Síða 1 af 1

Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Sent: Lau 25. Feb 2012 13:07
af Sera
Veit einhver hvort það er til einhver magnari eða græja til að senda ADSL TV merkið í önnur sjónvörp á heimilinu ? Annað en að fá annan afruglara frá Símanum.
Annað hvort að senda TV signalið frá router inn á rafmagnið svipað og ég geri með netið í gegnum rafmagnstengla. Eða einhverja græju sem ég get notað til að send signalið inn á sjónvarpskerfið mitt, ég er með TV tengla í öllum herbergjum en signalið kemur bara frá Coax ekki frá digital og merkið er frekar slappt þó ég sé með magnara á endanum.
Vona að þetta skiljist, er ekki mikill sérfræðingur í Sjónvörpum :)

Vantar sem sagt ráð um hvernig ég tengi önnur sjónvörp á heimilinu inn á ADSL TV kerfið án annars afruglara.

Re: Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Sent: Lau 25. Feb 2012 13:11
af Oak
http://www.elnet.is/

Þeir geta hjálpað þér þarna.

Átt að geta fengið græju sem tekur scart merkið og breytt því yfir á coax í húsinu en þá geturðu náttúrulega ekki skipt um stöð nema á einum stað.

Re: Hvernig græju til að senda ADSL TV inn í önnur herbergi?

Sent: Lau 25. Feb 2012 14:18
af lukkuláki
Taktu TV-out coax á myndlyklinum þínum plöggaðu því í magnara og pluggaðu magnaranum í coax sem liggur í hin sjónvörpin.
Ég á efni (magnara ofl.) ef þú vilt kaupa ódýrara ég var með þetta í magnara og hann splittaði þessu í 4 sjónvörp á efri hæðinni en nýlega setti ég cat5 í þetta, annan afruglara og tók loftnetssnúruna burt.

Er með þennan magnara og tengin sem þarf í þetta.
http://www.eico.is/?item=161&v=item

Vona að ég sé ekki að misskilja þig.