Síða 1 af 1

Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 00:49
af Manager1
Ég er að leita að raunhæfu verði á notuðu svona sjónvarpi. Vandamálið er að ég finn hvergi nýtt svona sjónvarp til sölu á Íslandi og það getur verið allt að helmingsmunur á verðum erlendis frá. Ég veit þessvegna ekkert hvað það er að marka þessi erlendu verð.

Sambærileg ný sjónvörp kosta ca. 3-400þús en þau eru ekki nákvæmlega eins, ýmist lengri svartími, minni skerpa eða stærri/minni skjár.

Re: Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 10:21
af Hauksi
Þetta tæki var með þeim betri árið 2009.

Geri ráð fyrir því að það líti vel út og sé í fullkomnu lagi.
Hvar og hvenær tækið var keypt, upp á ábyrgð.

Ég mundi segja að sanngjarnt verð væri 200-250.000

Re: Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 11:01
af ÓmarSmith
Þetta var kosið besta LCD tæki í Evrópu 2009 ( EISA verðlaunin ), og er sjúklega gott.

Var selt í HT og SM á 399990 þegar það var að hætta.


Sambærilegt tæki í dag er 40pfl8605 og það er að kosta um 300-350

Það er reyndar orðið 3D ready og með stuðning á MKV afspilun í gegnum USB ( bæði hdd og usb lykla )

Re: Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 17:29
af Manager1
Takk fyrir þetta.

Mér sýnist á þessu að sanngjarnt verð sé eins og Hauksi segir í kringum 200þús þar sem tækið er nýlegt og enn í ábyrgð.

Re: Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 17:33
af pattzi
Langar í þetta philips


http://buy.is/product.php?id_product=874

Philips 56PFL9954H

Re: Verð á Philips 40PFL9704H LCD sjónvarpi

Sent: Mið 26. Jan 2011 17:40
af ÓmarSmith
Þetta tæki er hætt, kláraðist í SM og HT á 499.990

nýja módelið er TÖLUvert betra og kostar svipað... Þannig að

Myndi skoða það frekar..


En annars er 200k heldur lágt fyrir þetta 40" Philips tæki, fyrst það er ennþá í ábyrgð. Færð ekkert sambærilegt nema þú snarir út amk 300-350k