Spila internet-strauma í sjónvarpi

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Spila internet-strauma í sjónvarpi

Pósturaf Daz » Mið 28. Des 2011 11:53

Mig langar voðalega mikið að geta spilað live strauma í sjónvarpinu mínu (t.d. https://ilp.nba.com/ ) en hef í augnablikinu ekki möguleikann á að tengja tölvu við sjónvarpið. Verð ég að setja upp tölvu með Windows og tengja við sjónvarpið, eða eru einhverjir aðrir möguleikar? Ég er búinn að Googla hvað Xbox360 og PS3 geta, sem og XBMC en ekkert af þessum virðist styðja strauma, nema til sé plugin/app fyrir nákvæmlega þann straum.
Best væri ef ég gæti fundið leið til að koma straumunum yfir í TVersity (þá get ég áframsent það í Wii, sem ég á = enginn auka kostnaður), en ég virðist ekki finna neina leið til að koma straumunum í TVersity.

S.s. þekkir einhver leið til að streyma live efni af internetinu í sjónvarp, aðra en að setja upp tölvu beintengda í sjónvarpið, því ódýrara því betra?




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 342
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Spila internet-strauma í sjónvarpi

Pósturaf codec » Mið 28. Des 2011 15:40

Gætir prófað http://www.ps3mediaserver.org/ þú getur sett upp internet strauma í web.conf skrá og svo streamað þeim í gegnum serverinn.

Þegar ég notaði Tversity þá var til eitthvað tix þar sem maður opnaði strauminn í VLC og gat svo forwardað honum út á localnetið og þar af í twversity. Man því miður ekki nákvæmlega hvernig en þú getur prófað að gúggla "tversity vlc stream" .