beatmaster skrifaði:Ég get mælt með þessari
Ég setti upp HTPC um daginn með XBMC Live (Linux) og Harmony fjarstýringu. Keypti þessa fjarstýringu fyrir skynjarann. Ég var ekki mjög hrifinn af fjarstýringunni sjálfri en þar sem hugmyndin var að nota Harmony skipti það ekki máli. Hún gerði þó það sem þurfti og skynjarinn virkar vel með Harmony.
Ég lenti þó í svolitlum vandræðum með að nota þennan skynjara og það tók mig dágóða stund að fá þetta allt til að virka.
1. Shutdown takkinn ræsir tölvuna úr suspend en gerir ekkert ef kveikt er á henni. Þurfti að láta einhvern annan takka virka sem shutdown takka.
2. Það eru frekar fáir takkar á henni sem actually gera eitthvað sem þýðir að ég get ekki stýrt öllu sem ég mundi vilja í XBMC með henni, þ.e. það eru ekki nógu margir mismunandi takkar til að gera þær aðgerðir sem XBMC býður upp á. Það eru semsagt færri takkar en á td. fjarstýringunni frá Microsoft.
Á þessari fjarstýringu er "mús" sem er svoldið sniðugt en ég fann engin praktísk not fyrir það. Það er líka hægt að ýta á takka og þá breytist talnaborðið í lyklaborð, en aftur fann ég engin praktísk not fyrir það.