Síða 1 af 1

hvar fæ ég ódýrt Digital-örbylgjuloftnet

Sent: Þri 07. Jún 2011 21:07
af sunna22
Halló mig vantar digital eða örbylgjuloftnet. Eða hvað sem þetta heitir en allavegna vantar mig svoleiðis. Er rétt fyrir utan laugarvatni. Og er með DVB-t tuner mótakara en ég veit ekkert hvað ég þarf að kaupa. Sölumaðurinn gætti logið að mér að kaupa eitthvað rándýrt loftnet MAÐUR ER SVO VITLAUS :shock:. En mig vantar ódýrt gott loftnet sem virkar en það eru svo margar tegundir af þessum loftnetum. Og maður hefur ekki hundsvit á þessu. En ef einhver hefur vit og reynslu hér værri mjög gott ef hann vildi deila henni. Takk fyrir.

Re: hvar fæ ég ódýrt Digital-örbylgjuloftnet

Sent: Þri 07. Jún 2011 22:08
af elri99

Re: hvar fæ ég ódýrt Digital-örbylgjuloftnet

Sent: Mið 08. Jún 2011 00:47
af topas
Stöð 2 selur viðskiptavinum hræódýr loftnet (gerðu það allavega)

Hvernig móttakara ertu með? Ég er með móttakara með dvb-t og dvb-s tunerum og örbylgjumerkið hökkti altaf. Ég setti því upp VHF loftnet og tek Digital merkið inn þar. Færri stöðvar en miklu betra merki. Þeir hjá elnet sögðu mér að örbylgjumerkið væri svo lélegt að ef þú ert með móttakara sem ekki eru frá stöð 2 gætir þú lent í veseni með merkið.

Svo er líka spurning hversu gott merkið er þar sem þú ert. Ég myndi tala við elnet eða öreind.