SkjáBíó uppfærsla

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Fös 19. Ágú 2011 17:43

Komið nýtt viðmót á skjábíó í sjónvarpi símans. Hvernig líkar yður? :o


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16479
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2104
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf GuðjónR » Fös 19. Ágú 2011 17:48

Stórglæsilegt hjá þér!

Nú þegar þetta er loksins búið þá þurfum við að skella Vaktinni í andlitslyftingu líka.



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf kjarribesti » Fös 19. Ágú 2011 17:54

vantar bara svona chat (líkt og á facebook) bar neðst sem eltir mann alltaf


_______________________________________

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3834
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 151
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf Daz » Fös 19. Ágú 2011 19:44

Virðist ágætt svona við fljóta skoðun, í það minnsta þægilegt að frelsisvalmyndirnar eru komnar á fyrstu síðuna og fjölgun undirsíða í hverjum glugga er líka sniðugt. Mætti samt alveg taka út staðfestingu á leigu fyrir efni sem kostar 0 kr, er það ekki óþarfa takkafikt fyrir aldrað fólk með SkjáFrelsi og Stöð2Sport2-United0 frelsi?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Lau 20. Ágú 2011 00:50

Daz skrifaði:Virðist ágætt svona við fljóta skoðun, í það minnsta þægilegt að frelsisvalmyndirnar eru komnar á fyrstu síðuna og fjölgun undirsíða í hverjum glugga er líka sniðugt. Mætti samt alveg taka út staðfestingu á leigu fyrir efni sem kostar 0 kr, er það ekki óþarfa takkafikt fyrir aldrað fólk með SkjáFrelsi og Stöð2Sport2-United0 frelsi?


Staðfesting á leigu er einmitt til þess að fullvissa fólk um að efnið er ókeypis. Það hefur líka með samræmi að gera, að notendur geti alltaf búist við að fá þetta milliskref, þ.e. rauði->staðfestingargluggi, svo það sé ekki hrætt við að ýta á rauða pöntunarhnappinn eða ef það ýtir á hann óvart. Þar að auki á eftir að birta fleiri upplýsingar í þessum staðfestingar-pöntunar-dialog í framtíðinni, t.d. hvort og þá hvenær þú leigðir þessa mynd síðast.
Það eru djúpar pælingar í flestri virkni þarna :) enda ekki vanþörf á, þriðjungur heimila í landinu að nota þetta og þarf að vera gott í notkun.

Svona viðmót á tæknilega ekki að vera hægt á þessu 10 ára gömlu myndlyklum, en við íslendingar látum ekki kaldar staðreyndir hræða okkur, enda bestir í öllu :megasmile

Ég held að flokkauppröðunin breytist eitthvað með tímanum, tekur smá tíma að breyta öllu, vonandi hættir þetta að vera eins "djúpt" og er í dag og fólk þarf að opna færri flokka.


*-*

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Lau 20. Ágú 2011 00:52

kjarribesti skrifaði:vantar bara svona chat (líkt og á facebook) bar neðst sem eltir mann alltaf


Ertu góður í að skrifa með numpad á infrared fjarstýringu? :-k Ég er persónulega heila eilífð að skrifa stuttan texta.


*-*

Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1504
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf pattzi » Lau 20. Ágú 2011 00:53

Verst að maður er með vodafone sjónvarpið

skjárbíó var samt betra vodafone er drasl verst að maður ræður þessu ekkert.




hauksinick
ÜberAdmin
Póstar: 1335
Skráði sig: Fim 11. Sep 2008 14:33
Reputation: 0
Staðsetning: Í nafla alheimsins
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf hauksinick » Lau 20. Ágú 2011 01:09

appel skrifaði:
kjarribesti skrifaði:vantar bara svona chat (líkt og á facebook) bar neðst sem eltir mann alltaf


Ertu góður í að skrifa með numpad á infrared fjarstýringu? :-k Ég er persónulega heila eilífð að skrifa stuttan texta.

Held hann hafi verið að meina fyrir Vaktin.is upplyftingu


Mercedes er magnað tól
Mergjuð er ásýnd líka
Það eru bara forhert fól
Sem fíla þá ekki slíka

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Lau 20. Ágú 2011 01:27

Fyrir þá sem ekki geta séð:

Forsíða:
Mynd
(hægt að fletta í listanum niðri)

Flokkar:
Mynd

Kvikmyndir:
Mynd

Nánar:
Mynd


*-*


Aravil
Fiktari
Póstar: 73
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 19:47
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf Aravil » Fös 26. Ágú 2011 11:03

Þetta er virkilega flott, þarf að fara að kíkja í heimsókn til einhvers sem er með þetta til að prófa auðvitað, en miðað við myndir er ég mjög ánægður!




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Ágú 2011 12:31

Vel gert, toppar ekki XBMC ennþá en .. Nei ég segi svona, flott, sérstaklega miðað við hardware-ið sem þetta keyrir á.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf gardar » Fös 26. Ágú 2011 12:35

Veit ekki hvort það sé í þínum verkahring appel, en það væri óendanlega gott ef hægt væri að vafra imdb á þessum síma myndlyklum...

Það er nú þegar hægt að skoða mbl.is, svo að það er greinilega einhvurskonar vafri til staðar.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Fös 26. Ágú 2011 19:36

gardar skrifaði:Veit ekki hvort það sé í þínum verkahring appel, en það væri óendanlega gott ef hægt væri að vafra imdb á þessum síma myndlyklum...

Það er nú þegar hægt að skoða mbl.is, svo að það er greinilega einhvurskonar vafri til staðar.

Vafrinn í þessum boxum svipar til netscape navigator 2.0, ég forritaði fyrir hann aðeins í gamla daga. Ekki mikið hægt að browsa alvefinn á þessum boxum. Mbl.is er sérforritað fyrir þessi box. Svo eru allskyns kúnstir til að láta vafrann ekki krassa :)

Hitt er svo að geta séð imdb einkunn við myndirnar, það er bara pólitík í raun.


*-*

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf gardar » Fös 26. Ágú 2011 19:39

Ég var nú ekkert að tala um full blown imdb, væri bara hrikalega fínt að geta flett upp helstu upplýsingum frá imdb um kvikmyndir sem maður sér í sjónvarpinu eða á leigunni.

Mögulega væri hægt að grípa upplýsingar af http://m.imdb.com

en það er spurning hvort imdb séu ekki líka með eitthvað API




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf coldcut » Fös 26. Ágú 2011 22:36

Smá forvitni appel...í hverju er þetta skrifað?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf tdog » Fös 26. Ágú 2011 23:02

Þessi MBL browser mætti samt alveg spýta í lófana. Það er alveg ein uppáhelling að lóda fréttum í þessu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Lau 27. Ágú 2011 01:29

coldcut skrifaði:Smá forvitni appel...í hverju er þetta skrifað?

Þetta er browser á boxinu, þannig html/javascript, svo auðvitað backend í java.

mbl.is er gamalt viðmót sem ekki er mikill fókus á.


*-*

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf gardar » Lau 27. Ágú 2011 18:45

Geturðu prófað hvernig m.imdb.com virkar í þessum vafra? :)

Ber þessi vafri eitthvað nafn? Væri hægt að finna einhverstaðar emulator eða slíkt sem maður getur fiktað við sjálfur.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Sun 28. Ágú 2011 04:42

gardar skrifaði:Geturðu prófað hvernig m.imdb.com virkar í þessum vafra? :)

Ber þessi vafri eitthvað nafn? Væri hægt að finna einhverstaðar emulator eða slíkt sem maður getur fiktað við sjálfur.

Enginn emulator. Þetta er eldgamall browser og ekki þess virði að eyða tíma í að forrita fyrir, enda eru nýjir myndlyklar með Opera 10 eða álíka öflugt.

Ég skoðaði m.imdb.com, þetta er alltof flókinn vefur fyrir þennan browser, hence the Netscape Navigator 2.0 reference :)


*-*

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf gardar » Sun 28. Ágú 2011 09:13

http://www.imdbapi.com/

já mig dauðlangar í imdb á myndlykilinn minn :lol:



Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf vikingbay » Mán 03. Okt 2011 18:19

Ein spurning ótengd uppfærsluni, á myndlykillinn að vera svona svakalega hægur? Eða semsagt response tíminn þegar maður ítir á eitthvað finnst mér dáldið mikill.. Ég er sennilega bara alltof óþolinmóður fyrir þetta :)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Þri 04. Okt 2011 14:06

vikingbay skrifaði:Ein spurning ótengd uppfærsluni, á myndlykillinn að vera svona svakalega hægur? Eða semsagt response tíminn þegar maður ítir á eitthvað finnst mér dáldið mikill.. Ég er sennilega bara alltof óþolinmóður fyrir þetta :)


Voða erfitt að svara þessu. Kannski er batteríið í fjarstýringunni að vera búið. En hvað áttu við þegar þú "ýtir á eitthvað"? Þegar þú opnar flokk í VOD, þegar þú skiptir um stöð, eða þegar þú browsar í EPG gridinu? Sumt er hægvirkara en annað, en flest á að vera vel nothæft í samanburði við sambærilegt.


*-*

Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf vikingbay » Þri 04. Okt 2011 14:42

appel skrifaði:
vikingbay skrifaði:Ein spurning ótengd uppfærsluni, á myndlykillinn að vera svona svakalega hægur? Eða semsagt response tíminn þegar maður ítir á eitthvað finnst mér dáldið mikill.. Ég er sennilega bara alltof óþolinmóður fyrir þetta :)


Voða erfitt að svara þessu. Kannski er batteríið í fjarstýringunni að vera búið. En hvað áttu við þegar þú "ýtir á eitthvað"? Þegar þú opnar flokk í VOD, þegar þú skiptir um stöð, eða þegar þú browsar í EPG gridinu? Sumt er hægvirkara en annað, en flest á að vera vel nothæft í samanburði við sambærilegt.


Ég er að tala um flest allt sko, fletta í gegnum stöðvar og VOD og svona. Þetta er ekki batterýið, en ég var aðallega að spá hvort þetta væri líka svona hjá öðrum.




macdude
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Þri 30. Ágú 2011 11:46
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf macdude » Þri 04. Okt 2011 14:59

Eitt hérna, alveg sem tengist ekki kanski þessari uppfærslu.. var að pæla, það er record takki á fjarsteringunni sem fylgir með myndlyklinum, mun hann einhvað verða virkur í næstu uppfærslum ?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1051
Staða: Ótengdur

Re: SkjáBíó uppfærsla

Pósturaf appel » Þri 04. Okt 2011 16:17

vikingbay skrifaði:
appel skrifaði:
vikingbay skrifaði:Ein spurning ótengd uppfærsluni, á myndlykillinn að vera svona svakalega hægur? Eða semsagt response tíminn þegar maður ítir á eitthvað finnst mér dáldið mikill.. Ég er sennilega bara alltof óþolinmóður fyrir þetta :)


Voða erfitt að svara þessu. Kannski er batteríið í fjarstýringunni að vera búið. En hvað áttu við þegar þú "ýtir á eitthvað"? Þegar þú opnar flokk í VOD, þegar þú skiptir um stöð, eða þegar þú browsar í EPG gridinu? Sumt er hægvirkara en annað, en flest á að vera vel nothæft í samanburði við sambærilegt.


Ég er að tala um flest allt sko, fletta í gegnum stöðvar og VOD og svona. Þetta er ekki batterýið, en ég var aðallega að spá hvort þetta væri líka svona hjá öðrum.

Þetta getur verið æði misjafnt eftir myndlyklum (af sömu gerð), þeir eru ekki allir 100% eins. T.d. gæti straumbreytirinn verið gallaður og þá er myndlykillinn tregur að taka við signalli frá fjarstýringu, þá þarf bara að biðja um annan straumbreyti. Annars hef ég tekið eftir að litli myndlykillinn er snarpari í snúningi heldur en þessi stærri í viðmótinu. Annars eru þetta frekar gamlir myndlyklar og við munum vonandi ekki vera með þá mikið lengur, en hinsvegar reynum við að gera viðmótið eins hraðvirkt og hægt er. Í gamla daga þegar sjónvarp símans byrjaði fyrst þá þurfti t.d. að bíða óóóógurrlega lengi eftir að opna flokka í VOD, alveg mínútu, og jafnvel þá gastu bara dottið úr þjónustu og fengið villuskjá. Við reynum að choppa niður allan slíkan biðtíma. T.d. það að kveikja á boxinu tekur ekki lengur 2 mínútur, heldur bara nokkrar sekúndur.
Annars ættiru bara að fá að prófa þetta einhversstaðar annarsstaðar, sjá hvort það sé hraðvirkara þar.
Svo gæti það verið bara í uppsetningunni hjá þér, t.d. munur á því hvort þú sért að nota hdmi útganginn eða scart útganginn. Getur prófað scart (er enginn sjáanlegur munur á því nema ef þú ert að horfa á HD).


macdude skrifaði:Eitt hérna, alveg sem tengist ekki kanski þessari uppfærslu.. var að pæla, það er record takki á fjarsteringunni sem fylgir með myndlyklinum, mun hann einhvað verða virkur í næstu uppfærslum ?

Já. Get ekki sagt meira frá því :)


*-*