Síða 1 af 1

Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:41
af Eiiki
Sælir notendur

Ég kom með þráð hérna um daginn og spurði útí hvort það væri til einhver ein snúra sem gæti tengt úr VGA,DVI eða HDMI yfir í scart eða þessa gulu,rauðu og hvítu. Ég komst að því að það væri eitthvað fjandans vesen, en málið er að ég verð að redda mér svona kapli, snúru eða breytistykki sem sér um þetta. Getur einhver bent mér á einhvern stað þar sem ég fengið svona breytistykki/snúru?
Eða er einhver sem gæti tekið að sér fyrir mig að setja scart tengi aftaná tölvuna fyrir mig svo ég gæti tengt beint úr scart í scart, Klaufi sagði mér að hann hefði gert það við sína tölvu en hann sagði að það myndi ekki svara kostnaði þannig ég var að pæla hvort einhver annar góðhjartaður væri til í að gera það fyrir mig á sætu verði :)

MBK
-Eiiki

Re: Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 21:55
af Daz
Fá sér skjákort með tv-out?

Re: Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 22:00
af Eiiki
Daz skrifaði:Fá sér skjákort með tv-out?

Jáá, var líka búinn að heyra eitthvað af því. Eru það ekki bara svo hundgömul kort?

Re: Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 22:05
af Daz
Eiiki skrifaði:
Daz skrifaði:Fá sér skjákort með tv-out?

Jáá, var líka búinn að heyra eitthvað af því. Eru það ekki bara svo hundgömul kort?

TV out á mínu ATI 4850.

Re: Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:29
af schaferman
ég á nú eitthvað 256mb AGP kort sem er með scart tengi

Re: Úr tölvu yfir í scart

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:33
af Hlynzi
http://www.sunsky-online.com/view/9499/ ... er+Box.htm

Mæli með þessu, kemur heim á undir 10 þús kr.

Þetta er bara VGA in , S-video eða video out (gult tengi) , þetta scale-ar myndina niður í túbutæki sjálfkrafa...mjög þægilegt.