Síða 1 af 1
Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 01:16
af fallen
Vitiði hvað tollurinn og öll þessháttar gjöld eru á skjávarpatjöldum?
Hvað myndi tollurinn c.a. rukka mig ef ég myndi flytja inn t.d.
þetta tjald?
Ég tjekkaði eitthvað á
reiknivélinni á tollur.is og fann ekkert..
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 01:28
af chaplin
Ef þeir hjá tollinum vita ekki hvað þetta er máttu reikna með því að þetta verði flokkað sem sjónvarp, eða etv. bíll..
Ég myndi þó halda að þetta væri flokkað sem tölvuvara, án þess að hafa hugmynd um það.
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 01:55
af Marmarinn
fallen skrifaði:Vitiði hvað tollurinn og öll þessháttar gjöld eru á skjávarpatjöldum?
Hvað myndi tollurinn c.a. rukka mig ef ég myndi flytja inn t.d.
þetta tjald?
Ég tjekkaði eitthvað á
reiknivélinni á tollur.is og fann ekkert..
Reyndu að fá þetta flokkað sem kennslutæki?
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 11:53
af tlord
þeir vilja yfirleitt nota tollflokka sem hafa sem hæst gjöld.
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 19:36
af fallen
Það yrði náttúrulega til háborinnar skammar að flokka tjald sem sjónvarp, þurfa ekki að vera eitthver ákveðin tengi og þannig til að hægt sé að flokka sem sjónvarp?
Enginn með beina reynslu af þessu?
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 19:39
af einarhr
fallen skrifaði:Það yrði náttúrulega til háborinnar skammar að flokka tjald sem sjónvarp, þurfa ekki að vera eitthver ákveðin tengi og þannig til að hægt sé að flokka sem sjónvarp?
Enginn með beina reynslu af þessu?
sendu fyrirspurn á
fyrirspurn@tollur.is ættir að fá svör þar.
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 19:52
af playman
Flytur þetta inn bara sem tjald
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 22:23
af Viktor
fallen skrifaði:Það yrði náttúrulega til háborinnar skammar að flokka tjald sem sjónvarp, þurfa ekki að vera eitthver ákveðin tengi og þannig til að hægt sé að flokka sem sjónvarp?
Enginn með beina reynslu af þessu?
Það þarf að vera móttakari(analog/digital) til að það flokkist sem sjónvarp.
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Mán 09. Jan 2012 22:31
af chaplin
Sallarólegur skrifaði:fallen skrifaði:Það yrði náttúrulega til háborinnar skammar að flokka tjald sem sjónvarp, þurfa ekki að vera eitthver ákveðin tengi og þannig til að hægt sé að flokka sem sjónvarp?
Enginn með beina reynslu af þessu?
Það þarf að vera móttakari(analog/digital) til að það flokkist sem sjónvarp.
Ég held að allir skjáir með HDMI tengi séu flokkaðir sem sjónvörp, án þess að ætla að fullyrða það..
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Þri 10. Jan 2012 00:45
af methylman
Ömurlegt rugl er í gangi hérna stundum, tollurinn fer eftir 1. lögum 2. reglugerðum og þeir hafa handbók og þar hlýtur að finnast tollskrárnúmer fyrir þessu eða samsvarandi. Einfaldast er bara að hafa samband við tollinn og spyrja. Ætla að labba
inn á opinbera stofnun verður bara til þess að aumingja starfsmaðurinn sem engu ræður um það hvernig eitt né neitt er tollflokkað eða skattað, hann langar bara ekkert til þess að hjálpa einhverjum sem er auðsjáanlega að ljúga til þess að losna við að borga einhvern 500 kall. my 50$
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Þri 10. Jan 2012 20:03
af fallen
Tollurinn skrifaði:þetta flokkast í 9010 6000, sem ber einungis 25,5% vsk.
Þá er það komið á hreint.
Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Þri 10. Jan 2012 20:08
af schaferman
og ef þið getið flokkað sem myndavéladót, t.d skjávarpatjald sem ljósmyndabakrunn,,, því ljósmyndadót er tollfrjálst,,, bara vaskur af því
Re: Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Þri 10. Jan 2012 20:39
af einarhr
schaferman skrifaði:og ef þið getið flokkað sem myndavéladót, t.d skjávarpatjald sem ljósmyndabakrunn,,, því ljósmyndadót er tollfrjálst,,, bara vaskur af því
Fallen tók fram að það væri bara vsk á þessu svo það er óþarfi að flækja þetta meira!
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk
Re: Re: Tollur á skjávarpatjöldum?
Sent: Þri 10. Jan 2012 20:54
af schaferman
einarhr skrifaði:schaferman skrifaði:og ef þið getið flokkað sem myndavéladót, t.d skjávarpatjald sem ljósmyndabakrunn,,, því ljósmyndadót er tollfrjálst,,, bara vaskur af því
Fallen tók fram að það væri bara vsk á þessu svo það er óþarfi að flækja þetta meira!
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk
var ekki að reyna flækja þetta,, bara benda ykkur á að marg dót sé hægt að flokka sem ljósmyndatengt,,t.d. er tjald fyrir skjávarpa eins útlítandi eins og tjald sem er fyrir studio portrait myndatökur