Síða 1 af 1

Vandræði með óskýrt letur í Mediacenter 42" Plasma

Sent: Þri 26. Júl 2011 15:12
af einarhr
Ég er í vandærðum með skjáupplausnina/Hz á Mediacenterinu sem ég setti sama fyrir bróðir minn og lýsir það sér þannig að allt letur á Sjónvarpinu er gróft/óskýrt eins og Hz séu að valda þessu.
Er með Hp Compaq 7600 workstation með C2D örgjörva sem ég er búin að uppfæra með ATI 5450 skjákorti sem er með HDMI. Þetta virkar allt fínt í XBMC þegar er ég með upplausnina 1920x1080 en þegar ég er að surfa á sjálfu Win7 þá eru allt letur mjög óskýrt. Ég er búin að reyna að stilla þetta eftir öllum þeim kúnstum sem ég kann, breyta Hz ofl en fæ þetta enganvegin til að virka.
Hafa menn verið að lenda í svona löguðu?

Brósi er með Pioner Plasma sem er 42" Hd Ready og á það að upscalea í 1080i, skil ekki afhverju allt svona fínt í XBMC en í sjálfu Windows svona ömurlegt.

Skal koma með týpuna af sjónvarpinu næst þegar ég kíki í heimsók til hans.

Önnur spurning þar sem ég á 3 svona tölvur og ætla að setja eina upp fyrir mig sjálfan og langar að fá álit á því að keyra XBMC með Ubuntu. Verður ekkert mál að láta skjákortið senda hljóð og mynd í gegnum HDMI ss HD5450 kort. Er drivervesen ?

með fyrirfram þökk
Einar

Re: Vandræði með óskýrt letur í Mediacenter 42" Plasma

Sent: Þri 26. Júl 2011 15:58
af hagur
Er þetta ekki alveg jafn óskýrt í XBMC, en sést bara ekki eins vel þar sem allt letur þar er talsvert stærra en þegar þú ert í Win7 ?

Annars er þetta alveg þekkt vandamál með sjónvörp þar sem þau reyna oft á tíðum að over/underscanna efnið og það kemur í veg fyrir að maður fái 1:1 pixel mapping. Það veldur einmitt svona fuzzyness á smáum hlutum einsog letri.

Ég myndi skoða hvort að sjónvarpið bjóði upp á eitthvað PC-mode eða "Fit to panel" eða eitthvað þessháttar, þ.e til að slökkva á over/underscan. Eins gætirðu prófað að fikta í over/underscan (Gæti kallast scaling options) í Catalyst Control Panel.

Re: Vandræði með óskýrt letur í Mediacenter 42" Plasma

Sent: Þri 26. Júl 2011 16:25
af bixer
stillinginn sem hagur er að tala um heitir oft "game mode" r sum þar er sjónvarpið ekki að fokka í neinu

Re: Vandræði með óskýrt letur í Mediacenter 42" Plasma

Sent: Þri 26. Júl 2011 17:04
af einarhr
takk fyrir strákar ég kíki á þetta á morgun. :happy

Re: Vandræði með óskýrt letur í Mediacenter 42" Plasma

Sent: Þri 26. Júl 2011 18:00
af mundivalur
Mitt LG plasma er bara 1024x768 og upscale 1920x1080 flott að horfa á video en gengur ekki að vafra,þarf að lækka niður í 1366x eitthvað svo það verði skírt !
Er það 1920x1080 hjá honum?