Síða 1 af 1

Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 00:47
af tabergid
Sælir, ég var að fá mér sjónvarp og er að reyna að koma hljóði úr tölvunni yfir í sjónvarpið en það gengur ekkert hjá mér.

Ég er með Acer Aspire 5542-1462 tölvu, með ATI Raedeon HD 4200 skjákort. Fæ mynd í gegnum HDMI kapalinn en fæ þau
message upp að ég þurfi að nota annann kapal til að fá hljóðið yfir.
Skellti þá RCA snúru, þ.e. snúra sem er rauð og hvít öðru megin og með jack tengi hinum megin, smellti í headphones jackinn og í Audio aftan á sjónvarpinu,
en ekkert gerist.

Hvað er ég að gera vitlaust eða hvað þarf ég að gera meira til að fá hljóðið yfir?

Endilega ef þið hafið svör á reiðu dempið þeim á mig.

kv.
Óli Ingi

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 09:04
af einarhr
Þarft að stilla í sjónvarpinu að mynd sé send via HDMI og hljóð með audio inn en ekki HDMI. Skoðaðu leiðbeiningarnar sem þú fékkst með sjónvarpinu, ættir að sjá þar hvernig á að stilla þetta.

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 12:35
af lifeformes
þartftu ekki bara að stilla hljóðkortið í fartölvuni á rca, því þegar þú tengir hdmi í sjónvarpið þá stillir hljóðkortið sig sjálft á hljóð í gegnum hdmi, lenti í þessu um daginn "það sama og þú", hægri smellir á volume iconið og ferð í playback devices og stillir það þar.

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 12:53
af einarhr
lifeformes skrifaði:þartftu ekki bara að stilla hljóðkortið í fartölvuni á rca, því þegar þú tengir hdmi í sjónvarpið þá stillir hljóðkortið sig sjálft á hljóð í gegnum hdmi, lenti í þessu um daginn "það sama og þú", hægri smellir á volume iconið og ferð í playback devices og stillir það þar.


Þessi vél er líklega bara með mynd via hdmi og því þarf hann að gera eins og ég tók fram áður.
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 13:11
af axyne
Mér finnst nú skrítið að HDMI-ið á tölvuni hans flytji ekki hljóðið líka.

Ertu búinn að prufa að fara í Control Panele ->Sound -> hægri klikka á HDMI og velja "set as default device" ?

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Sun 29. Jan 2012 14:32
af tabergid
það er rétt að þetta er bara mynd via hdim. En ég finn ekkert í tv um að breyta þessum stillingum, aftur á móti er inn í sound þar sem playback devices eru þar er:

"ATI HDMi Output
ATI High Defenition Audio Device
Not plugged in"

Þýði það að ég þarf einhverja spes snúru.

En svo er þar fyrir neðan
"Realtek Digital Output
Realtek High Defenition Audio
Ready"

kv.

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Þri 31. Jan 2012 10:41
af tabergid
Nú er ég búinn að liggja svolítið yfir þessu og komst að því að það er SPDIF tengi...

Er það ekki rétt hjá mér að þá þarf ég að fá kapal sem er Mynd svona...

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Þri 31. Jan 2012 11:01
af Daz
tabergid skrifaði:það er rétt að þetta er bara mynd via hdim. En ég finn ekkert í tv um að breyta þessum stillingum, aftur á móti er inn í sound þar sem playback devices eru þar er:

"ATI HDMi Output
ATI High Defenition Audio Device
Not plugged in"

Þýði það að ég þarf einhverja spes snúru.

En svo er þar fyrir neðan
"Realtek Digital Output
Realtek High Defenition Audio
Ready"

kv.


Án þess að vera sérfræðingur, þá myndi ég halda að þetta gæfi til kynna að skjákortið þitt gæti sent hljóð í gegnum HDMI kapal. Getur þessi HDMI kapall sem þú ert að nota sent hljóð úr öðrum tækjum?

Re: Hljóð úr laptop í LG lcd

Sent: Þri 31. Jan 2012 11:03
af tabergid
jájá hann getur það en skjákortið er bara með stuðning video via HDMI