Sælinú. Ég var að fjárfesta í Apple TV 2, en ég keypti það notað frá Bandaríkjunum. Málið er að fjarstýringin sem fylgdi er ekki þessi silfraða, heldur gamla hvíta fjarstýringin. Það þýðir að ég get ekki jailbreakað tækið, ég verð að hafa silfruðu fjarstýringuna
Því spyr ég, á einhver hér Apple TV...og er einhver svo fáránlega nettur að geta lánað mér fjarstýringuna í svona eins og einn dag, eða nokkra klukkutíma jafnvel? Get greitt eitthvað fyrir, og jafnvel lánað mína fjarstýringu á meðan svo þú getir notað tækið þitt án vandkvæða
Er í Reykjavík. Ég veit að þetta er frekar undarleg beiðni, en ég vona bara að það sé einhver þarna úti með hjartað á réttum stað
Á einhver Apple TV?
Re: Á einhver Apple TV?
Nú var fjarstýring með mínu, en er ekki hægt að programma aðra við og nota hana ?
Re: Á einhver Apple TV?
Ég vil þakka Tiger kærlega fyrir lánið! Hann reddaði mér fjarstýringunni eins og ekkert væri sjálfsagðara, ég fór heim og náði að jailbreaka tækið og setja inn XBMC. Augljóst að Vaktarar sjá um sína