tæknilega er 100Hz fake og þú ert bara að búa til ramma sem eru ekki til og þar af leiðandi er möguleiki að þar sem myndin er hröð t.d. íþróttum að þú fáir svona aukadót inn einsog 3 bolta en ekki einn. Samt er það orðið mjög ólíklegt í dag því tölvurnar í tækjunum eru yfirleitt það góðar að þær eyða öllu svona út.
Einnig er mörgum sem finnst einfaldlega óþægilegt að horfa á 100Hz tæki og finnast hreyfingar vera ónáttúrulegar og svo er það líka öfugt svo ég mæli með að skoða það fyrst vel áður en þú tekur það.
Veit líka um kvikmyndagúrúa sem vilja ekki sjá 100Hz því einsog ég sagði fyrr þá ertu að búa til ramma sem eru ekki til = fake
Til að pæla í:
Ef tækið er undir 40" þá breytir FullHD eða 720p engu máli.
Ekki horfa mikið á Contrast/Dynamic Contrast töluna sem gefin er upp heldur farðu og sjáðu sjálfur
Ef þú ætlar að spila leiki þá þarft tæki með lítið "input lag"
Svartíminn skiptir nánast engu máli í dag, allt undir 6ms er gott
Fáðu að skoða Menu og gáðu hvort þú skiljir hann og fjarstýringunalíka. Vonlaust að eiga tæki sem maður getur ekkert stillt eða fiktað í. Veit að Menu'inn í einhverjum Philips tækjunum er vonlaus og bara upp á lookið.
Hvað eru mörg HDMI tengi á tækinu, því fleirri því betra og ekki spá of mikið í SCART, það er að detta út.
Ef þú ert að spá í tæki með InternetTV fáðu þá að sjá það, flest eru alveg vonlaus og þú getur aldrei farið að vafra. GoogleTV er líka ekki að ná neinum vinsældum og flest fyrirtæki búin að loka á það.
Ef þú ert að spá í Plasma tæki, reyndu þá að fá tæki sem er með einhvernskonar "Anti Burn" tækni og hafði brightness, contrast, cell light, lamp á lágum stillingum fyrstu 1-2 vikurnar svo að "Cells" fái að harna og það minnkar líka líkurnar á því að það brenni fast í tækið.
Hátalarar í 99% sjónvörpum eru vonlausir.
Ef þú villt fá tæki með USB, mættu þá með USB lykil og fáðu að prófa því oft eru usb tengin "Service Only"
Best að lesa gagnrýnir af heimasíðum einsog http://www.hdtvtest.co.uk/ og http://www.hdtvorg.co.uk/ og http://www.squidoo.com/lcd-televisions