Síða 1 af 1

Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Fim 27. Jan 2011 22:08
af Sæþór
Sælir vaktarar,

Þannig er það að maður er á leiðinni í stærri húsnæði með stærri stofuvegg fyrir stærra tæki. Þá eru hinsvegar vangavelturnar með hvað skal velja og ég vil vanda valið.

Þar sem ég er með núna er 50" Hitachi Plasma tæki, sem ég er jú mjög ánægður með, en eftir að hafa átt 3 plasma tæki síðustu árin, er mig farið að langa í LCD, eða jafnvel skjávarpa.

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=58PFL9955H Hef verið rosalega hrifin af Philips tækjunum, sérstaklega eftir að þeir komu með ambilight spectra
bakljósin, sem gefur manni allt aðra upplifun á sjónvarpshorfi.

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP65VT20 Ekki lesið mig nógu mikið til Panasonic tækjanna en hef þó vitað að þau hafa hlotið EISA verðlaunin líkt og Philipts tækin. En já, þetta er góður peningur, en maður borgar víst fyrir það sem maður fær :)

http://www.ormsson.is/default.asp?conte ... &vara=5032 Veit voðalítið með Samsung tækin, en allar ábendingar vel þegnar.

LG tækin hafa aldrei neitt beint heillað mig, er þó gríðarlega spenntur fyrir nýju tækjunum sem verða með innbyggt PLEX mediacenter. Veit þó ekki hversu langt er í þau tæki hér á klakann.

-
Og já, allar ábendingar á "alvöru" skjávarpa eru einnig vel þegnar...


Þakka... :)

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Fim 27. Jan 2011 22:13
af Gunnar
Stærra hús og sjónvarp á miljón. Það er aldeilis verið að spandera!!! :-"
myndi segja að finna einhvern flottann skjávarpa á hálfa miljón og mála vegginn og hafa 100"+

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Fim 27. Jan 2011 22:28
af AntiTrust
Án þess að fara í tæknilegt tal varðandi hvaða sjónvörp og hvaða varpa, þá mæli ég með varpa. Ég sakna þess vissulega að hafa flott og fínt TV upp á vegg hjá mér, en ég upplifunin og afþreyingargildið við að vera með 100"+ FullHD mynd á veggnum hjá þér slær flestum tækjum sem ég hef horft á út.

Ég er með Optoma HD20, sem var the shit fyrir ca. ári síðan í entry-level 1080p flokknum, líklega eru komnir e-rjir á svipuðu verði sem eru e-rju betri - ekki að ég hafi undan miklu að kvarta við minn. Ef þú vilt hoppa aðeins upp um verðflokk þá er Hrotti að selja fullorðins varpa hérna á spjallinu, ættir að finna hann í söluþræðinum.

Einu gallarnir við varpann er sá að þú þarft að skipta um peru á x tíma fresti. Flestir varpar í dag, t.d. HD20 eru með 3-4þús klst peruendingu, en það endist ekki mikið meira en 2 ár við ágætis notkun. Planið hjá mér t.d. er að fá mér e-ð semi 42" FullHD tæki í stofuna og spara varpann fyrir bíókvöld. Finnst hálfgerð synd að vera að eyða perutíma í allt þetta þáttagláp sem maður er með á bara til þess að drepa tímann og er bara að horfa með öðru auganu. Síðan ætla ég að notfæra mér fítus sem heitir "Home Theater Mode" í XBMC, þar sem þú getur verið með tvo monitora tengda við sömu HTPC og valið hvaða myndir þú vilt að spilist á "Theater" skjánum.

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Fim 27. Jan 2011 22:34
af Glazier
AntiTrust skrifaði:Ef þú vilt hoppa aðeins upp um verðflokk þá er Hrotti að selja fullorðins varpa hérna á spjallinu, ættir að finna hann í söluþræðinum.

Þurfti að lesa þetta nokkrum sinnum til að fatta að þú varst ekki að tala um að það væri sjúklega erfitt að selja fullorðins varpa hér á spjallinu.

Hrotti skildi ég sem skelfilegt eða eitthvað álíka :)

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Lau 29. Jan 2011 18:03
af Hauksi
Ef þú villt stóran myndflöt þá er skjávarpi málið.
Ef varpinn á að vera inni í stofu þá getur verið vandamál með staðsetningu, varpinn er ekki beint "konuvænn" miðað við sjónvarp.
Ef þú hefur stjórn á lýsingunni í herberginnu sem varpinn er í, semsagt myrkur þegar varpinn er í notkun,
þá skiptir minna máli efnið sem þú notar sem myndflöt.
Hafir þú ekki stjórn á lýsingunni þá þarf myndflöt úr góðu efni, 100" tjald sem kostar um 2-3000 dollara gerir það að verkum
að þú færð góð myndgæði í nokkuð björtu herbergi..

Það er mun þægilegra að umgangast sjónvarp en varpa.

Af þessum tækjum sem þú linkar á þá er að mínu mati Panasonic lang besta tækið......stutt í 2011 línuna frá Panasonic..
Philips tækið væri ekki inni í myndinni hjá mér.

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Lau 29. Jan 2011 18:16
af GuðjónR
ÓmarSmith ætti að svara þér, hann er sölumaður #1 hjá sm.is
þetta tæki í action hjá honum í vetur.....úfff ótrúleg gæði.
Skrítin hlutföll í tækinu, ofboðslega breitt, en myndgæðin....ekki hægt að lýsa þeim.

Re: Sjónvörp 55"+ vs Skjávarpa

Sent: Sun 13. Feb 2011 00:35
af Sæþór
Þakka svörin peyjar,

En eftir gott spjall við "hrotta", þá held ég að það verði stefnt á alvöru skjávarpa.

@AntiTrust
Þakka þitt innlegg og punkta, og mun væntanlega halda mínu HItachi tæki fyrir venjulegt áhorf og spara þannig líftíma perunnar fyrir bíókvöldin.
Einnig til þess að láta stofuna lýta betur út með flatskjá, og þar af leiðandi vera með tjald sem væri stýrt með fjarstýringu.