Síða 1 af 1

annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Þri 17. Jan 2012 15:44
af oskar9
Sælir vaktarar, er að spá mér í sjónvarpi sem planið er að nota við tölvuna í herberginu, ákvað að 42" væri hentug stærð.

Verður aðalega notað í Blu-ray myndagláp

Spila einhvern slatta af leikjum, EVE online, SWTOR og fleira í þeim dúr.

Vil ekki 3D

Budget: 150-180 þús sirka.

Hef séð að plasminn er talsvert betri en LCD þegar kemur að leikjaspilum og svörtum lit.

Það er einn lítill gluggi sem er fjarri staðsetningu sjónvarpsins svo það kemur ekki til að skína sól á sjónvarpið.

Er rosalega hrifinn af panasonic plösmunum og eru þeir með flott úrval í 40-42" á þessu verðbili sem ég er að spá.

http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42S30Y

Spá í hvort þetta sé ekki góður bang for the buck í plasmasjónvörpum, ekkert 3D aukadót sem hækkar verðið

Re: annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Þri 17. Jan 2012 16:12
af mundivalur
ég rakst á þessa síðu http://sjonvorp.is/ búinn að sjá kanski :droolboy

Re: annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Þri 17. Jan 2012 16:18
af oskar9
mundivalur skrifaði:ég rakst á þessa síðu http://sjonvorp.is/ búinn að sjá kanski :droolboy



var ekki búinn að sjá þessa síðu, takk kærlega :D

Re: annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Þri 17. Jan 2012 16:26
af gutti

Re: annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Þri 17. Jan 2012 16:35
af oskar9
jamm þetta er sjónvarpið sem ég linkaði á, virðist helvíti flott fyrir þennan 150 kall

Re: annar "hvaða sjónvarp" þráðurinn

Sent: Mið 25. Jan 2012 18:40
af oskar9
nú er ég búinn að kaupa þetta sjónvarp sem ég linkaði á og er allveg heeelsáttur, en önnur spuring, hvað á það að vera stillt á mörg HZ ?? þegar ég startaði því fyrst var það stilt á 1080p @ 50HZ, ég gat hækkað það uppí 60HZ í catalyst, er það það hæsta sem ég kemst eða ??