Síða 1 af 3
Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:12
af bulldog
Jæja þá er komið í ljós að ég er fæddur undir einhverju óhappatungli .... Þannig er mál með vexti að það kom dauður pixill á 32" Full hd sjónvarpið hjá mér og ég sendi það samviskusamlega á verkstæði hjá búðinni sem ég verslaði það hjá. Síðan fékk ég að vita í morgun að það hefði verið dæmt ónýtt en félli ekki undir ábyrgð þannig að ég sit uppi með 30 þúsund kr sjálfsábyrgð og ónýtt full hd sjónvarp sem náði eins og hálfs árs aldri !!!!!! Stórkostlegt
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:16
af Eiiki
Hvernig stendur á því að sjónvarpið falli ekki undir ábyrgð?
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:18
af AntiTrust
1. Hvernig stendur á því að sjónvarp með einum dauðum pixel sé dæmt ónýtt?
2. Afhverju er það ekki undir 2 ára ábyrgð eins og lög kveða á um?
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:18
af bulldog
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:19
af bulldog
Það er 2 ára ábyrgð á því eins og lög kveða um en þeir segja að útaf því að það sé eins og högg eða dæld sé á því þá falli það ekki undir ábyrgð. Það fékk aldrei högg og það var svo sannarlega engin dæld á því þegar það fór frá mér.
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 12:24
af AntiTrust
bulldog skrifaði:Það er 2 ára ábyrgð á því eins og lög kveða um en þeir segja að útaf því að það sé eins og högg eða dæld sé á því þá falli það ekki undir ábyrgð. Það fékk aldrei högg og það var svo sannarlega engin dæld á því þegar það fór frá mér.
Þá berðu það fyrir þig ef satt og rétt er. Þá ber hugsanlega pósturinn e-rja ábyrgð, en það fer svosem eftir því hvort að sendingin var tryggð aukalega?
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 15:42
af bulldog
Ég fór með sjónvarpið í Ormsson hérna í Keflavík og þeir sendu áfram á verkstæðið hjá sér. Ég fæ skýrslu frá þeim þegar sjónvarpið kemur til baka frá verkstæðinu. Er forvitinn að sjá hvað stendur þar.
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 15:59
af Glazier
Ertu búinn að fá að sjá tækið sjálfur ?
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 18:35
af bulldog
fæ að sjá það á morgun eða hinn þegar það kemur til baka ....
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 21:05
af Glazier
Ef þessi dæld er stór og mjög greinileg (það greinileg að þú hefðir augljóslega tekið eftir henni áður en það fór í viðgerð) þá er mjög líklegt að þetta sé þeim að kenna.
Hinsvegar gæti alveg verið að umrædd dæld sé bara virkilega lítil og eitthvað sem þú tókst hreinlega ekki eftir sjálfur áður en þú fórst með það, svo skoða þeir það eins vel og þeir geta þarna á verkstæðinu og sjá þessa dæld og kenna þér um (sem mér reyndar finnst ekkert skrítið).
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 22:21
af bulldog
þeir segja að dældin sé jafn stór og 1 dauður pixel .... ég skal finna þá í fjöru
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 22:24
af dori
haha... halda þeir að þú hafir verið að berja nagla í sjónvarpið? Einn pixill er alveg frekar lítið, þetta hljómar rosalega shaky allt saman.
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 22:29
af Dazy crazy
bulldog skrifaði:þeir segja að dældin sé jafn stór og 1 dauður pixel .... ég skal finna þá í fjöru
fáðu bara tækið og tússaðu yfir einn pixel með einhverjum lítið áberandi lit eins og dökkgráum.
Skil ekki af hverju tækið er dæmt ónýtt samt.
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 22:51
af bulldog
Ég bíð eftir að fá tækið til baka .... Þeir "týndu" því líka í 2 daga ....
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 23:05
af braudrist
Tala við neytendasamtökin og hóta að setja þetta í blöðin. Þá verður allt gert fyrir þig
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 23:14
af bulldog
Ég geri allt brjál !!!!!!
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 23:30
af Gets
bulldog skrifaði:Ég geri allt brjál !!!!!!
Mikið rétt um að gera að vera bara nógu brjálaður og öskra stanslaust á allt og alla, helst þannig að enginn komist að, og Bingó þá munu allir falla að fótum þér og gera nákvæmlega allt fyrir þig
Fyrir þá sem ekki skilja, þá er þetta kallað "kaldhæðni"
Re: Mín heppni .....
Sent: Þri 15. Feb 2011 23:44
af Frantic
Hvernig er hægt að segja að sjónvarpið sé ónýtt útaf dauðum pixli?
Vona að þú fáir þetta bætt.
Re: Mín heppni .....
Sent: Mið 16. Feb 2011 03:00
af Danni V8
Hvað áttu við með að þú situr uppi með 30þús krónur í sjálfsábyrgð? Þarftu að borga þetta til að leysa sjónvarpið út?
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 18. Feb 2011 16:33
af bulldog
Nei þetta tjón fellur ekki undir ábyrgðarskilmálanna heldur fer þetta í gegnum heimilistrygginguna mína í staðinn. Það er sjálfsábyrgð á henni það er það sem ég var að meina.
Það má læsa þessum þræði.
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 18. Feb 2011 19:18
af Nariur
segðu nú hvernig fer/fór
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 25. Feb 2011 15:19
af bulldog
Þeir hjá Ormsson neita að bera ábyrgð á þessu en sendu skýrslu með og tryggingarfélagið sem við erum með heimilistryggingarnar vill miða við allt annað tæki en það tæki sem þeir hjá Ormsson sögðu sambærilegt.
Tækið sem þeir hjá Ormsson sögðu sambærilegt og hefði komið í staðinn fyrir tækið sem ég keypti hjá þeim ( sem þeir eru hættir að selja ) er Sharp LC32LE320E SJÓNVARP 32" LED ( efsta tækið á slóðinni
http://ormson.is/default.asp?content=netverslun&fl=352 )
SHARP LC-32LE320E 32" SJÓNVAP
Skjástærð 32"
Full-HD panell (1920 x 1080)
Kontrast; 30000:1
(DVB-T / DVB-C), MPEG2 / MPEG4 H.264
100 Hz tvöfaldar myndtíðnina
Nánari lýsing
Verð: 149.900 kr.
en tryggingarfélagið vill miða við Samsung LE32C455E1W sem er bara hd ready tæki en ekki full hd eins og tækið sem ég var með með eftirfarandi spekka
Háskerpu sjónvarpsmóttakari
DNIe+ stafræn myndleiðrétting
Upplausn: 1366 x 768
Contrast: 60.000:1
Nánari lýsing
Fullt verð: 119.900 kr.
Tilboðsverð: 99.900 kr.
Þeir vilja miða við tilboðsverðið - sjálfsábyrgð þannig að ég á að fá 69.900 krónur út úr tjóninu ....
Hvað finnst ykkur um þessi vinnubrögð ?
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 25. Feb 2011 15:22
af AntiTrust
Tryggingarfyrirtækið er ekki í neinni aðstöðu til að rengja verkstæðið/fyrirtækið sem metur þitt tæki og hvaða tæki er sem sambærilegast í dag. Þetta eru skrifstofublækur, ekki tæknimenn.
Segðu tryggingarfyrirtækinu þínu vinsamlegast að hoppa upp í endaþarmsopið á sér, hafi það samviskuna til.
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 25. Feb 2011 15:26
af bulldog
Ég væri betur settur með skemmt tæki heldur en að fá 70 þús út úr tjóni sem ég hefði átt að fá 120 þús út úr ( 150 þús - 30 þús -> 120 þús )
Re: Mín heppni .....
Sent: Fös 25. Feb 2011 15:34
af axyne
bulldog skrifaði:Ég væri betur settur með skemmt tæki
Hvað varð um tækið þitt ?