Guðni Massi skrifaði:Ætla fá mér einhvern góðann media streamer, budget-viðmið 40 000 kr.
Líst vel á
WD TV Live HubEr það málið eða er eitthvað annað sem væru skynsamari kaup?
Þessi græja er verð ég að segja, gargandi snilld.
Ótrúlega einfalt og þægilegt notendaviðmót.
Pinkulítið og snyrtilegt útlit, þægileg fjarstýring og spilar 1080p efni án vandræða og getur spilað af USB lykli eða flakkara í gegnum USB tengið á tækinu.
Ef þú tengir netsnúru frá tækinu í routerinn hjá þér þá geturðu tengst tækinu með hvaða vél sem er á heimilinu á einfaldan hátt og fært bíómyndir á milli.
Aðferðin sem ég nota við að setja efni inná þetta er þessi (í windows 7):
Opna My computer > smelli á Network vinstra megin > bíð eftir að tækið birtist þar (tekur 5 sec max) > opna möppuna sem myndin á að vera geymd í og færi á milli, tekur enga stund.
Og þetta kemur með 1TB HDD
Hægt að geyma ljósmyndir og skoða inná þessu ásamt bíómyndir og tónlist.
Svo kemst þetta tæki líka á netið en held samt bara valdar síður (ekki skoðað það nógu vel) t.d. Facebook og youtube.
Virkilega sáttur með þetta tæki, er að uppfylla allar mínar kröfur.. (sem eru töluverðar).