Síða 1 af 1
Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 18:47
af Spurning
Mig langar til að heyra í heimabíóinu þegar ég horfi á sjónvarpið. Hvernig er best að tengja þetta saman þannig að allt virki sem best?
Ég er með gamalt Thomson-sjónvarp (veit það sökkar en nýtt sjónvarp er ekki á budgeti fyrr en í haust). Það hefur nánast engar tengingar, þ.e. aðeins scart-tengi, loftnetstengi og 3 RCA-tengi (AV-tengi).
Ég er líka með DVD-spilara/upptökutæki (Philips DVDR 3460) og NAD T748 heimabíómagnara. Sjá myndir af tengimöguleikum þar hér fyrir neðan / í viðhengi.
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 18:51
af zedro
Tekur hljóðið úr afruglara og beint inna heimabíóið
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 18:55
af cartman
Eins og Zedro segir.
Eða getur líka gert þetta:
Það eru 2 video in og 2 audio in á þessu tæki.
Tengir afruglarann í audio1 og video1.
Tengir Dvd í audio2 og video2.
Tengir svo Monitor out (og ef þú vilt audio out) í sjónvarpið.
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 20:22
af tdog
Færð þér scart tengi með audio out möguleika.
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 20:57
af gutti
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Þri 17. Jan 2012 21:27
af beatmaster
Þú nærð að öllum líkindum ekki hljóði útúr sjónvarpinu hvorki með scart tenginu né RCA tengjunum, það eru að öllum líkindum bara inn tengi en ekki út
Hvernig sjónvarp er þetta, hvað ertu að horfa á í því og hvernig er það tengt?
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Mið 18. Jan 2012 00:34
af Spurning
Gæti trúað að það sé vandamálið, þ.e. að þetta séu bara inn-tengi í hljóði. Ég er ekki með týpunúmerið á tækinu núna þar sem ég er ekki heima við. Get eflaust grafið það upp þegar heim er komið. En tækið er orðið 9-10 ára og var keypt ódýrt í Elko á sínum tíma.
Ég nota það til að horfa á sjónvarp, DVD og efni af flakkara. Er ekki með afruglara en hef tengt það við DVD upptökutækið með scart-tenginu og loftneti í DVD og þaðan í sjónvarpið. Hef líka tengt flakkarann í RCA-tengin.
Re: Vandamál með að ná hljóði úr gömlu sjónvarpi í heimabíó
Sent: Mið 18. Jan 2012 02:58
af DJOli
Ekki stríða manninum drengir.
Ekki benda honum á eitthvað ofurprísað rusl
.
Ég meina Shiiiit 6þús kall fyrir 1m RCA kapal? shit, what you trippin on?
1.8m Rca á Almennilegu verði. :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 4d7481b4e03.5m Rca á again, Almennilegu verði. :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 4d7481b4e0