Ég á svona ... Slingbox Solo. Keypti það í Tölvulistanum á tilboði í janúar fyrir ári síðan. Kostaði 16.990 kall þá sem mér fannst mjög gott verð. Held að þeir hafi bara verið að losa sig við síðustu eintökin sín. Á sama tíma sá ég þetta til sölu í Sjónvarpsmiðstöðinni, en þetta virðist svo hafa klárast og ekkert komið aftur. Hef ekki séð þetta síðan, nema á Buy.is og þar kostaði/kostar þetta 50k
Ég er almennt bara frekar hrifinn af þessu ... virkar í raun bara mjög fínt. Er með app í iphone-inum og á iPadinum. Nota þetta aðallega þegar ég er að heiman til að glápa á boltann. Þetta virkar bara mjög ásættanlega í gegnum 3G á iPhone 4, gæðin eru fín, enda lítill skjár. Notaði þetta svo soldið síðasta sumar í útilegu, var staddur á Egilsstöðum og gat horft á fréttatímann á Stöð 2 í gegnum símann, mjög nice. Gæðin í iPad appinu og í desktop playernum fyrir PC finnast mér ekki eins góð, varð fyrir smá vonbrigðum þar.
Til að byrja með þá gat ég ekki fengið þetta til að stýra Amino 140 ljósleiðaraboxinu rétt, það var ekki til í database-num hjá þeim. Svo kom fljótlega virkni til að skilgreina sínar eigin fjarstýringar fyrir Slingboxið, þannig gat ég látið það læra skipanir af Amino fjarstýringunni og núna virkar þetta fínt, þ.e að skipta um stöðvar o.fl remotely.
Getur spurt mig ef þú hefur einhverjar frekari spurningar ...