Síða 1 af 4
Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 20:25
af Some0ne
Sælir,
Var að svissa til símans með netið frá vodafone og fékk bara non-hd lykil og það liggur við að ég sé að fá taugaáfall yfir því hvað myndgæðin eru skelfileg.
Er að horfa á Stöð2Sport2 á fótbolta og þetta er eins og að horfa á lélegt flash stream á netinu á köflum.
Er HD lykillinn eitthvað skárri eða er þetta bara útaf þessu spectacular compression sem Síminn er með?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 20:33
af hagur
Some0ne skrifaði:Sælir,
Var að svissa til símans með netið frá vodafone og fékk bara non-hd lykil og það liggur við að ég sé að fá taugaáfall yfir því hvað myndgæðin eru skelfileg.
Er að horfa á Stöð2Sport2 á fótbolta og þetta er eins og að horfa á lélegt flash stream á netinu á köflum.
Er HD lykillinn eitthvað skárri eða er þetta bara útaf þessu spectacular compression sem Síminn er með?
Já en þetta eru bestu mögulegu myndgæði, a.m.k segir auglýsingin það
Já, ég held að þetta sé vegna mikillar compression á straumnum. HD lykillinn er væntanlega ekkert betri, nema þú sért að horfa á HD útsendingu.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 20:34
af Some0ne
Vomit in my pants jesús, hann er 2mb hjá símanum og 4mb hjá Voda og þetta er því miður alveg blússandi munur á 52" sjónvarpi :/
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:42
af appel
Some0ne skrifaði:Vomit in my pants jesús, hann er 2mb hjá símanum og 4mb hjá Voda og þetta er því miður alveg blússandi munur á 52" sjónvarpi :/
Hvernig veistu að hann er 2mbit?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:44
af DJOli
Ég hef aldrei heyrt að hann sé 2.
Hinsvegar hef ég heyrt að hann sé 4.
Og það að þeir noti wmv og wma er ekki beint að hjálpa.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:46
af tdog
appel skrifaði:Some0ne skrifaði:Vomit in my pants jesús, hann er 2mb hjá símanum og 4mb hjá Voda og þetta er því miður alveg blússandi munur á 52" sjónvarpi :/
Hvernig veistu að hann er 2mbit?
Það er talað um að lína þurfi að vera amk. 2Mb til að ná Sjónvarpi Símans, og 4Mb til að ná HD útsendingum.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:50
af wicket
Ég hef alltaf heyrt að sjónvarpsstraumurinn þeirra taki 4mbit og HD um 8mbit, og þetta er mpeg2 held ég en ekki windows media eitthvað
Appel ætti samt að geta að svara því og mögulega sagt okkur frá þjöppun. Hann vinnur í þessu hjá Símanum síðast þegar ég vissi miðað við fyrri pósta hans hérna á Vaktinni.
Ég er mjög sáttur við myndgæðin mín, betri á IPTV Símans (er með HD lykil)en það sem ég hafði áður sem var bara fínt.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:52
af gutti
það er 4 mb hjá síman samband við tv er með 16 mb en hraðprófaði segir 12 mb
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:54
af appel
Læt ykkur vita á morgun hvaða nákvæmu tölur þetta eru, en 2mbit er ekki rétt held ég, því jú straumar einsog RÚV og svona eru í kringum 4mbit.
Hvað WMV/WMA varðar, þá ekki trúa öllu sem þið heyrið.
Það fara nýjir myndlyklar í umferð næsta mánudag, og mér finnst þeir vera betri í myndgæðum. Spurning um að prófa að skipta um myndlykil. Það getur líka verið að SCART tengið hjá þér sé að rýra myndgæðin verulega, það er ótrúlegt hvað SCART snúran getur tjónað myndina mikið.
En broadcastið er ekki alveg á mínum snærum þannig að ég get ekki svarað öllu með afgerandi fullyrðingum
En 2mbit? Nei. WMV/WMVA? Nei.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:57
af tdog
Jú þegar ég var í vettvangsþjónustu fyrir Símann, núna fyrir áramót. Þá var talað um 2Mb fyrir litlu lyklana og 4 fyrir þá stærri. En segðu okkur meira með þessa nýju lykla
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Þri 13. Mar 2012 23:59
af gutti
Er betra að bíða fara með afruglan það fá annað í staðinn vegna router er stríða mér á adsl tv
auk þess er að bíða eftir að síminn hringja í mig vegna Adsl tv sos
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 00:01
af appel
tdog skrifaði:Jú þegar ég var í vettvangsþjónustu fyrir Símann, núna fyrir áramót. Þá var talað um 2Mb fyrir litlu lyklana og 4 fyrir þá stærri. En segðu okkur meira með þessa nýju lykla
Litlu og stóru eru að nota alveg sömu strauma.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 00:13
af appel
gutti skrifaði:Er betra að bíða fara með afruglan það fá annað í staðinn vegna router er stríða mér á adsl tv
auk þess er að bíða eftir að síminn hringja í mig vegna Adsl tv sos
Veit ekkert hvernig það verður með að skipta. En ef þú ert með lítinn þá ættiru að geta skipt, þar sem við munum hætta með þá í umferð, en veit ekki hve hröð sú "útfösun" verður, kannski einhver ár! (Ég er ekki að segja að allir þeir sem eru með lítinn geti bara farið og skipt). Reyndar eru margir að bíða eftir myndlyklum, því þeir eru búnir hjá okkur. Þessir nýju verða rifnir út í næstu viku og klárast líklegast fljótt, en við fáum fleiri sendingar auðvitað. Einhver ósáttur með myndgæðin er sennilega ekki alveg í forgangi yfir þá sem hafa ekki fengið myndlykla enn þrátt fyrir 1-2 vikna bið.
Þessir nýju eru HD lyklar með HD viðmóti. Allt öðruvísi en þeir sem við höfum verið með hingað til, enda nýjustu kynslóðar. Höfum þurft að búa til nýtt kerfi frá grunni fyrir þá. Áreiðanlegri? Hraðari? Eigum eftir að fá feedback um það. En þeir sem hafa verið í "network" vandræðum með myndlykilinn sinn og skipt yfir í þennan nýja segja að vandamálin hverfi. En vissulega eru þeir betri myndlyklar, dual core og svona, en tekur alltaf tíma að "stabiliza" þá í þjónustu og "optimiza".
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 00:23
af Tiger
Some0ne skrifaði:Vomit in my pants jesús, hann er 2mb hjá símanum og 4mb hjá Voda og þetta er því miður alveg blússandi munur á 52" sjónvarpi :/
I know the feeling. Ég gafst upp eftir nokkra daga með mitt nýja 52" sjónvarp og fór í SKY HD og sé ekki eftir því. Held ég hafi horft á íslenskt sjónvarp síðast þegar áramótaskaupið var sýnt.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 00:43
af DJOli
Okei fair enough.
Myndstreymið er víst Mpeg-ps (program stream) eða Mpeg-ts (transport stream) með hljóði á mp2/mp3/ac-3/aac eða he-aac.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 10:06
af appel
Stöð 2 sport 2 er 4mbit mpeg2.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 21:31
af Some0ne
Straumurinn hjá Vodafone er 4MB allaveganna í dag, Ertu pottþéttur á að iptvið hjá Símanum sé ekki að keyra á 2mb? Fólk sem býr í fáránlegri fjarlægð frá símstöðvum og í sumarbústöðum og svona geta í nánast öllum tilvikum ekki verið með IPTV hjá Voda og sæmilegt net á meðan að ég veit til þess að Afi inn t.d er með ADSL og IPTV í sumarbústað sem er í fáránlegri vegalengd frá símstöð og mig minnir að hann hafi ekki verið að synca á 3mb og með 1mb í nethraða.
En annars getur SCARTið líka verið að gera frekar mikinn skaða, ótrúlega hrá mynd sem kemur úr þessu. Geturu ekki þá bara sansað svona myndlyil fyrir mig og ég skal vera fyrstur manna til að segja að þetta hafi bara verið myndlykillinn
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 21:45
af appel
Veit ekki hvernig dreifingin á þeim verður, enda kem ég ekki nálægt henni. Aðeins örfáir handvaldir starfsmenn Símans eru að fá lykla í dag. Myndi spyrjast fyrir um þetta í verslun í næstu viku eða þarnæstu. Nýju myndlyklarnir heita Airties og eru svartir. Mánaðargjaldið á eftir að verða hærra á þeim.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 22:21
af svensven
Ég fæ fín gæði á TV hjá mér, en ég þoli ekki myndlykilinn því að litli strákurinn rekst í kortið sem stendur út úr honum og allt fer í rugl
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 22:44
af appel
svensven skrifaði:Ég fæ fín gæði á TV hjá mér, en ég þoli ekki myndlykilinn því að litli strákurinn rekst í kortið sem stendur út úr honum og allt fer í rugl
Já, frekar þekkt vandamál sko
Nýju lyklarnir eru kortalausir. Þeir gömlu (stóru) verða kortalausir innan tíðar. Þannig að vandamálið ætti vonandi að hverfa.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 22:55
af gardar
appel skrifaði:svensven skrifaði:Ég fæ fín gæði á TV hjá mér, en ég þoli ekki myndlykilinn því að litli strákurinn rekst í kortið sem stendur út úr honum og allt fer í rugl
Já, frekar þekkt vandamál sko
Nýju lyklarnir eru kortalausir. Þeir gömlu (stóru) verða kortalausir innan tíðar. Þannig að vandamálið ætti vonandi að hverfa.
Hvaða lausn er komin í stað kortsins? Eitthvað sem maður getur nýtt sér til þess að fá streymið beint í tölvuna?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 23:01
af tdog
gardar skrifaði:Hvaða lausn er komin í stað kortsins? Eitthvað sem maður getur nýtt sér til þess að fá streymið beint í tölvuna?
Ábyggilega auðkenning sem byggist á símanúmerinu eða netfanginu sem sjónvarpið tengist í gegnum, notandinn þarf þá líklega ekki að gera neitt nema stinga í samband.
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 23:11
af fallen
appel skrifaði:Stöð 2 sport 2 er 4mbit mpeg2.
Veistu hvort það er á stefnuskránni að bömpa þessu upp í mpeg4 eða fjölga HD rásum?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Mið 14. Mar 2012 23:13
af gardar
tdog skrifaði:gardar skrifaði:Hvaða lausn er komin í stað kortsins? Eitthvað sem maður getur nýtt sér til þess að fá streymið beint í tölvuna?
Ábyggilega auðkenning sem byggist á símanúmerinu eða netfanginu sem sjónvarpið tengist í gegnum, notandinn þarf þá líklega ekki að gera neitt nema stinga í samband.
Ætli mac-addressu spoof væri þá nóg til að fá strauminn beint í tölvuna?
Re: Sjónvarp Símans myndgæði
Sent: Fim 15. Mar 2012 10:21
af kjarrig
Hvernig ætlar þú þá að horfa á rugluðu rásirnar? Hef gert þetta varðandi MAC-addressuna á Vodafone IPTV, en sé ekki rugluðu rásirnar.