Síða 1 af 1
40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 17:49
af Moldvarpan
Hvaða sjónvarp í 40-42 tommu flokknum er hagstæðast að kaupa?
Núna er mitt tæki að verða um 3 ára og langar að fara að skipta um.
Það sem ég er að leitast eftir er 100hz, FullHD, digital móttakara og góða tækni sem skilar flottri mynd.
Hefur einhver verslað sjónvarp af
http://www.budin.is ?
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 17:54
af Glazier
Mmm, nefndir ekkert verðþak.. En þetta tæki er peningana virði !
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL7695HÞetta tæki er klárlega málið.
USB tengi sem les .mkv myndir af USB kubb eða flakkara.
Minnir að það sé með 16 bita lita panel
100 hz
2 ms svartíma
Full HD
Góð LED baklýsing (margar perur)
3cm þykkt
Virkilega flott myndgæði í þessu tæki.
Sá 40" gerðina af þessu tæki auglýsta í MAX um daginn ódýrara en ht.is var með það svo ég myndi tékka á þessu tæki þar ef þú villt spara smá
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 17:59
af Moldvarpan
Já, ég tými ekki að kaupa LED tæknina strax.
Var að hugsa um plasma eða lcd, og verðið í kringum 150.000 kr.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:16
af valdij
Skoðaði þetta virkilega mikið um daginn, sá mjög gott tæki á rugl afslætti í Elko, 40" Samsung tæki,
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705 Er örugglega þetta hérna, var meira segja lækkað í 159.999 fyrir nokkru, þetta fannst mér eitt besta tækið vera fyrir þennan pening. Lookar mjög, mjög vel út í live-action líka.
Ég hinsvegar ákvað í búðinni að ég væri frekar til í að eyða aðeins meira, fyrir nýrri tækni (LED) og fékk mér
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1705Meira segja búið að lækka um 20k síðan ég keypti það (tilt..) en ég elska það, myndgæðin eru frábær, örþunnt, USB-dæmið er snilld og allt hvernig það kerfi er sett upp í sjónvarpinu er alveg virkilega flott og lookar viðmótið eins og í flottum sjónvarpsflakkara bara, var alls ekki að búast við því. Hef ekki prófað að spila .mkv / high def af usb-lykli og er því ekki viss hvort það styðji það. En sjónvarpið er frábært og er ég mjög sáttur við mín kaup.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:17
af ZoRzEr
Ég er sjálfur að fara í svona :
http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G20Annars las ég mér til um þetta lengi og skoðaði ómennskt mikið af umsögnum um fleiri fleiri sjónvörp frá hinum og þessum. Endaði með þetta, sem trónir á toppnum í mínum huga.
Kannski aðeins over budget, bara deila minni reynslu, þar sem ég var bara að kaupa sjónvarp núna í gær.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:21
af valdij
Sjónvarpið sem zorzer póstaði er líka algjör snilld, enda dómarnir og speccarnir samkv. því. Eini gallinn við það er að mér fannst það ekki alveg nógu stílhreint/fallegt sem mér fannst líka þurfa spila inn í. Auk þess heillar plasminn ekki alla (þar með talið mig)
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:32
af Moldvarpan
Já, mig grunaði að það væru einhverjir sem höfðu kannað þessi mál gaumgæfilega nýlega.
Finnst ykkur þess virði að eyða um 70.000 kr í viðbót fyrir LED LCD? Ég er sjálfur með LCD, og ég get ekki kvartað yfir lélegum gæðum.
Mér er alveg sama um orkueyðslu sjónvarpsins. Meira segja finnst mér mitt Samsung tæki, með bjartari mynd en t.d. hjá vini mínum með Philips plasma.
En tækið hans er með flottari liti.
LED TV is just an LCD TV that uses a LED backlight instead of a fluorescent one. This helps alleviate the problem of poor color fidelity that LCD's suffer from, but does little to help poor black levels, response time, and viewing angles.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 18:42
af Meso
Moldvarpan skrifaði:Hvaða sjónvarp í 40-42 tommu flokknum er hagstæðast að kaupa?
Núna er mitt tæki að verða um 3 ára og langar að fara að skipta um.
Það sem ég er að leitast eftir er 100hz, FullHD, digital móttakara og góða tækni sem skilar flottri mynd.
Hefur einhver verslað sjónvarp af http://www.budin.is ?
Ég skellti mér á 60" LG frá búðinni, enda var það á djók verði, 120þ minna en Elko,
á að fá það á fim-fös, varð smá seinkun á sendingunni sem er ekkert stórmál
en öll email samskipti hafa allavega verið til fyrirmyndar.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 20:19
af valdij
LED Sjónvarpið var ekki bara keypt utaf það er þynnra, það var betri skerpa og minni svartími í því líka. Það er 5ms í Samsung sjónvarpinu en 2ms í LED tækinu en eins og ég segi það er best að fara sjálfur og skoða tækin
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 21:41
af slapi
Sjónvarpið sem zorzer póstaði er alveg gífurlega gott , 3D útgáfan af því er örugglega það flottasta sem hægt er að fá í dag.
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mán 17. Jan 2011 21:50
af ZoRzEr
slapi skrifaði:Sjónvarpið sem zorzer póstaði er alveg gífurlega gott , 3D útgáfan af því er örugglega það flottasta sem hægt er að fá í dag.
Ég unboxa 3D týpuna í næstu viku
*Edit* Ég er satan ?
Re: 40-42" Sjónvarp
Sent: Mið 19. Jan 2011 17:30
af stebbi23