jardel skrifaði:Hvernig virkar það með heimabío með usb valmöguleika
gæti ég þess vegna tengt 2tb utan á liggjandi flakkara við það og spilað myndir i gegnum það þannig?
USB á spilurum er yfirleitt ætlað sem afspilunarmöguleiki. Það þarf bara að skoða hvert og eitt tæki fyrir sig.
Þekki einn sem keypti sér Blu-ray spilara (þegar blu-ray var að byrja á markaðnum) sem var með USB tengimöguleika, en tengið var svo maður gæti uppfært spilarann, í flestum tilfellum í dag held ég að þetta sé bara afspilunarmöguleiki,
því flest allir spilarar í dag eru net-tengdir og ná í sínar uppfærslur þannig.