Tengja afruglara við öll tæki í húsinu.
Sent: Mán 13. Feb 2012 19:32
af tanketom
Jæja nú er ég að reyna leysa smá hausverk hérna heima því að ég vill geta horft á sjónvarpið á fleirri stöðum í húsinu en ekki bara einu
með afruglaranum. Þetta er semsagt afruglari frá Vodafone.
Re: Tengja afruglara við öll tæki í húsinu.
Sent: Mán 13. Feb 2012 19:44
af einarhr
það er til þráðlaus búnaður sem sendir sjónvarpsmerkið en þá er bara hægt að horfa á sömu stöð á öllum sjónvörpum. Til að geta horft á mismunandi stöðvar á mismunandi sjónvörpum þarftu afruglara á hvert sjónvarp fyrir sig.
Hér er linkur á þráðlausa búnaðinn, hef ekki fundið síðu á ensku um þennan búnað og linka því á sænska NetOnNet
http://www.netonnet.se/art/tv-och-bild/tradlos-overforing/ljud-och-bild/deltaco-hdmi-wlssw/161571.3148/
Re: Tengja afruglara við öll tæki í húsinu.
Sent: Mán 13. Feb 2012 20:33
af beatmaster
Þú getur tengt venjulega loftnetsnúru í RF out tengið lengst til hægri (þarft reyndar að tengja með F-tengi en ekki loftnetstengi út úr Aminet ruglaranum) tengir svo það í hitt sjónvarpið og finnur viðeigandi analog UHF rás á sjónvarpinu
Ég er með þetta svona hjá mér, S-VHS í sjónvarpið í stofunni og RF í túbutæki inní svefnherbergi