Síða 1 af 1

Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Fös 30. Sep 2011 22:05
af bankrupt
Hæ.
Núna er ég í sjónvarpshugleiðingum eftir að hafa þurft að spila playstation þrjú í túpusjónvarpi ( :pjuke ) í mörg ár og algjörlega búinn að missa þolimæðina. Miðað við hvað ég þurft að þola undafarin ár þá er ég ekki með miklar kröfur (þannig séð) en hugmynd er sú að:
- kaupa að minnsta kosti 32" og full hd tæki.
- budgetið er sem sagt rúmlega hundrað þúsund kall, og ég vill frekar kaupa frábært 32" sjónvarp frekar en 40" meðal sjónvarp.
- sjónvarpið yrði staðsett í herberginu mínu, sem er ekkert risastórt.
- yrði mest megnið notað í ps3 (þó mundi ég nota það náttúrulega líka í það að horfa á blue ray myndir)

Það sem ég þarf mest hjálp við er hvað ég ætti að spá í þegar ég er í þessum hugleiðingum, t.d. lcd eða plasma? hvað sé best fyrir "ps3" sjónvarp? hvaða framleiðandi er traustastur? og hvar er best verðið?

p.s. ég geri nú ekki ráð fyrir því að geta keypt sjónvarpið sjálft alveg strax, en er þetta draumatilboð: http://budin.is/tilbod/124-samsung-32-l ... 59468.html ? Verður væntnalega uppselt áður en ég fæ tækifæri til þess að kaupa það.

p.s.2. er búðin.is sem sagt sú ódýrasta þegar að kemur að þessum málum? hefur einhver reynslu af þeim?

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Fös 30. Sep 2011 23:54
af kazzi
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=32LV733N
þetta virðist fínt allavega full hd og með nóg af tengimöguleikum sem er góður kostur að hafa.
USB2.0, 2x Scart (1stk með RGB), 3x HDMI™ 1.3, Component, CVBS, CI+ og Heyrnartólstengi
mitt innlegg.

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Lau 01. Okt 2011 00:34
af Garfield
Það stendur að Samsung tækið sé 100 Mhz :-k einhvern vegin stór efast ég um það . Ég hef séð 100 hz til 1000 hz en aldrei 100.000.000 hz . :-k

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Lau 01. Okt 2011 02:15
af Hj0llz
Samsung tækið er ósköp fínt tæki...góðir tengimöguleikar, er í D línunni sem 2011/2012 tækin, 5000 series er hinsvegar semí budget lína og það kemur smá bleed þegar skjárinn er svartu(kveikt á honum/svartur background).

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Lau 01. Okt 2011 11:43
af mind
Besta ráð sem ég held að sé hægt að gefa við sjónvarpskaup er ekki kaupa óséð tæki.

Það er alveg sama hversu flott stykkorð og háar tölur eru settar á umbúðirnar og límdar á tækin þá fyrir raunverulegan samanburð þarftu einfaldlega að sjá þau í gangi, helst hlið við hlið.

Hvort LCD eða plasmi er betra eru bara trúarbrögð, keyptu það sem þér finnst koma betur út. Iðulega er mælt með að nota frekar LCD þegar kemur að tölvuleikjaspilun á sjónvarpi, það eru þó engin óyggjandi gögn sem sýna það sé betra.

Ef þú vilt eins pottþéttan framleiðenda og hægt er að finna þá eru sterkustu merkin sennilega Samsung, Panasonic, Philips til að nefna einhver, þeir fá iðulega EISA verðlaunin.

Það koma alltaf reglulega tilboð á sjónvörpum, þarft ekki hafa áhyggjur af því að "missa" af einhverju tilboði nema þú hafir ekki 20-30 daga til að bíða eftir næsta. Getur bara athugað t.d. http://www.sm.is reglulega.

Svo eru nokkur heilræði þegar á að kaupa sjónvörp og sérstaklega ef þau eiga notast í tölvuleikjaspilun.

Passaðu að kaupa ekki sjónvarp með gleráferð á panelinu ef þér er illa við endurvarp (sólskin, sjá sjálfan þig í því í myrkri o.s.f.)
Vertu meðvitaður um háan svartíma á sjónvörpum (fyrir skotleiki á netinu)! Flest sjónvörp hafa 200-400ms svartíma(myndvinnslan). Á sumum geturðu stillt á game mode og farið niður í um 50ms eða þar um bil. Ekki gera ráð fyrir því að sjónvarpið nái 2ms, 10ms eða þesskonar hröðum þó þau séu auglýst með að panelið hafi þann svartíma, það hefur svona svipað gildi og að auglýsa hámarkshraða bílsins síns eftir hversu hátt hraðamælirinn fer... og svo láta 400 km/klst hraðamælir í alla bílana.

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Lau 01. Okt 2011 12:48
af bankrupt
Takk fyrir hjálpina. Hef verið að fara á þessa http://reviews.cnet.com/televisions/ síðu til þess að kynna mér hvað þetta þýðir allt saman. Ég tók eftir einu, 32" sjónvörpin eru varla "gagnrýnd" eða lögð nein áhersla á neitt undir 37" eða meira. Breytir það kannski litlu þegar stærð skjáins er orðin svona "lítil" miðað við normið?

mind skrifaði:Besta ráð sem ég held að sé hægt að gefa við sjónvarpskaup er ekki kaupa óséð tæki.

Það er alveg sama hversu flott stykkorð og háar tölur eru settar á umbúðirnar og límdar á tækin þá fyrir raunverulegan samanburð þarftu einfaldlega að sjá þau í gangi, helst hlið við hlið.

Hvort LCD eða plasmi er betra eru bara trúarbrögð, keyptu það sem þér finnst koma betur út. Iðulega er mælt með að nota frekar LCD þegar kemur að tölvuleikjaspilun á sjónvarpi, það eru þó engin óyggjandi gögn sem sýna það sé betra.

Ef þú vilt eins pottþéttan framleiðenda og hægt er að finna þá eru sterkustu merkin sennilega Samsung, Panasonic, Philips til að nefna einhver, þeir fá iðulega EISA verðlaunin.

Það koma alltaf reglulega tilboð á sjónvörpum, þarft ekki hafa áhyggjur af því að "missa" af einhverju tilboði nema þú hafir ekki 20-30 daga til að bíða eftir næsta. Getur bara athugað t.d. http://www.sm.is reglulega.

Svo eru nokkur heilræði þegar á að kaupa sjónvörp og sérstaklega ef þau eiga notast í tölvuleikjaspilun.

Passaðu að kaupa ekki sjónvarp með gleráferð á panelinu ef þér er illa við endurvarp (sólskin, sjá sjálfan þig í því í myrkri o.s.f.)
Vertu meðvitaður um háan svartíma á sjónvörpum (fyrir skotleiki á netinu)! Flest sjónvörp hafa 200-400ms svartíma(myndvinnslan). Á sumum geturðu stillt á game mode og farið niður í um 50ms eða þar um bil. Ekki gera ráð fyrir því að sjónvarpið nái 2ms, 10ms eða þesskonar hröðum þó þau séu auglýst með að panelið hafi þann svartíma, það hefur svona svipað gildi og að auglýsa hámarkshraða bílsins síns eftir hversu hátt hraðamælirinn fer... og svo láta 400 km/klst hraðamælir í alla bílana.


Takk mind, skal hafa þetta sérstaklega alltsaman í huga þegar ég kíkji á þetta. Hefur þú einhverja reynslu af sjónvarpsmiðstöðinni? Er annars búinn að vera skoða mikið af sjónvörpum á netinu og sé lítinn mun á þessu öllu saman, var einmitt í elko og sá þá hversu mikill munur það gat verið á sjónvörpum, sum dýrari önnur þó við fyrstu sýn allavega ekkert með mikið betri myndgæði.

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Sun 02. Okt 2011 02:49
af mind
Mest magnið af panelum fyrir sjónvarp sem eru framleidd núna í 40"/42" (ef ég man rétt, færir sig alltaf smá upp reglulega). Þar sem magnið er þeirri stærð þá eru flest review um þau.
Ef við undanskiljum upplausn(flest öll eru 1920x1080) þá er helsti munurinn á verði og gæði á sjónvörpum oftast innifalinn í myndvinnslubúnaði sem og aukabúnaði.
Svo ef þú sérð sjónvarp sem heitir 32XLDF og annað sem heitir 42XLDF er tilturlega öruggt að gera ráð fyrir að hér sé um svotil sama búnað tæki að ræða bara mismunandi stærð af panel, svo ef 42" fær góða dóma myndi 32" fá sambærilega.

Held geti bara ekki annað en mælt með sjónvarpsmiðstöðinni, þeir leyfðu mér að yfirtaka hátalaradeildina sína í næstum 2 klst í algjörum friði (nema ef mig vantaði eitthvað) þegar ég var að leita af hátölurum. Sem ég reyndar keypti síðar í kjölfarið.

Ef þér tókst ekki að sjá mun á sjónvörpunum prufaðu þá að reyna horfa eftir hökti, sérstaklega þegar myndavélin er að færa sig eða fylgja einhverjum eftir.

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Mið 05. Okt 2011 15:17
af bankrupt
mind, ég fór einmitt til þeirra seinustu helgi (sjónvarpsmiðstöðina) og þeir voru mjög hjálpsamir. Eins og ég skrifaði þá er ég að leita af 32" og starfsmaðurinn mældi með þessum tveim (http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXL32X3 og http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL4606H) og var allt annað að vera á staðnum að sjá sjónvörpin með allt þetta í huga.
Mér líst nú líka frekar vel á þetta: http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL5606H
en ég vildi bara þakka þér fyrir hjálpina. Mun væntanlega bæta einhverjum spurningum við þegar líður fer að kaupunum en í bili er ég með góða skilning á þessu þökk sé þér \:D/

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Mið 05. Okt 2011 16:28
af Eythor
Samsung led sjónvarp á 100þ. ég hef allavega ekki fundið betri díl.

http://bt.is/vorur/vara/id/15618

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Mið 05. Okt 2011 16:34
af Eythor

Re: Hjálp við sjónvarpskaup - Budget 100-120 þús.

Sent: Mið 05. Okt 2011 16:36
af halli7