Síða 1 af 1
(Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 16:04
af thorsteinn95
Ég hef verið í töluverðum vandræðum síðustu daga með að velja mér nýtt sjónvarp. Það verður mestmegnis notað fyrir PS3 tölvu og kvikmyndir og ég er að leita með budget upp að svona 140 þús.
Ég er með nokkur tæki í huga en hef verið að velta fyrir mér hvað er best fyrir tölvuleiki svo sem LCD vs LED LCD vs Plasma.
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42S30Y (Plasma)
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL4606H (LCD)
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL5606H (LED LCD)
Væri flott að fá álit á þessum tækjum og ábendingar fyrir val á sjónvarpi, takk fyrir
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 16:09
af thorsteinn95
Einnig að pæla í þessu frá Sony:
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 3,621.aspxOg þess má geta að herbergið sem spilað er í er um 4x4 metrar og er opinn fyrir stærðum frá 32-42 tommur
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 16:27
af gutti
Ég mundi mæla með Panasonic sjálfur ég er með 50 plasma tæki frá Panasonic
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 20:14
af thorsteinn95
Takk fyrir, eru Plasma sjónvörp annars ekki betri fyrir PS3, útaf refresh-rateinu hjá þeim?
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 22:19
af thorsteinn95
Fór áðan að skoða í Heimilistækjum, fannst Plasma ekki standa undir væntingum en LCD tækin með mun betri mynd. Maður þarf að vera með budget uppá svona 220þús til að fá Plasma með myndgæði á við LCD
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 22. Des 2011 22:31
af blitz
thorsteinn95 skrifaði:Fór áðan að skoða í Heimilistækjum, fannst Plasma ekki standa undir væntingum en LCD tækin með mun betri mynd. Maður þarf að vera með budget uppá svona 220þús til að fá Plasma með myndgæði á við LCD
Nei, LCD á langt í land til að ná Plasma í myndgæðum.
Skoðaðu 42" Panasonic Plasma (ST32) sem Sjónvarpsmiðstöðin er að selja á 195.000.
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fös 23. Des 2011 01:44
af Minuz1
Ok, til höfundar greinarinnar...
Þú ert að bera saman 42" plasma tæki við 32" LCD tæki.....er það eitthvað vafaatriði hversu sjónvarpið á að vera u.þ.b stórt?
Peningarnir rokka um einhver 40% líka...veistu hvað þú vilt eyða í þetta?
Þú færð aldrei gott plasma tæki sem er 32" og keppir við LCD í verði.
50" og uppúr þá eru plasma miklu betri.
42" er örugglega einhver punktur þar sem sum LCD sjónvörp eru betri bang for buck heldur en plasma og öfugt, en það fer eftir þinni notkun.
Væri fróðlegt ef þú getir sagt eitthvað annað sem gæti hjálpað okkur að hjálpa þér.
Ef ekki, þá myndi ég bara kaupa sjónvarpið sem þér lýst best á.
Ertu að kaupa Sjónvarp eftir
a) stærð?
b) peningum?
c) myndgæðum?
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Mán 26. Des 2011 23:47
af thorsteinn95
Já, ég var kannski frekar óskýr en verðhugmynd er um 100-140þús og stærð 37-42tommur. Er að leita að sem bestum myndgæðum fyrir PS3 og Blue-ray afspilun, takk.
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Þri 27. Des 2011 07:46
af blitz
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Þri 27. Des 2011 12:36
af audiophile
Málið er aldrei svo einfalt. Þó að þetta virðist góður plasmi fyrir peninginn er gallinn við mörg plasmasjónvörp að þau henta illa í björtu umhverfi þar sem t.d. er stór stofugluggi og eins og hjá mér, viðbjóðsleg kvöldsól á sumrin. LCD kemur þá í flestum tilfellum betur út.
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Þri 27. Des 2011 13:18
af Haxdal
audiophile skrifaði:Málið er aldrei svo einfalt. Þó að þetta virðist góður plasmi fyrir peninginn er gallinn við mörg plasmasjónvörp að þau henta illa í björtu umhverfi þar sem t.d. er stór stofugluggi og eins og hjá mér, viðbjóðsleg kvöldsól á sumrin. LCD kemur þá í flestum tilfellum betur út.
Þá bara fá sér myrkvunargardínu, ekki gera einfaldan hlut flókinn
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Mið 28. Des 2011 23:57
af thorsteinn95
Ég fór í Sjónvarpsmiðstöðina og myndin á þessu sjónvarpi jafnast einfaldlega ekki á við LCD sjónvörpin, maður þarf að vera með budget uppá svona 250þús til að geta fengið sambærilegan plasma
Re: (Hjálp) Val á sjónvarpi
Sent: Fim 29. Des 2011 00:05
af pattzi
Panasonic lcd
Búin að eiga eitt 32 tommu lcd sjónvarp síðan ég fermdist 2008 að koma 4 ár síðan og bara í fínu standi