Síða 1 af 1

Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Sun 19. Jún 2011 13:59
af HalliEym
Stafræni USB sjónvarpsmótakarinn minn var að gefast upp. Svona græju gæti ég engan vegin verið án, svo nú hefst leitin að nýjum.

Hvort á ég að fá með móttakara með CI rauf eða ekki?
Er það ekki bara Vodafone sem bíður upp á kort í þær, ekki Síminn?
Reyndar fáránlegt að þeir rukki fyrir það þúsundkall á mánuði! Maður myndi halda að myndlykils-apparat væri kostnaðarsamara fyrir þá.
Er einhver sem hefur prófað að fá sér CI kort í sjónvarpið í staðinn fyrir myndlykil?
Hér er græjan sem ég er að spá fyrir það: http://www.terratec.net/en/products/TER ... ?premium=1

Svo er ég að spá í nettengdri græju með tveim móttökurum. Þannig geta tvær tölvur á heimilinu horft á sitthvora sjónvarpsstöðina, reyndar ekki margar í boði þegar maður hefur ekki CI rauf.
Það er þessi græja: http://www.silicondust.com/products/models/hdhr3-dt/

Svo er reyndar þessi græja einföld og ódýrust og hún er til á budin.is þannig maður myndi sleppa við að panta sjálfur erlendis frá.
http://www.terratec.net/en/products/TER ... ?premium=1

Græjan sem ég var með er Elgato 250 Plus og er hún búinn að duga mér rúm 3 ár, í töluvert mikilli notkun. Kosturinn við hana er að hún getur tekið við analog efni og ég hef nýtt það til að færa gamlar upptökur af video spólum yfir í tölvuna.

Hvað segið þið, einhver ráð?
Er kannski einhver einnig með svipaða græju?

Kveðja,
Halli

Re: Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Sun 19. Jún 2011 14:37
af hakon78
Sæll félagi.

Þetta er spennandi. Ég er með góða HTPC tölvu og það eina sem mig vantar er að koma afruglaranum inn í tölvuna. Þá verður ekkert inn í stofunni nema HTPC og heimabíómagnarinn. Þannig að þú mátt endilega segja frá hvernig þetta fer hjá þér. Ég myndi persónulega fá mér eitthvað HD DVB-T kort og CI rauf fyrir það. En þetta er mikill frumskógur og miklar pælingar.

Ég fylgist spenntur með.
Mbk
Hákon

Re: Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Mán 20. Jún 2011 10:58
af HalliEym
Góðar fréttir, gamli móttakarinn minn fór í gang eftir að ég tók hann í sundur og setti aftur saman :)

Þannig að ég þarf ekki að velta þessu meira fyrir mér í bili.

Hákon, ef þú ert að leita að einhverju í staðinn fyrir afruglarann þá gætirðu skoðað TERRATEC H7 sem ég linkaði á hér að ofan.
En gallinn við svona græju er að þú munt ekki fá allar stöðvarnar m.v. nettengdan afruglara. Gallinn er að Síminn og Vodafone eru ekki að senda allt sitt efni gegnum DVB-T og reyndar er Síminn að draga stórkostlega úr því með því að leggja niður Breiðbandið. Í staðinn breytir hann því í Ljósnet og sendir í gegnum það internet og sjónvarp (svipað og gegnum ADSL) en aftur á móti minnka gæðin á sjónvarpsmerkinu töluvert.

Þannig að það lítur út fyrir að það sé verið að festa okkur Íslendinga enn frekar með afruglara að eilífu, í stað þess að geta notað afruglara sem eru byggðir eru inní ný sjónvörp (með CI rauf).

Kveðja,
Halli

Re: Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Mán 20. Jún 2011 18:06
af Cikster
Þess má til gamans geta að Síminn hefur aldrey sent út DVB-T merki. Breiðbandið er kapalkerfi og var DVB-C sem er ekki sami hlutur.

Re: Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Mán 18. Júl 2011 20:34
af HalliEym
Áhugavert Cikster.
Ég hélt að ég fengi allar þessar stöðvar vegna þess að það væri Breiðband tengt í húsið. (sjá mynd http://myndahysing.net/upload/31311020976.png)
Ekki getur verið að þær komi allar gegnum örbylgjuloftnet.
Það gæti svo sem verið að forritið merki þær ranglega sem DVB-T (sjá mynd) en þær komi í gegnum DVB-C. Allavega held ég að móttakarinn minn höndli hvort tveggja.

Re: Tölvutengdur sjónvarpsmótakari með CI rauf eða ekki?

Sent: Mið 20. Júl 2011 07:04
af Cikster
HalliEym skrifaði:Áhugavert Cikster.
Ég hélt að ég fengi allar þessar stöðvar vegna þess að það væri Breiðband tengt í húsið. (sjá mynd http://myndahysing.net/upload/31311020976.png)
Ekki getur verið að þær komi allar gegnum örbylgjuloftnet.
Það gæti svo sem verið að forritið merki þær ranglega sem DVB-T (sjá mynd) en þær komi í gegnum DVB-C. Allavega held ég að móttakarinn minn höndli hvort tveggja.


Þetta lítur út fyrir að vera gegnum loftnet hjá þér. Ég var með breiðbandið áður en þeir breyttu því í ljósnet hjá mér og var einmitt búinn að prófa þetta með nokkrum sjónvarpskortum.

Var fyrst með analog/dvb-t kort og fékk fullt af analog stöðvum en engar digital þegar það var tengt við breiðbandið. Fann svo analog/dvb-c kort á 1500 kr frá einni netverslun fyrir nokkrum árum og á það fékk ég allar analog og dvb-c rásirnar sem náðust á afruglarann frá þeim.

Eins og þú kannski sérð ef þú skoðar stöðvalistann hjá þér þá eru nokkrar stöðvar per tíðni á digital (yfirleitt 4-5) meðan sama tíðni mundi bara bera 1 stöð ef hún væri send út með analog merki.