Hdmi Repaiter
Sent: Mán 16. Maí 2011 11:11
Gúrú skrifaði:Við getum ekkert sagt um gæði þessa repeaters en ég er tiltölulega viss um að þú finnir hvergi svona ódýrara en á 1000 krónur.
hagur skrifaði:Bara smá caution, svona HDMI repeaterar eru svolítið mikið "hit and miss".
Ég á nákvæmlega svona repeater, var að nota hann með góðum árangri með 5 metra HDMI > Repeater > 10 metra HDMI > Skjávarpi, svo skipti ég skjávarpanum út fyrir sjónvarp, og þá fékk ég bara græna mynd. Prófaði líka styttri kapla, var með 5 metra > Repeater > 1.5 meter og fékk líka græna mynd. Losnaði ekki við grænu myndina fyrr en ég bara dróg nýjan 10 metra kapal alla leið í sjónvarpið og sleppti þessum repeater alveg.
En eins og ég segi þá virkaði hann fínt þegar ég notaði hann fyrir skjávarpann, þannig að vonandi bara virkar hann hjá þér
hagur skrifaði:Nei, hann kostaði rúmlega 5þús kall þegar ég keypti hann, fyrir rúmlega ári síðan. Sýnist þetta vera nákvæmlega sami gaurinn. Þetta hefur reyndar hríðlækkað í verði annarsstaðar líka þannig að þetta er svosem ekkert óvenjulegt.