl hjá mér. Enda nota ég það svo gott sem ekkert.

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 14:50
af Daz
Síðast þegar ég las mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna* þá kom ekkert þar fram um tryggðan aðgang að sjónvarpi eða hvað það ætti og mætti kosta.



*S.s. aldrei

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 15:06
af tlord
Daz skrifaði:Síðast þegar ég las mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna* þá kom ekkert þar fram um tryggðan aðgang að sjónvarpi eða hvað það ætti og mætti kosta.

rétt

en það eru etv borgararéttindi að meiga/geta notað loftnet til að horfa á public tv (ruv semsagt),

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 22:05
af appel
Þessi umræða minnir mig doldið á bændurnar sem vildu ekki rafmagnsstaurana.

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 22:22
af GuðjónR
appel skrifaði:Þessi umræða minnir mig doldið á bændurnar sem vildu ekki rafmagnsstaurana.


Burt með rafmagnsstaurana!
Gröfum línurnar í jörð :happy

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 22:32
af urban
dori skrifaði:Svo er reyndar önnur spurning hvort þessi gagnvirkni sé eitthvað sem fólk vill fá í sjónvarpið sitt. Ég trúi því eiginlega að svo sé ekki, en það má auðvitað reyna að troða því inn á fólk.


Afhverju í ósköpunum ætti fólk ekki að vilja gagnvirkni ?
bara plúsar við hana, ég sé enga mínusa í fljótheitum

Re: Síminn TV ??

Sent: Fös 23. Mar 2012 23:09
af appel
Hliðrænt sjónvarp (stafrænt eður ei) er að deyja út og verður varla til á Íslandi innan 10 ára. Þetta verður allt saman gagnvirkt IP sjónvarp. Nú þegar er meirihluti heimila í landinu með slíkt.

En til eru einhverjir gamlir kallar sem þykjast vita hvað fólk vill, og dreymir um gömlu nostalgíu-loftnetsárin þegar RÚV var bara send út og það þurfti ekki að pæla í einhverju flóknu einsog því sem fólk vill. Ég man eftir þessum árum, og pabba uppi á þaki í lífshættu við að reyna tweaka til loftnetið til að ná sæmilegri mynd. ](*,)

Það er mun einfaldara að bjóða upp á nýjar þjónustu í IP sjónvarpskerfum. Ég ætla ekkert að nefna það sem við erum að búa til í Sjónvarpi Símans og erum að íhuga að búa til, en það væri ómögulegt að bjóða upp á þannig þjónustur ef ekki væri fyrir gagnvirkt IP sjónvarp. Við erum nýbúnir að launcha nýrri kynslóð af myndlyklum sem eru mun öflugri og stöðugri. Eftir því sem tíminn líður verður þessi þjónustu jafn stabíl og hliðræna.

En það væri hægt að gera miklu meira ef það væri ekki fyrir fólk sem er fast í þessu "broadcast" módeli. Fólk í dag bara vill ekki sitja fyrir framan imbann 4-5 tíma á dag og láta mata sig með rusli. Fólk vill horfa á það efni sem það vill þegar það vill. Eftir sem árunum líður þá stækkar og stækkar þessi hópur. Það er doldið kynslóðarbil í dag, þ.e. fólk sem skilur ekki þessa gagnvirkni og vill bara rúv og svo fólk sem horfir ekki á broadcast og vill bara on-demand.

Þar að auki stefnum við frekar í átt að Over-The-Top heldur en aftur til hliðrænna tíma. OTT er módel þar sem allskonar fyrirtæki veita gagnvirka þjónustu yfir kerfi símafyrirtækjanna án aðkomu þeirra eða annarra stórra miðlægra aðila eða broadcastera. Í raun er Internetið, vefurinn, dæmigert svona OTT módel. Í framtíðinni verða e.t.v. fullt af vídjóleigum og sjálfstæðum sjónvarpsstöðvum sem eru bara á internetinu en fólk getur nálgast í sjónvarpinu, símanum og tölvunni. Kannski eftir 10-20 ár verður dreifikerfi RÚV bara að senda út á internetinu. Þannig að ef menn vilja bera saman kostnaðinn við þannig dreifikerfi og svo dreifikerfi þar sem þú þarft massíva senda um allt land og massívt dreifikerfi þá sjá þeir ljósið.

Re: Síminn TV ??

Sent: Mán 26. Mar 2012 11:57
af tlord
appel skrifaði:Hliðrænt sjónvarp (stafrænt eður ei) er að deyja út og verður varla til á Íslandi innan 10 ára. Þetta verður allt saman gagnvirkt IP sjónvarp. Nú þegar er meirihluti heimila í landinu með slíkt.

En til eru einhverjir gamlir kallar sem þykjast vita hvað fólk vill, og dreymir um gömlu nostalgíu-loftnetsárin þegar RÚV var bara send út og það þurfti ekki að pæla í einhverju flóknu einsog því sem fólk vill. Ég man eftir þessum árum, og pabba uppi á þaki í lífshættu við að reyna tweaka til loftnetið til að ná sæmilegri mynd. ](*,)

Það er mun einfaldara að bjóða upp á nýjar þjónustu í IP sjónvarpskerfum. Ég ætla ekkert að nefna það sem við erum að búa til í Sjónvarpi Símans og erum að íhuga að búa til, en það væri ómögulegt að bjóða upp á þannig þjónustur ef ekki væri fyrir gagnvirkt IP sjónvarp. Við erum nýbúnir að launcha nýrri kynslóð af myndlyklum sem eru mun öflugri og stöðugri. Eftir því sem tíminn líður verður þessi þjónustu jafn stabíl og hliðræna.

En það væri hægt að gera miklu meira ef það væri ekki fyrir fólk sem er fast í þessu "broadcast" módeli. Fólk í dag bara vill ekki sitja fyrir framan imbann 4-5 tíma á dag og láta mata sig með rusli. Fólk vill horfa á það efni sem það vill þegar það vill. Eftir sem árunum líður þá stækkar og stækkar þessi hópur. Það er doldið kynslóðarbil í dag, þ.e. fólk sem skilur ekki þessa gagnvirkni og vill bara rúv og svo fólk sem horfir ekki á broadcast og vill bara on-demand.

Þar að auki stefnum við frekar í átt að Over-The-Top heldur en aftur til hliðrænna tíma. OTT er módel þar sem allskonar fyrirtæki veita gagnvirka þjónustu yfir kerfi símafyrirtækjanna án aðkomu þeirra eða annarra stórra miðlægra aðila eða broadcastera. Í raun er Internetið, vefurinn, dæmigert svona OTT módel. Í framtíðinni verða e.t.v. fullt af vídjóleigum og sjálfstæðum sjónvarpsstöðvum sem eru bara á internetinu en fólk getur nálgast í sjónvarpinu, símanum og tölvunni. Kannski eftir 10-20 ár verður dreifikerfi RÚV bara að senda út á internetinu. Þannig að ef menn vilja bera saman kostnaðinn við þannig dreifikerfi og svo dreifikerfi þar sem þú þarft massíva senda um allt land og massívt dreifikerfi þá sjá þeir ljósið.


IP tv er alveg besta mál..og alveg frábær tækni. ánægður að heyra að Síminn sé að búa til flotta hluti.

þú segir að eitthvert fólk í 'broadcast modeli' komi í veg fyrir að ip tv nái að þróast, hvernig er það? eru þetta etv einhverjir gamlir símastarfsmenn :)

það eru bara ekki allir eins, sumir hafa bara takmarkaðan áhuga á sjónvarpi (jamm, 'fólk í dag' er ekki allt eins), á þetta fólk bara að hafa aðgang að ruv um ip sem kostar 5þ á mánuði að nota?

vonandi rætist þessi spá þín sem fyrst um OTT, það er pirrandi að þurfa að kaupa einhverja pakka með mörgum rásum hja siminn/voda, væri alveg til í að borga beint til discovery, hef heyrt að þeir fái einhverja tíkalla á mánuð per kúnna í heildsölu frá siminn/voda. Flestar af fréttarásunum eru meira að segja gjaldfríar.

Re: Síminn TV ??

Sent: Þri 27. Mar 2012 10:00
af appel
tlord skrifaði:IP tv er alveg besta mál..og alveg frábær tækni. ánægður að heyra að Síminn sé að búa til flotta hluti.

þú segir að eitthvert fólk í 'broadcast modeli' komi í veg fyrir að ip tv nái að þróast, hvernig er það? eru þetta etv einhverjir gamlir símastarfsmenn :)

það eru bara ekki allir eins, sumir hafa bara takmarkaðan áhuga á sjónvarpi (jamm, 'fólk í dag' er ekki allt eins), á þetta fólk bara að hafa aðgang að ruv um ip sem kostar 5þ á mánuði að nota?

vonandi rætist þessi spá þín sem fyrst um OTT, það er pirrandi að þurfa að kaupa einhverja pakka með mörgum rásum hja siminn/voda, væri alveg til í að borga beint til discovery, hef heyrt að þeir fái einhverja tíkalla á mánuð per kúnna í heildsölu frá siminn/voda. Flestar af fréttarásunum eru meira að segja gjaldfríar.

Gamlir símastarfsmenn eru bestu skinn :) En nei, ekki þeir. Síminn var ekki bara fyrstur á Íslandi með iptv, heldur með þeim fyrstu í heiminum, ekki bara það heldur var hann með mestu útbreiðslu iptv í heiminum í allnokkurn tíma. Allt byrjaði þetta þegar hann var enn í eigu ríkisins. Þannig að ef einhver er að koma í veg fyrir þróun tækninýjunga þá er það ekki Síminn :)

Þetta sem nú nefnir kallast "a la carte tv", basically þú borgar fyrir aðgang að stökum stöðvum. Ég er persónulega sammála þér, þetta vildi ég sjá. En það er margt í veginum fyrir þessu, en þó síst af öllu Síminn. Athugaðu að Síminn er bara dreifikerfið, en aðilar einsog Skjárinn og 365 eru efnisaðilar sem gera samninga við erlenda birgja um dreifingu á þessum stöðvum og þá þurfa þeir að bundla saman stöðvar, því ekkert annað er í boði vegna þess að aðilarnir í útlöndum selja þetta ekki öðruvísi.

Svolítið einsog að þurfa kaupa Cocoa-Puffs/Cheerios/Frosty-Flakes saman í kassa þó þú viljir bara Cheerios, bara útaf því framleiðandinn vill ekki selja þetta öðruvísi. Mjög lítið sem Bónus getur gert í því. Þetta er gert því annars selst ekki Cocoa-Puffs og Frosty-Flakes, þar sem Cheerios er langvinsælast.

Það er þetta módel sem mér finnst fáránlegt. Þetta er víða svona, í öllum efnisheiminum (content world). Þeir aðilar sem eiga efni selja það ekki öðruvísi en á ákveðinn hátt, sem samrýmist mjög svo þessu "broadcast" módeli. T.d. eru sjónvarpsþættir ekki sýndir í VOD nema eftir að þeir hafa verið sýndir í broadcast tv. Miðað við notkunina á Frelsinu í VOD þá held ég nú að flestir horfi á þættina þar. Þannig að hvort er þægilegra fyrir notandann er varla spursmál lengur.